Pólítísk rétthugsun að ríða húsum?

Ég hef áður bloggað (hér ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera linkur en ég nenni ekki að leita) um hvað mér leiðist það þegar lög eru ritskoðuð, sérstaklega í íslensku útvarpi því stöðvunum hlýtur að vera algjörlega í sjálfsvald sett hvaða útgáfur þær setja í spilun. Mörg lög missa algjörlega marks þegar orð eru ýmist „blípuð“ út eða jafnvel fjarlægð með húð og hári svo að eftir stendur götóttur texti og tómlegur taktur.

Einu sinni fyrir langa löngu kom út hið ágæta lag Play that funky music. Textinn olli víst einhverju fjaðrafoki, sumir þóttust greina einhvern kynþáttaníð lágt í mixinu og fleira í þeim dúr. En textinn sem slíkur er ósköp saklaus, og í þeirri útgáfu sem flestir hafa heyrt er ómögulegt að greina nokkur falin skilaboð. Þess vegna brá mér örlítið þegar ég heyrði þetta lag á Bylgjunni í kvöld, og í hvert skipti sem línan „white boy“ átti að hljóma var eins og diskurinn hoppaði til og lagið skippaðist um eina sekúndu eða svo, þannig „white boy“ datt út. Fyrst hélt ég að um rispu væri að ræða en svona gekk þetta allt til enda og aldrei var minnst á hvítan dreng. Ég var svo hissa á þessu öllu saman að ég hringdi inn á Bylgjuna og spurði einfaldlega hvenær White boy hefði týnst úr laginu Play that funky music white boy. Það er skemmst frá því að segja að þáttastjórnandinn kom af fjöllum og hafði sjálfur ekki veitt þessu athygli. Ég spurði hann því hvort að þetta væri einhver ný politically correct lagastefna á stöðinni, en hann kannaðist nú ekki við það, og fannst þetta eiginlega frekar fyndið allt saman. En eftir stendur samt sú spurning, af hverju í andskotanum er búið að klippa þessar línur útúr þessari útgáfu af laginu?

Þess má svo til gamans geta að sá sem syngur þetta ágæta lag er sjálfur bleiknefji, en ég hafði einhvern veginn alltaf séð manninn fyrir mér sem kolsvartan. En þá náttúrulega meika orðin „white boy“ engan sens. Ég hélt kannski að meintur rasismi væri kannski falinn í þeim orðum, að gaurinn væri sjálfur svartur en þeir sem væru að hrópa á hann vildu bara hvíta tónlistarmenn, en það er víst ekki raunin.

Auglýsingar

0 Responses to “Pólítísk rétthugsun að ríða húsum?”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: