Sarpur fyrir júní, 2009

Tvífarar mánaðarins

Ég er búinn að vera að horfa á fyrsta season-ið af Fringe núna og shit hvað Joshua Jackson og Geir Ármann eru líkir! Þetta er bara einn og sami maðurinn. Geir er ekkert útí Danmörku að læra, hann er klárlega í Bandaríkjunum að meika það sem leikari!

geirjosh

Hægra megin: Geir Ármann, vinstra megin: Joshua Jackon, eða var það öfugt? Ég hreinlega er ekki viss lengur!

Auglýsingar

Innilega óviðeigandi

Er það bara ég, eða er myndin á forsíðu skattur.is alveg innilega óviðeigandi á heimasíðu sem þessari? Eða er þetta kannski sú framtíðarsýn sem skattgreiðendur Íslands þurfa að horfast í augu við, þ.e. að landið sé um það bil að breytast í eitt stórt eyðibýli.

Orð dagsins

„When one person suffers from a delusion, it is called insanity. When many people suffer from a delusion it is called Religion.“

Byrjaði loksins á The God Delusion eftir Richard Dawkings í dag, þó svo að þessi tilvitnun sé reyndar ekki hans eigin.

Gangið á guðs vegum!

Alþjóðlegur skandall

Nú verða lesnar fréttir.

Í fréttum er það helst að fjallmyndarleg kona ákvað að vera í þægilegum íþróttabuxum þegar hún fór í 12 tíma flug til Japans frekar en einhverju alþjóðlegu hátískumerki. Hefur þessi hegðun konunnar vakið mikla hneykslan alþjóðasamfélagsins og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins beint þeim tilmælum til konunnar að hún láti þetta ekki koma fyrir aftur.

4 mörk úr einu víti?

Á mbl.is stendur:

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk, þar af fjögur úr vítakasti

Ekki veit ég hvernig strákurinn fór að þessu, en einhvern veginn virðist honum hafa tekist að skora 4 mörk úr einu og sama vítakastinu. Geri aðrir betur.

Super size Siggeir

Ég fékk frábæra hugdettu þar sem ég sat á Stjörnutorgi áðan og gúffaði í mig McTófú heilsuborgara, diet kóki og jógúrt McFlurry. Hvernig væri að endurtaka tilraunina úr Super size me? Eins og alþjóð veit þá voru niðurstöðurnar í þeirri mynd allar skakkar þar sem gaurinn var grænmetisæta svo að auðvitað fokkaðist hann upp. En ég varð fljótt afhuga þessari hugljómun því ég vissi alveg hver niðurstaðan yrði, ég yrði bara fucking feitur (feitari), og hvað er spennandi við það að framkvæma tilraun ef þú veist niðurstöðurnar fyrir fram?

Þá fékk ég aðra hugmynd, nokkurskonar félagsfræðileg tilraun/athugun, eða jafnvel öllu heldur sálfræðileg tilraun.

Tilraunin fellst í því að láta einn (eða jafnvel fleiri til þess að fá samanburð) einstakling sitja á Stjörnutorgi í X langan tíma dag hvern í heilan mánuð. Það eina sem tilraunadýrið þarf að gera er að hlusta á allar samræðurnar sem hann heyrir útundan sér. Ég er ekki að tala um að liggja á hleri á næsta borði heldur bara hlusta. Detta inn og útúr samræðum. Meginþorri þeirra sem heimsækja Kringluna eru nefnilega stelpur á gelgjunni, og guð minn góður hvað það vellur mikil vitleysa uppúr þessum manneskjum. Þær eru svo yfirborðskenndar, grunnhyggnar og dramatískar að það liggur við að ég neyðist til að afsaka mig meðan ég æli. Ég borða oft á Stjörnutorgi þar sem ég vinn í Kringlunni og þarft oftar en ekki á smá reality tjekki að halda þegar ég kem aftur niðrí búð.

Að leggja það á einhvern einstakling að hlusta á þessar innihaldslausu og mellódramatísku samræður allan daginn í heilan mánuð mun bara enda á einn veg, með geðveiki eða dauða, eða jafnvel kokteil af hvoru tveggja.

Sjálfboðaliðar í þessa tilraun óskast.

Að gera eitthvað uppbyggilegt með börnunum sínum

Ég held að það sé öllum börnum og foreldrum hollt að eiga einhver sameiginleg áhugamál til að stunda saman. Ég og pabbi förum t.dd oft á skytterí saman og höfum líka farið í ófáar á fjöll og firnindi. Hann og systir mín deila svo gríðarlegum áhuga á hestamennsku. Svona lagað styrkir böndin, og hver þarf ekki á slíku að halda á þessum síðustu og verstu? Samkennd og samstaða, það er málið í dag.

Þess vegna finnst mér alveg frábært að Tómas R. Einarsson skuli mæta og styðja dóttur sína í hústökuaðgerðum. Ég get þó ekki sagt að ég sjái pabba fyrir mér í álíka aðgerðum.

Að öðru krepputengdu. Úlfar Eysteinsson á 3 frökkum hefur tekið uppá því að safna skeggi til að mótmæla háum stýrivöxtum, og ætlar ekki að raka sig fyrr en þeir fara vel niður fyrir 10 prósentin, og hvetur hann aðra karlmenn til að taka þátt í þessum táknrænu mótmælum. Þetta þykir mér stórkostleg hugmynd hjá Eysteini, enda fagna ég öllum ástæðum sem menn finna til að safna skeggi.

Ég spáði því einmitt  um daginn að það yrði mjög greinanleg aukning á Íslandi í tveimur klippingarstílum, þ.e.a.s. snoðun og síðu hári. Skeggvöxturinn fylgir að sjálfsögðu í kjölfarið, enda fara rakvélablöð stighækkandi dag frá degi. En það dylst þeim ekki sem búa hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar