Super size Siggeir

Ég fékk frábæra hugdettu þar sem ég sat á Stjörnutorgi áðan og gúffaði í mig McTófú heilsuborgara, diet kóki og jógúrt McFlurry. Hvernig væri að endurtaka tilraunina úr Super size me? Eins og alþjóð veit þá voru niðurstöðurnar í þeirri mynd allar skakkar þar sem gaurinn var grænmetisæta svo að auðvitað fokkaðist hann upp. En ég varð fljótt afhuga þessari hugljómun því ég vissi alveg hver niðurstaðan yrði, ég yrði bara fucking feitur (feitari), og hvað er spennandi við það að framkvæma tilraun ef þú veist niðurstöðurnar fyrir fram?

Þá fékk ég aðra hugmynd, nokkurskonar félagsfræðileg tilraun/athugun, eða jafnvel öllu heldur sálfræðileg tilraun.

Tilraunin fellst í því að láta einn (eða jafnvel fleiri til þess að fá samanburð) einstakling sitja á Stjörnutorgi í X langan tíma dag hvern í heilan mánuð. Það eina sem tilraunadýrið þarf að gera er að hlusta á allar samræðurnar sem hann heyrir útundan sér. Ég er ekki að tala um að liggja á hleri á næsta borði heldur bara hlusta. Detta inn og útúr samræðum. Meginþorri þeirra sem heimsækja Kringluna eru nefnilega stelpur á gelgjunni, og guð minn góður hvað það vellur mikil vitleysa uppúr þessum manneskjum. Þær eru svo yfirborðskenndar, grunnhyggnar og dramatískar að það liggur við að ég neyðist til að afsaka mig meðan ég æli. Ég borða oft á Stjörnutorgi þar sem ég vinn í Kringlunni og þarft oftar en ekki á smá reality tjekki að halda þegar ég kem aftur niðrí búð.

Að leggja það á einhvern einstakling að hlusta á þessar innihaldslausu og mellódramatísku samræður allan daginn í heilan mánuð mun bara enda á einn veg, með geðveiki eða dauða, eða jafnvel kokteil af hvoru tveggja.

Sjálfboðaliðar í þessa tilraun óskast.

Auglýsingar

2 Responses to “Super size Siggeir”


  1. 1 Kiddi júní 10, 2009 kl. 5:01 e.h.

    Þú getur örugglega fundið helling af stelpum á gelgjunni sem glaðar taka þátt í þessari tilraun. Hugsanlega eru þær nú þegar þátttakendur, þar sem margar þeirra eyða væntanlega stórum hluta dagsins í að hlusta á þá vitleysu sem upp úr sjálfum þeim vellur.

    Veit þó ekki hvort að þú fáir sömu niðurstöðu með gelgjugellu og t.d. aldraðan afa.

  2. 2 siggeir júní 10, 2009 kl. 5:11 e.h.

    Já ég hefði kannski átt að taka það fram að sá sem að tekur að sér að hlusta í þessari tilraun verður að sjálfsögðu að vera kominn af gelgjunni, og helst sjálfur sæmilega skynsamur og andlega þenkjandi. Annars týnist viðfangsefnið einfaldlega í hrærigraut gelgjunnar.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: