Guð er ekki til

Ég er trúleysingi. Ég er ekki efahyggjumaður, heldur full blown atheist. Ég hef verið trúlaus nokkuð lengi, svona frá 12-13 ára aldri. Ég reyndi mjög að sannfæra mig um að ég trúði þó að það væri ekki nema smá í kringum fermingu, svona til að friða samviskuna, en fljótlega eftir fermingu sagði ég endanlega skilið við alla trú.

Ég varð fullur efasemda frekar ungur. Ein fyrsta spurningin sem ég spurði mig, og aðra sem áttu engin svör, var að ef guð skapaði heiminn, hver skapaði þá eiginlega guð? Önnur spurning sem brann á mér sem barn var að ef mannkynið var allt komið undan Adam og Evu, af hverju í ósköpunum voru við þá ekki öll meira og minna vangefin sökum skyldleikaræktunnar? Ég man að mér þótti þetta mjög undarlegt. Ég man líka að margar sögur úr Biblíunni þóttu mér fram úr hófi furðulegar, og í dag finnst mér fáránlegt að þessu sé haldið að börnum. Sagan af örkinni þótti mér t.d. alltaf ótrúlega skrítin. Nógu undarlegt þótti mér að guð skyldi ákveða að kála öllum á jörðinni, en hvernig átti Nói eiginlega að hafa safnað öllum þessum dýrum saman, og hvernig dreifðust þau eiginlega aftur um allar heimsálfurnar?

Ég varð sum sé mjög snemma skeptískur, en það sem sannfærði mig endanlega var fjarvera guðs og hans meinta máttar. Ég prufaði oft að biðja til guðs í den, en fékk aldrei svar. Aldrei. Ekkert. Nada. Bænin á víst að vera eitt það máttugasta sem kristnir menn búa yfir, hotline beint til guðs. Í Mattheusarguðspjalli stendur: „Biðjið, og yður mun gefast“ og á ensku stendur meira að segja „Ask, and it will be given you“. Þú átt að geta beðið guð um hvað sem er, og hann á að láta þér það í té. Það eru engir skilmálar, ekkert smátt letur. Prufið bara núna að biðja guð um eitthvað einfalt, t.d. að breyta vatnsglasi í vínglas. Prufið, ég mana ykkur, ég bíð. Hvað gerðist? Ekkert? Einmitt. Kannski er guð of upptekinn fyrir svona smámuni, prufum eitthvað sem skiptir meira máli. Biðjum guð um að lækna krabbamein. Gefum honum nokkrar sekúndur. Nei, ekkert.

En gott og vel. Kannski hefur guð ekki tíma til að svara öllum bænum, jafnvel þó svo að hann sé alvitur og almáttugur, gefum honum smá séns. Ég get svo sem ekki útilokað tilvist hans 100% sökum þess að hafa aldrei séð hann. Ég meina, ég hef heldur aldrei séð jólasveininn, eða tannálfinn, varúlfa, uppvakninga, Óðinn eða Þór, en ég er samt 100% viss um að þeir eru ekki raunverulegir, og flestir myndu álíta mig kjána fyrir að trúa á jólasveininn á fullorðinsaldri eða hvað?

Að mínum dómi ætti allt ofansagt að vera nóg til að sannfæra hvern sem er um að guð sé ekkert nema skáldsagnapersóna. En sumir eru ekki sannfærðir þrátt fyrir allt. En þá stendur eftir ein mjög truflandi staðreynd, og það er allt hið illa í heiminum. Ef að guð er góður (eins og svo margir trúaðir predika), af hverju er þá allt þetta ógeð að finna í heiminum?

Hvar var guð:

…11. september?

… þegar John Lennon var myrtur?

… í Helförinni (ok kannski var hann ennþá reiður við gyðingina fyrir að hafa drepið Jesú)

… þegar Peter Connelly var barinn til dauða af stjúpföður sínum?

… þegar Dimebag var myrtur?

… þegar sprengjurnar féllu á Hirosima og Nagasaki?

… hvern einasta dag meðan fólk ert myrt, nauðgað og misþyrmt útum allan heim. Hvar er guð?

Ef einhver ætlar að segja: „Já er vegir guðs eru órannsakanlegir“ eða „guð er með plan“ þá kem ég sjálfur persónulega heim til ykkar og lem ykkur í hausinn með Biblíunni (er það hluti af planinu?). Ef að guð er með plan þá má hann stinga því uppí rassgatið á sér mín vegna. Ef að guð er til þá er hann ekki góður. Hann er ömurlegur skíthæll sem gæti ekki staðið meira á sama um mannkynið. Hann er álíka mikill mannvinur og Charles Manson, og ég veit ekki með ykkur, en ég hef lítinn áhuga á að tilbiðja fjöldamorðingja.

Auglýsingar

11 Responses to “Guð er ekki til”


 1. 1 Bergmann desember 13, 2009 kl. 11:22 e.h.

  Nú hef ég sjálfur einnig verið mikill efasemdamaður, en hvað ef Guð er hagfræðingur?

 2. 2 siggeir desember 13, 2009 kl. 11:40 e.h.

  Ég verð nú bara að játa það Gummi að ég átta mig ekki alveg á þessu kommenti?

 3. 3 Bergmann desember 13, 2009 kl. 11:51 e.h.

  Einföld spurning um lífsgæði manna, sem mæld eru í vergri landsframleiðslu á mann. Ef þú minnkar stærðina undir strikinu, hvað kemur þá fyrir útkomuna?

 4. 4 Kristinn desember 14, 2009 kl. 7:29 f.h.

  Þú gleymir að taka pomo á þetta sem og nútíma kristlingana. Þá er þetta allt orðið myndmál fyrir guð sem er…eitthvað annað og gerir hlutina…öðruvísi.

  Mjög loðið og fínt. Enginn getur útskýrt neitt.

  @ Bergmann – ef þú ert að tala um að fólksfækkun sé öllum til góðs, þá er Sússi að klikka á því líka – rétt eins og að breyta vatni í bjór, sem ég er alltaf að biðja um.

 5. 5 siggeir desember 14, 2009 kl. 10:55 f.h.

  Já það var eiginlega af ásettu ráði sem ég ákvað að taka ekki þennan óræða nútíma guð inní umfjöllunina. Að mínum dómi á hann ekkert skylt við guð Biblíunnar né síður kennisetningar hennar. Ef fólk vill trúa á eitthvað loðið myndmál og handvelja útúr Biblíunni það sem hentar boðskap þeirra best finnst mér að það ætti þá bara að snúa sér að einhverri annarri trú en kristni. Stofna nýja e.t.v.

 6. 6 Ernir desember 29, 2009 kl. 2:22 f.h.

  Leið í smá stund eins og ég væri staddur í „beljuskítsþætti“.
  En held að trú sé tískufyrirbæri sem gengur í bylgjum á um 2-4000 ára fresti og að sjálfsögðu svar til þeirra sem hræðast dauðann og hið óútskýranlega. Þegar maður deyr gerist ekkert, maður deyr bara.
  Mér finnst best að trúa á samviskuna, þá forða ég mér allavega frá því að fá samviskubit.

 7. 7 Siggeir desember 29, 2009 kl. 11:54 f.h.

  Hahaha! Ég held að takmarkinu með þessum pistli hafi verið náð ef þér leið svona Ernir. En ég held að þú sért nokkuð vel settur trúandi á samviskuna, það mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar, t.d. samviskulausir útrásadólgar.

 8. 8 Ernir desember 30, 2009 kl. 1:50 f.h.

  Mér finnst ótrúlegt að fók sé líka búið að gleyma því að það var við stjórn mjög svo samviskulaust lögjafavald sem er þess valdandi að þessir útrásardólgar gerðu ekkert ólöglegt.

 9. 9 Siggeir desember 30, 2009 kl. 10:01 f.h.

  Íslendingar virðast vera þungt haldnir af Stokkhólmsheilkenni á háu stigi. En þetta er samt góður punktur hjá þér, þ.e. „gerðu ekkert ólöglegt“. Sú hugsun virðist hafa grafið sig djúpt inní þankagang íslenskra viðskiptajöfra að svo framalega sem það var löglegt, var það í lagi. Hvort það var svo siðlaust eða ekki var algjört aukaatriði.

  En til hamingju með nýju síðuna, it’s looking good, I mean real good.

 10. 10 EddaK janúar 27, 2010 kl. 11:41 f.h.

  Halelúja! (pun quite intended)
  Eins og talað út úr mínu hjarta!


 1. 1 Guð er ekki hér (né annarsstaðar) « Forever, stronger than all Bakvísun við janúar 27, 2011 kl. 12:04 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: