Bókajólin miklu 2009

Síðan að ég fór að stálpast hef ég alltaf fengið a.m.k. eina bók í jólagjöf, og stundum jafnvel tvö til þrjú stykki þegar vel hefur árað. En þetta árið sló öll fyrri met þar sem ég fékk hvorki fleiri né færri en 5 bækur! Mamma var mjög höfðingleg og gaf mér tvær bækur eftir Stefán Mána, en ég átti aðra þeirra (Ódáðahraun) og ég held meira að segja að hún hafi gefið mér hana í fyrra! En það var svo sem alltí lagi. Mömmu tókst að finna hana í harðspjalda útgáfu, þó svo að hún sé komin út í kilju, þannig að ég gat skipt henni fyrir nýja bók. Ég fékk líka Sólkross í kilju, en ég fékk hana líka í fyrra þannig að henni var skipt. En endanlegur listi lítur sem sagt svona út:

– Færeyskur dansur eftir Huldar Breiðfjörð.

– Hyldýpi eftir Stefán Mána.

– Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason (skipti Ódáðahrauni fyrir hana).

– 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason (skipti Sólkrossi fyrir hana).

– 100 bestu plötur Íslandssögunnar.

Ég er búinn að herða mig töluvert í lestrinum samanborið við síðustu jól (ég kláraði Sólkross núna rétt fyrir jól!) og er þegar búinn með Færeyskan dans og Hyldýpi og búinn að blaða töluvert í 100 bestu plötunum. Bókadómar væntanlegir fljótlega.

Auglýsingar

0 Responses to “Bókajólin miklu 2009”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: