Fyrsti skóladagurinn

Viðburðaríkur dagur að kvöldi kominn. Fyrsti skóladagurinn var í dag og krakkarnir stríddu mér ekki neitt. Ég hata fyrstu vikurnar á hverri önn í Háskóla Íslands. Þá eru alltaf allir ofurduglegir að mæta, hvergi bílastæði og allt fullt allsstaðar. Engin sæti í Hámu, biðröð í bóksölunni, biðröð hjá nemendaskrá, biðröð, biðröð, biðröð. Já skipulagið í Háskóla Íslands verður seint metið til eftirbreytni.

Skellti mér líka á veiðikortsnámskeið strax eftir skóla sem stóð í hressandi sex tíma samfleytt sem var svo slúttað með prófi. Ég náði ekki að lesa bókina nema að hluta þar sem ég fékk hana ekki í hendur fyrr en í gær, en ég held að mér hafi nú samt tekist að leysa prófið þolanlega. Mér þótti það nú samt hálf illkvittnislega samið því fremsta síðan var áberandi þyngri en hinar sem á eftir fylgdu, þannig að fyrir menn (og konur, sem voru nokkrar á námskeiðinu) sem kannski ekki eru í mikilli próftökuæfingu hefur þetta eflaust virkað yfirþyrmandi, og jafnvel óyfirstíganlegt. Vonandi höfðu þeir þó þrek í að fletta á næstu blaðsíðu eins og ég.

Nú er bara að vona að löggan samþykki að taka við umsókninni minni um skotvopnanámskeið en á einhver ótrúlegan hátt hefur mér tekist að gleyma því að skila henni inn tvo daga í röð. Ég er að verða eitthvað svo gleyminn í ellinni.

Auglýsingar

0 Responses to “Fyrsti skóladagurinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: