Að gera eitthvað uppbyggilegt með börnunum sínum

Ég held að það sé öllum börnum og foreldrum hollt að eiga einhver sameiginleg áhugamál til að stunda saman. Ég og pabbi förum t.dd oft á skytterí saman og höfum líka farið í ófáar á fjöll og firnindi. Hann og systir mín deila svo gríðarlegum áhuga á hestamennsku. Svona lagað styrkir böndin, og hver þarf ekki á slíku að halda á þessum síðustu og verstu? Samkennd og samstaða, það er málið í dag.

Þess vegna finnst mér alveg frábært að Tómas R. Einarsson skuli mæta og styðja dóttur sína í hústökuaðgerðum. Ég get þó ekki sagt að ég sjái pabba fyrir mér í álíka aðgerðum.

Að öðru krepputengdu. Úlfar Eysteinsson á 3 frökkum hefur tekið uppá því að safna skeggi til að mótmæla háum stýrivöxtum, og ætlar ekki að raka sig fyrr en þeir fara vel niður fyrir 10 prósentin, og hvetur hann aðra karlmenn til að taka þátt í þessum táknrænu mótmælum. Þetta þykir mér stórkostleg hugmynd hjá Eysteini, enda fagna ég öllum ástæðum sem menn finna til að safna skeggi.

Ég spáði því einmitt  um daginn að það yrði mjög greinanleg aukning á Íslandi í tveimur klippingarstílum, þ.e.a.s. snoðun og síðu hári. Skeggvöxturinn fylgir að sjálfsögðu í kjölfarið, enda fara rakvélablöð stighækkandi dag frá degi. En það dylst þeim ekki sem búa hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi.

Auglýsingar

0 Responses to “Að gera eitthvað uppbyggilegt með börnunum sínum”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: