Upp- og niðurgangur um jól og áramót!

Hvað er málið með þessar helvítis ælu- og niðurgangspestir í kringum hátíðarnar? Ég man eftir að hafa vaknað a.m.k. tvisvar ælandi á jóladagsmorgun, þar af í annað skiptið beint útúr rúminu mínu og á teppið í herberginu mínu, foreldrum mínum til ómældrar gleði. Korteri fyrir síðustu jól fékk ég alveg brjálaða niðurgangspest þar sem ég hljóp á klósettið á 15 mínútna fresti, dásamlegar minningar alveg hreint!

Þegar ég kom heim í jólafrí úr MA jólin 2003 var ég u.þ.b. að skríða uppúr verstu þynnku ævi minnar. Í kvöldmat voru hamborgarar sem mamma pantaði af Vörinni (þá voru aðrir eigendur en í dag, mæli hiklaust með matseldinni hjá Nonna frænda sem rekur þetta í dag!) og það vildi ekki betur til en svo að við fengum bæði vott af matareitrun. Þegar verst lét sat ég á klósettinu og ældi í baðið samhliða. Í tæpa tvo sólarhringa lá ég í móki inní rúmi með háan hita og mikla verki í maganum og maulaði á grænum frostpinnum á milli þess sem ég hljóp á klósettið. Eins og ég sagði þá lenti ég í hrikalegustu þynnku ævi minnar eftir fimmtudagsdjammið fyrir jól og ældi nær látlaust alla nóttina og fram undir hádegi (síðan þá hef ég ekki látið Hot n sweet inn fyrir mínar varir!) Þannig að þarna í rúma 3 sólarhringa var maginn á mér gjörsamlega á hvolfi.

Og jólin í ár voru lítil undantekning frá reglunni. Á aðfangadagskvöld ældi Emilía, ekki á gólfið, því síður í klósettið heldur yfir rúmið okkar, sem var þó blessunarlega umbúið. Þetta var þó einangrað tilfelli, sennilega gubbaði hún bara af gleði. En þann 30. ældi hún aftur greyið, á leikskólann í þetta skiptið, og svo aftur eftir að hún sofnaði, sem var vægast sagt subbulegt. En hún hefur verið ælufrí síðan, þó að hún sé búin að vera slöpp. En nýárið hins vegar hófst á frábæran hátt. Um 8 leytið á nýársmorgun fékk ég í magann, tvisvar, og svo fljótlega eftir það þurfti ég að æla en þá voru góð ráð dýr þar sem Emilía sat á klósettinu og að auki var læst inná bað (við vorum heima hjá mömmu og pabba). Soffía rétt náði að opna og ég kom á sprettinum og ældi í baðið. Og þegar ég æli þá er það sko keppnis uppkast. Það fossar útum nefið á mér og maginn herpist eins og ég veit ekki hvað. Það er það sem mér finnst erfiðast við þessar ælupestir, öll líkamlegu átökin.

Ég hélt á tímabili að ég væri að mæta skapara mínum. Ælan flæddi útum öll vit, ég táraðist brennandi tárum (gallið að flæða útum augun?) og svitnaði eins og í finnskri sánu. Núna rúmum sólarhring seinna er ég búinn að æla fjórum sinnum, og skíta svo oft að ég er löngu búinn að missa töluna. Ég er með brjálaðar harðsperrur í maganum og mjög aumur í hálsinum. En ég hef samt ekki ælt síðan klukkan 2 í gær. Er samt ennþá með hita. Vona bara að það versta sér afstaðið.

Auglýsingar

2 Responses to “Upp- og niðurgangur um jól og áramót!”


  1. 1 almar janúar 2, 2010 kl. 3:12 e.h.

    Mér finnst þetta vera falleg jólasaga hjá þér 😉

  2. 2 Kristinn janúar 11, 2010 kl. 9:55 f.h.

    Snilldar frásögn. He he, enjoy the pukefest man!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: