Kóngurinn er löngu fallinn úr hásætinu sínu

Það er einhver undarleg firring að skjóta rótum í íslensku samfélagi þessa daganna. Gætir hennar helst hjá ungum Sjálfstæðismönnum (en einnig hjá þeim sem eldri eru, og jafnvel ekki einu sinni sjallar) og er hún á þá leið að Davíð Oddsson sé eini bjargvættur þjóðarinnar. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að fá Davíð aftur til forystu í flokknum, og þá auðvitað flokkinn aftur í forystu í þjóðmálum. Í öðrum álíka gáfulegum fréttum hefur einnig heyrst að það eigi að klóna Stalín og endurreisa Sovétríkin undir hans stjórn.

Gullfiskaminni Íslendinga hefur löngum verið þekkt þegar kemur að stjórnmálum, en nú þykir mér steininn taka algjörlega úr. Baldur McQueen gerir þessu glæsilega skil á heimasíðu sinni, þar sem hann talar um FyrirhrunsDavíð og EftirhrunsDavíð, sem eru augljóslega ekki sammála um hvernig eigi að taka á Icesave vandanum:

Fyrir hrun bauðst Davíð ágætt tækifæri á afneita ábyrgð ríkisins á bönkunum.  Það gerði hann ekki, heldur upplýsti breskan almenning um að íslenska ríkið gæti gleypt slíka ábyrgð, þó allir bankarnir hryndu.


Eftir hrun kannast Davíð ekkert við þetta.  Nú þykir honum mesta firra að ríkið gleypi nokkurn skapaðan hlut.

FyrirhrunsDavíð og EftirhrunsDavíð eru dálítið ósammála, en teljast þó að meðaltali hlutlausir.

Kannski karlanginn ætti að lúta því meðaltali og hafa ginið sem mest lokað á ævikvöldinu.

Og helst örlítið lengur.

Á heimasíðu baldurs er svo linkur á þessi ummæli Davíðs í bresku útvarpi.

Davíð ætti að sjá sóma sinn í því að halda kjafti, enda ber hann sjálfur mikla ábyrgð á hruninu. Sjálfstæðismenn sem nú sitja í stjórnarandstöðu ættu að gera slíkt hið sama, enda bera þeir flestir höfuðábyrgð á klúðrinu. Það er t.d. mjög athyglisvert að lesa skrif Guðna Th. í Hruninu þar sem hann bendir á að viðskiptaráðuneyti Björgvins G hafi sett saman aðgerðaráætlun síðasta sumar til að bregðast við bankahruni, en þegar á hólminn var komið héldu Sjálfstæðismenn Samfylkingarmönnum algjörlega fyrir utan atburðarrásina þangað til að það var um seinan, og lugu hreinlega uppí opið geðið á þeim til að fela sannleikann frá þeim.

Þess vegna finnst mér mjög skrítið að Samfylkingin hafi hangið jafn lengi í stjórnarsamstarfinu og raun ber vitni. Mér finnst líka enn skrítnara að Björgvin hafi verið eini ráðherrann sem hafði manndóm í sér til að segja af sér, þegar hann hefði með réttu átt að froðufella af reiði og heimta stjórnarslit (eða eitthvað aðeins minna dramatískt).

Annars sé ég ekki nokkra leið til að mynda sér upplýsta skoðun á Icesave málinu. Það sem mig fýsir mest að vita er hvers vegna jafn eiðarður maður og Steingrímur J skipti um skoðun, eitthvað hlýtur hann að vita sem ég veit ekki. Og ég vil fá að vita það núna strax.


Auglýsingar

0 Responses to “Kóngurinn er löngu fallinn úr hásætinu sínu”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: