Sarpur fyrir desember, 2009

Lucky Louie

Ég er að sækja mér þætti núna sem heita Lucky Louie. Þeir eru skrifaðir af hinum frábæra grínista Louis CK (mæli með að fólk tjekki á honum á youtube). Hann er ekki bara höfundur, hann er „creator, star, head writer and executive producer.“ Þættirnir voru sýndir á HBO en af einhverjum ástæðum var ákveðið að klippa á líflínu þeirra eftir 12 þætti (skrítið að Skjár einn hafi ekki keypt þá á brunaútsölu eins og um það bil alla aðra cancellaða þætti í heiminum). Þessi klippa hérna er alveg frábær. Fer örlítið hægt af stað, viriðst jafnvel ætla að verða þreytandi, en springur svo út í algjörri snilld undir lokin.

Auglýsingar

Bókajólin miklu 2009

Síðan að ég fór að stálpast hef ég alltaf fengið a.m.k. eina bók í jólagjöf, og stundum jafnvel tvö til þrjú stykki þegar vel hefur árað. En þetta árið sló öll fyrri met þar sem ég fékk hvorki fleiri né færri en 5 bækur! Mamma var mjög höfðingleg og gaf mér tvær bækur eftir Stefán Mána, en ég átti aðra þeirra (Ódáðahraun) og ég held meira að segja að hún hafi gefið mér hana í fyrra! En það var svo sem alltí lagi. Mömmu tókst að finna hana í harðspjalda útgáfu, þó svo að hún sé komin út í kilju, þannig að ég gat skipt henni fyrir nýja bók. Ég fékk líka Sólkross í kilju, en ég fékk hana líka í fyrra þannig að henni var skipt. En endanlegur listi lítur sem sagt svona út:

– Færeyskur dansur eftir Huldar Breiðfjörð.

– Hyldýpi eftir Stefán Mána.

– Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason (skipti Ódáðahrauni fyrir hana).

– 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason (skipti Sólkrossi fyrir hana).

– 100 bestu plötur Íslandssögunnar.

Ég er búinn að herða mig töluvert í lestrinum samanborið við síðustu jól (ég kláraði Sólkross núna rétt fyrir jól!) og er þegar búinn með Færeyskan dans og Hyldýpi og búinn að blaða töluvert í 100 bestu plötunum. Bókadómar væntanlegir fljótlega.

Guð er ekki til

Ég er trúleysingi. Ég er ekki efahyggjumaður, heldur full blown atheist. Ég hef verið trúlaus nokkuð lengi, svona frá 12-13 ára aldri. Ég reyndi mjög að sannfæra mig um að ég trúði þó að það væri ekki nema smá í kringum fermingu, svona til að friða samviskuna, en fljótlega eftir fermingu sagði ég endanlega skilið við alla trú.

Ég varð fullur efasemda frekar ungur. Ein fyrsta spurningin sem ég spurði mig, og aðra sem áttu engin svör, var að ef guð skapaði heiminn, hver skapaði þá eiginlega guð? Önnur spurning sem brann á mér sem barn var að ef mannkynið var allt komið undan Adam og Evu, af hverju í ósköpunum voru við þá ekki öll meira og minna vangefin sökum skyldleikaræktunnar? Ég man að mér þótti þetta mjög undarlegt. Ég man líka að margar sögur úr Biblíunni þóttu mér fram úr hófi furðulegar, og í dag finnst mér fáránlegt að þessu sé haldið að börnum. Sagan af örkinni þótti mér t.d. alltaf ótrúlega skrítin. Nógu undarlegt þótti mér að guð skyldi ákveða að kála öllum á jörðinni, en hvernig átti Nói eiginlega að hafa safnað öllum þessum dýrum saman, og hvernig dreifðust þau eiginlega aftur um allar heimsálfurnar?

Ég varð sum sé mjög snemma skeptískur, en það sem sannfærði mig endanlega var fjarvera guðs og hans meinta máttar. Ég prufaði oft að biðja til guðs í den, en fékk aldrei svar. Aldrei. Ekkert. Nada. Bænin á víst að vera eitt það máttugasta sem kristnir menn búa yfir, hotline beint til guðs. Í Mattheusarguðspjalli stendur: „Biðjið, og yður mun gefast“ og á ensku stendur meira að segja „Ask, and it will be given you“. Þú átt að geta beðið guð um hvað sem er, og hann á að láta þér það í té. Það eru engir skilmálar, ekkert smátt letur. Prufið bara núna að biðja guð um eitthvað einfalt, t.d. að breyta vatnsglasi í vínglas. Prufið, ég mana ykkur, ég bíð. Hvað gerðist? Ekkert? Einmitt. Kannski er guð of upptekinn fyrir svona smámuni, prufum eitthvað sem skiptir meira máli. Biðjum guð um að lækna krabbamein. Gefum honum nokkrar sekúndur. Nei, ekkert.

En gott og vel. Kannski hefur guð ekki tíma til að svara öllum bænum, jafnvel þó svo að hann sé alvitur og almáttugur, gefum honum smá séns. Ég get svo sem ekki útilokað tilvist hans 100% sökum þess að hafa aldrei séð hann. Ég meina, ég hef heldur aldrei séð jólasveininn, eða tannálfinn, varúlfa, uppvakninga, Óðinn eða Þór, en ég er samt 100% viss um að þeir eru ekki raunverulegir, og flestir myndu álíta mig kjána fyrir að trúa á jólasveininn á fullorðinsaldri eða hvað?

Að mínum dómi ætti allt ofansagt að vera nóg til að sannfæra hvern sem er um að guð sé ekkert nema skáldsagnapersóna. En sumir eru ekki sannfærðir þrátt fyrir allt. En þá stendur eftir ein mjög truflandi staðreynd, og það er allt hið illa í heiminum. Ef að guð er góður (eins og svo margir trúaðir predika), af hverju er þá allt þetta ógeð að finna í heiminum?

Hvar var guð:

…11. september?

… þegar John Lennon var myrtur?

… í Helförinni (ok kannski var hann ennþá reiður við gyðingina fyrir að hafa drepið Jesú)

… þegar Peter Connelly var barinn til dauða af stjúpföður sínum?

… þegar Dimebag var myrtur?

… þegar sprengjurnar féllu á Hirosima og Nagasaki?

… hvern einasta dag meðan fólk ert myrt, nauðgað og misþyrmt útum allan heim. Hvar er guð?

Ef einhver ætlar að segja: „Já er vegir guðs eru órannsakanlegir“ eða „guð er með plan“ þá kem ég sjálfur persónulega heim til ykkar og lem ykkur í hausinn með Biblíunni (er það hluti af planinu?). Ef að guð er með plan þá má hann stinga því uppí rassgatið á sér mín vegna. Ef að guð er til þá er hann ekki góður. Hann er ömurlegur skíthæll sem gæti ekki staðið meira á sama um mannkynið. Hann er álíka mikill mannvinur og Charles Manson, og ég veit ekki með ykkur, en ég hef lítinn áhuga á að tilbiðja fjöldamorðingja.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar