Dagur 2

Ég hef sett mér það háleita markmið að verða 85 kíló fyrir jól, en í dag vigta ég 90,4 kíló samkvæmt vigtinni í karlaklefanum í Sporthúsinu. Ég hef nú reyndar verið þyngri, eða í kringum 95, en þá var ég líka alveg helmassaður djöfull. Núna virðist þessi vigt að mestu liggja í hinum mikla kvið sem ég hef safnað samviskusamlega síðustu 2 árin (en það eru einmitt tvö ár tæp síðan Emilía fæddist, tilviljun?).

Til að ná þessu markmiði hef ég ákveðið (í svona hundraðasta skipti) að leggja gos og sælgæti á hilluna, amk 6 daga vikunnar. So far hef ég enst í tvo daga. Drakk ískalt Pepsi Max áðan til að svala gosþörfinni og ég kom nú bara allri flöskunni niður án þess að æla. Ég er greinilega orðinn ansi langt leiddur fyrst að ég kem Maxinu niður þrautalaust (djöfull eru fyrstu soparnir úr hverri flösku samt alltaf erfiðir).

Annar liður í aðgerðaráætlun minni til að losna við björgunarhringinn er að fara að hreyfa á sér rassgatið meira en bara í körfubolta þannig að ég skellti mér í ræktina í gær í fyrsta skipti í þrjá mánuði. Tók vel á því, en núna held ég að handleggurinn sé um það bil að detta af mér. Núna er bara að sjá hvort maður heldur sér við efnið, bæði með mataræðið og hreyfinguna, en það væri svo sem ekki í fyrsta skipti sem maður beilaði. Maður er alltof mikill nautnaseggur, og alltof góður við sjálfan sig.

Auglýsingar

1 Response to “Dagur 2”


  1. 1 Lissy október 2, 2009 kl. 12:26 f.h.

    If I had any idea why or how I keep loosing weight, I would share my diet secret with you. I think though the fact that my house is really cold is probably helping me burn calories even when I sleep.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: