Sarpur fyrir ágúst, 2009

Ritstjórn Fótbolta.net strikes again!

Ok, í alvöru talað:

Þetta er annað árið í röð sem að félagaskiptaglugginn lokar 1.september þar sem að 31.ágúst var á sunnudegi í fyrra og því var einnig lengt gluggann þá.

Er manninum alvara? Það sorglegasta er að fréttin er rituð af öðrum af ritstjórum síðunnar! Ef að ritstjórinn er ekki betur máli farinn en þetta er svo sem ekki skrítið að undirmenn hans renni stundum til á hinum hála velli íslenskrar tungu.

*Uppfærsla! Eitthvað hefur hann Magnús séð að sér, og hugsanlega séð þessa færslu (þó mér þyki það ólíklegt) því núna stendur í fréttinni: „Þetta er annað árið í röð sem að félagaskiptaglugginn lokar 1.september. Í fyrra lokaði félagaskiptaglugginn 1.september þar sem að 31.ágúst bar upp á sunnudegi.“

Auglýsingar

Þið þekkið þennan gaur

Hérna á b2 er semi fyndinn linkur, hann er bara semi því hann á miklu betur við bandaríska skóla heldur en íslenska. En þennan gaur (og gellur líka) er að finna í ÖLLUM íslenskum framhaldsskólum.

 

zeppelinguy-2 

Á Íslandi þekkist þessi gaur líka gjarnan sem „Ég var að uppgöta Black Sabbath gaurinn“, stundum líka Doors.

Fólk er og verður fífl

Eftir 24 ár af samskiptum við fólk verð ég alltaf betur og betur var við það hversu mikið fífl fólk getur verið. Ég hef tekið enn betur eftir þessu eftir að ég fór að vinna þjónustustörf að staðaldri. Sumir eru samt vitlausari en aðrir, og þessi meistari hér í þessari frétt er náttúrulega fæðingar hálfviti (hugsanlega er heimska hans þó áunnin) – „Reyndi að kæra misheppnuð dópviðskipti

Hversu þykkur í hausnum þarf maður að vera til að ætla að kæra misheppnuð ólögleg viðskipti? Besta línan er svo í lokin: „Tjáði maðurinn lögreglu að sér þætti þetta afar sárt þar sem hann væri atvinnulaus um þessar mundir og munaði því um seðlana. Bæri lögreglu því að vara almenning við mönnum sem þessum.“

Þar hafið þið það, passið ykkur á þessum óheiðarlegu dópsölum, og í guðanna bænum reynið að beina ykkar viðskiptum til heiðarlegra eiturlyfjasala.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar