Ígulhressir sköpunarsinnar

Þann 24. nóvember næstkomandi verða liðin 150 ár síðan að ein merkasta bók allra tíma, Uppruni tegundanna, kom út. Bókin var gríðarlega umdeild þegar hún kom út á sínum tíma en með árunum hafa flestir skynsamir menn  tekið undir þróunarkenningu Darwins og um leið hafnað sköpunarkenningunni að öllu eða mestu leyti. Bandaríkjamenn eru þó ekki alveg jafn sannfærðir, og raunar eru ekki nema helmingur þeirra sannfærður um sannleiksgildi þróunarkenningarinnar. Margir Bandaríkjamenn vilja meira að segja að sköpunarkenningin verði kennd í skólum, og falli þá undir náttúrufræðikennslu!

En nú hafa sköpunarsinnar ákveðið að stíga skrefi lengra í baráttunni. Þeir ætla að gefa út sérstaka afmælisútgáfu af Uppruna tegundanna, og gefa hana hverjum sem vill eintak! Maður hlýtur að spyrja sig, af hverju í ósköpunum? Einhverjar annarlegar hvatir hljóta að liggja þarna að baki. Og jú, sá böggull fylgir nefnilega skammrifi að þessari útgáfu mun fylgja 50 síðna formáli, skrifaður af sköpunarsinnum. Þar benda þeir víst á kynþáttafordóma Darwins, kvennfyrirlitningu hans og, wait for it, augljós tengsl Adolfs Hitlers við þróunarkenninguna!

Nú ætla ég ekki einu sinni að reyna að þræta fyrir þessar ásakanir, enda eru þær sennilega allar sannar. Þær skipta hins vegar ENGU máli fyrir innihald kenninga Darwins. Ég ætla svo sem ekki að hafa fleiri orð um þetta, heldur benda á þetta frábæra myndband sem ég rakst á í gær, og varð kveikjan að þessari færslu. Þessi stelpa er helvíti hress, mæli með myndböndunum hennar um trúarbrögð.

Auglýsingar

0 Responses to “Ígulhressir sköpunarsinnar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: