Aðeins af ábreiðum

Ég er algjör sökker fyrir cover lögum, eða ábreiðum eins og þau kallast á íslensku. Í mp3 safninu mínu er mappa sem heitir einfaldlega coverlög, og inní henni er meira að segja önnur mappa sem heitir Stand by be. Ég fann 5 útgáfur af því ágæta lagi áður en ég gafst upp á leitinni. Ef að ég væri í hljómsveit væri pottþétt eitt coverlag á hverri plötu sem ég gæfi út. En coverlög eru jafn misjöfn og þau eru mörg, og mörghver eru steingeld og bæta engu við upprunalegu útgáfuna. Leiðinlegustu coverin eru án vafa þau sem gefin eru út af hæfileikalausum poppböndum til þess eins að vekja athygli á þeim, og er þá oftar en ekki níðst á gömlum súperhitturum. En meðan sum lög eru bara ómerkilegar útgáfur af merkilegum lögum, eru sum cover náttúrulega bara slátrun:

Sumar hljómsveitir taka cover skrefinu lengra og gefa út heilar cover plötur. Tvær slíkar sem ég held mikið uppá eru Garage inc með Metallica (hún er reyndar upp og niður, en mörg virkilega flott cover á henni) og svo Undisputed attitute með Slayer, þar sem þeir tækla gömul punk lög og setja í Slayer búning. Ég hef reyndar ekki heyrt nein af þeim lögum í orginal búningum en coverin eru sweet. Á Garage inc er stærsti Billboard smellur Metallica samkvæmt wikipedia, en það er Turn the page, sem eyddi 11 vikum í toppsætinu vestanhafs. Cover eins og þetta eru akkúrat þau sem ég hef mest gaman af. Í upprunalegri útgáfu sinni með Bob Seger náði það litlum árangri á vinsældarlistum, þó svo að það hafi reyndar vakið athygli í tónleikaútgáfu síðar meir og fengið töluverða spilun þannig. Metallica útgáfan þykir mér ágæt, og myndbandið þeirra er þrusuflott. En orginalinn, þ.e. live útgáfan í það minnsta, er einfaldlega miklu flottari. Það er einhver blúsí fílingur í henni sem hverfur í ofurhljóðblöndun Metallica.

vs.

Ég held að tónlistarmenn séu oft hræddir við að tækla gamla smelli, því að ég held að það sé djöfull leiðinlegt að gefa út leiðinlega útgáfu af góðu lagi. T.d. er platan Dead Zeppelin algjör hörmung. Queen cover hafa líka verið af skornum skammti (þó svo að það sé til nóg af cover böndum!) en þó veit ég um að minnsta kosti eina ótrúlega magnaða útgáfu af Bohemian Rhapsody. Hana er m.a. að finna á plötunni Tributo a Queen, sem er heilt yfir frekar leiðinleg og öll á spænsku:

Jú svo má ekki gleyma þessum gullmola:

Ég er hrifinn af því þegar menn prufa eitthvað nýtt með klassísk lög, þó að þetta sé kannski á mörkum þess að vera re-mix frekar en cover. Sumum finnst þetta næsta lag eflaust vera einhverskonar abomination, en ég fíla þetta:

Black Sabbath hafa einmitt verið coveraðir töluvert, enda gríðarlega áhrifamiklir á öll þungarokksbönd sem hafa komið á eftir þeim. Það eru til tveir diskar, Nativity in black I og II, þar sem stærstu nöfnin úr rokkinu komu saman og coveruðu Sabbath. Sum lögin eru frekar þunnar endurvinnslur, eins og t.d. Paranoid með Megadeth, meðan aðrar eru alveg hreint magnaðar. Uppúr þykja mér standa, á I: Sympton of the universe með Sepultura og Sabbath bloody Sabbath með Godspeed ft. Bruce Dickinson (ef einhver syngur Sabbath betur en Ozzy er það Bruce).

Þetta er ekki Maiden þó svo að einhver jólasveinn haldi það:

II kom út töluvert seinna. Pantera á þar góðan sprett með Electric Funeral, sem og Godsmack með Sweet Leaf. Besta lagið er þó án vafa Snowblind með System of a down. Þeir taka lagið og endurvinna það algjörlega. Frábært lag verður enn betra (en ef þú hatar SoaD þá hataru ábyggilega þessa útgáfu.)

Bestu cover lögin eru oftar en ekki þau sem maður hafði ekki hugmynd um að væru cover þangað til að maður heyrði orginalinn óvænt. Eitt af þessum lögum í mínu tilfelli er Godzilla með Fu Manchu, sem er upprunalega með Blue Oyster Cult. Tvær gerólíkar útgáfur, og ég verð að segja að Fu Manchu útgáfan rokkar miklu harðar en orginalinn.

vs.

Annað frábært Blue Oyster Cult cover er Astronomy með Metallica, sem er tvímænalaust einn af hápunktum Garage Inc. Það sem ég fíla líka við coverlög er að þau hvetja mann oftar en ekki til að elta orginalinn uppi og þá fær maður oft alveg nýja sýn og jafnvel nýja upplifun af lögum sem maður þekkir orðið vel í öðrum búningi. Eitt slíkt er t.d. Thunder Kiss 65 í flutningi Godsmack (sem ég finn ekki á youtube) sem fékk mig til að tjekka á White Zombie, sem var vel.) Önnur frábær lög á Garage Inc eru t.d. Tuesday’s gone (sem er smekkfullt af gestum), Whiskey in the jar, Crash Course in Brain Surgery, Breadfan, So what (sem er bara of cool lag), Stone dead forever og auðvitað hið magnaða The Prince, sem er nú bara einn af mínum uppáhalds lögum með Metallica:

Annað lag sem ég vissi ekki að væri cover fyrr en ég heyrði undarlega útgáfu af því í útvarpinu (sem reyndist vera orginalinn) er Blinded By the light með Manfred Mann en upphaflega er það allt öðruvísi með Bruce Springsteen. Líkt og Turn the page náði það ekki á lista með Springsteen en toppaði með Manfred Mann:

vs.

Önnur frábær cover sem er vert að nefna eru nánst öll Pantera coverin, t.d. Cold Gin (KISS cover), Cat Scratch Fever (Ted Nugent cover) og Planet Caravan (Black Sabbath Cover)

Að lokum læt ég svo fylgja versta cover í heimi, ever.

Takk fyrir að hlusta, góðar stundir og lifið heil.

Auglýsingar

3 Responses to “Aðeins af ábreiðum”


 1. 1 Bergmann janúar 31, 2010 kl. 4:49 e.h.

  Ég vil nú nota gott tækifæri og benda þér á plötuna „Evil Empire“ með „Rage Against the Machine“ sem er einnig smekkfull af coverlögum, þar á meðal lagið „Maggies Farm“ úr smiðju meistara Dylans.

  Flott innlegg samt, skemmtileg lesning og hlustun.

  Vil einnig benda á annað gott coverlag: „Message in a Bottle“ með „Machine Head“ úr smiðju „Police“, alveg hreint frábært!

  Ég er mjög sammála þér með Garage Inc.

 2. 2 Bergmann janúar 31, 2010 kl. 4:52 e.h.

  Ég er að sjálfsögðu að tala um plötuna Renegades, en ekki Evil Empire!

 3. 3 Siggeir janúar 31, 2010 kl. 7:30 e.h.

  Já ég skil ekki hvernig ég gleymdi alveg að minnast á hana. (Kannski vegna þess að henni var stolið úr bílnum mínum þegar ég velti honum?) Renegades of funk er eitt af mínum uppáhalds lögum með RATM. Message in a bottle líka mjög gott cover, tek undir það.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: