Sarpur fyrir október, 2009

Fólkið í Kringlunni

Það var stelpa með mér í strætó áðan sem vinnur í Bónus í Kringlunni. Hún er ekki íslensk, sennilega pólsk, og það verður seint sagt að hún hafi útlitið með sér. Raunar minnir hún mig mjög á Örn Árnason í gervi rússnesku skautadrottningarinnar Svetlönu, og það er svo sannarlega leiðum að líkjast!

Það eru margir kynlegir kvistir sem starfa í Kringlunni. Kringlufíflið ætti náttúrulega skilið sér færslu. Hann er sem sagt körfustrákur (maður) hjá Bónus og er alveg töluvert andlega fatlaður. Hann kemur svo til daglega í Sony Center og er með mikil læti. Röflar eitthvað um Sony, hvort hlutir séu dýrir og hvort þeir séu ekki ábyggilega góðir. Þess á milli rekur hann upp miklar rokur. Hann talar samhengislaust og það skiptir engu máli hverju eða hvort þú svarar honum, það hefur verið prufað. Einu sinni var honum svarað með veðurspá dagsins og hann var bara mjög sáttur.

Á ónefndum veitingastað á Stjörnutorgi vinnur sæt stelpa, svona við fyrstu sýn. Í meðallagi há og heilt yfir nokkuð fitt. En svo teygir hún sig fram til að taka kortið þitt OG GUÐ MINN GÓÐUR HÚN ER MEÐ SVO FUCKING HUGE HRAMMA AÐ ÞAÐ NÆR EKKI NOKKURRI ÁTT!!! Í hvert skipti sem ég versla þarna krossa ég fingur og vona að hún ákveði ekki að kremja mig.

Hjá Tal vinnur hins vegar hressasti gaurinn í Kringlunni. Hann er sennilega eitthvað arabískur í aðra ættina, nokkuð dökkur yfirlitum og með mikið skegg, eða eins mikið og maður getur fengið útúr einum kleinuhring. Ég held að ég hafi aldrei lent á jafn hressum afgreiðslumanni. Og hann er ekki svona súper gervi hress eins og dagskrárgerðarmennirnir á Bylgjunni sem halda ekki vatni yfir nýja laginu með Phil Collins, heldur bara heilt yfir jákvæður, persónulegur og ótrúlega þjónustulundaður gaur. Stundum langar mig að rölta í Tal bara til að fá pepp frá þessum gaur en ætli það væri kannski ekki einum of. Pushing the customer boundaries a bit too far.

Svo má náttúrulega ekki gleyma brjálaða trúleysingjanum í Sony Center. Ég sá hann einu sinni fórna geit eftir lokun, shit sko.

Auglýsingar

Dagur 2

Ég hef sett mér það háleita markmið að verða 85 kíló fyrir jól, en í dag vigta ég 90,4 kíló samkvæmt vigtinni í karlaklefanum í Sporthúsinu. Ég hef nú reyndar verið þyngri, eða í kringum 95, en þá var ég líka alveg helmassaður djöfull. Núna virðist þessi vigt að mestu liggja í hinum mikla kvið sem ég hef safnað samviskusamlega síðustu 2 árin (en það eru einmitt tvö ár tæp síðan Emilía fæddist, tilviljun?).

Til að ná þessu markmiði hef ég ákveðið (í svona hundraðasta skipti) að leggja gos og sælgæti á hilluna, amk 6 daga vikunnar. So far hef ég enst í tvo daga. Drakk ískalt Pepsi Max áðan til að svala gosþörfinni og ég kom nú bara allri flöskunni niður án þess að æla. Ég er greinilega orðinn ansi langt leiddur fyrst að ég kem Maxinu niður þrautalaust (djöfull eru fyrstu soparnir úr hverri flösku samt alltaf erfiðir).

Annar liður í aðgerðaráætlun minni til að losna við björgunarhringinn er að fara að hreyfa á sér rassgatið meira en bara í körfubolta þannig að ég skellti mér í ræktina í gær í fyrsta skipti í þrjá mánuði. Tók vel á því, en núna held ég að handleggurinn sé um það bil að detta af mér. Núna er bara að sjá hvort maður heldur sér við efnið, bæði með mataræðið og hreyfinguna, en það væri svo sem ekki í fyrsta skipti sem maður beilaði. Maður er alltof mikill nautnaseggur, og alltof góður við sjálfan sig.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar