Vitlausar fréttir

Mér leiðist mjög að lesa fréttir sem eru illar unnar, og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða háalvarlegar fréttir eða sápufroðufréttir eins og þessa:

Lítið hefur borið á söngkonunni Avril Lavigne undanfarin ár, en hún sló rækilega í gegn fyrir rúmum áratugi síðan.

Þessar myndir náðust af söngkonunnni á ströndinni á dögunum. Hún skemmti sér vel í sjónum ásamt vinkonum sínum og lék sér að ljósmyndurum með því að halda þétt um brjóst sín og leyfa vinkonu sinn að snerta þau líka.

Ég veit ekki betur en að Avril hafi „slegið rækilega í gegn“ fyrir 7 árum síðan, eða 2002, sem telst varla tæpur áratugur, og hvað þá rúmlegur. Svo veit ég nú ekki betur en hún hafi síðan þá gefið út tvær plötur til viðbótar, þá seinni árið 2007 og hafi þá hljómað óþægilega oft á öldum ljósvakans með lagið Girlfriend. (Af hverju ég veit þetta allt saman er svo algjört aukaatriði!)

Sumir myndu kannski segja, hverjum er ekki sama? Sumir kalla svona fréttir lágkúrulegar og ómerkilegar, en af hverju les þetta sama fólk þá þessar fréttir? Staðreyndin er sú að þetta er það sem þorri fólks les, hvort sem það er sorgleg staðreynd eður ei, og þegar þessi færsla er skrifuð er þetta mest lesna fréttin á dv.is. Það er því algjört lágmark að hafa staðreyndirnar á hreinu.

Auglýsingar

5 Responses to “Vitlausar fréttir”


 1. 1 Baldur maí 30, 2009 kl. 1:24 e.h.

  In 1998, Lavigne won a competition to sing with fellow Canadian singer Shania Twain on her first major concert tour. She appeared alongside Twain at her concert in Ottawa, appearing on stage to sing „What Made You Say That“. She was discovered by her first professional manager, Cliff Fabri, while singing country covers at a Chapters bookstore in Kingston, Ontario.[16] During a performance with the Lennox Community Theatre, Lavigne was spotted by local folk singer Steve Medd, who invited her to contribute vocals on his song, „Touch the Sky“, for his 1999 album, Quinte Spirit.

 2. 2 Siggeir maí 30, 2009 kl. 4:34 e.h.

  Það breytir ekki þeirri staðreynd að hún gaf ekki út sína fyrstu plötu fyrr en 2002. Þó svo að hún hafi eitthvað verið að dútla sér í Kanada fyrir þann tíma, var það ekki fyrr en 2002 sem hún „sló rækilega í gegn“.

 3. 3 Kristinn júní 1, 2009 kl. 7:31 f.h.

  Flott hjá þér að kvarta yfir því að fjölmiðlar birti fréttir sem þú klárlega síðan lest 🙂

  Annars finnst mér það nokkuð súrrealískt að þú sért að kvarta yfir frétt þar sem kona er að halda þétt um brjóstin á sér og leyfa öðrum að snerta líka, hljómar sem forsíðufrétt!

 4. 4 Siggeir júní 1, 2009 kl. 12:36 e.h.

  Haha, ég hef ekkert útá birtingu fréttirnar að setja, enda las ég hana sjálfur þó svo að myndirnar hafi valdið vonbrigðum. Ég vil bara að rétt sé rétt!

 5. 5 siggeir júní 3, 2009 kl. 12:06 e.h.

  Léleg vinnubrögð hjá Séð og heyrt deild DV hafa áður orðið mér að umfjöllunarefni hér á síðunni: https://siggeir.wordpress.com/2008/04/09/dv-ad-gera-gott-mot/


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: