Aldarfjórðungsgamall!

Þann 29. janúar síðastliðinn átti ég meint stórafmæli, en þá var aldarfjórðungur liðinn frá því að ég kom í heiminn. Hugsa sér, eftir aðeins 3 svona tímabil til viðbótar verð ég orðinn 100 ára! Þá fyrst getum við farið að ræða um stórafmæli. En þar sem daginn bar nú uppi á föstudegi, og ég hafði ekki haldið neitt almennilegt partý síðan við fluttum í Grýtubakkann fannst mér nú eiginlega ekki annað hægt en að blása til veislu. Ég bauð fullt af fólki og margir mættu og það var mikið grín og mikið gaman. Í ljósi efnahagsástandsins gerði ég ekki ráð fyrir neinum gjöfum, svo má heldur ekki gleyma því að þetta eru víst verstu VISA mánaðarmót ársins, en það stoppaði þó ekki vini mína í að bera á mig gjafir. Það sem stóð uppúr var tvímænalaust beikonið frá Gumma og Pantera á VHS frá Ottó og Eddu. Ernir færði mér Big Lebowski á DVD, en ég átti hana, meira að segja ennþá í plastinu, svo að nú á ég tvö eintök í plasti! Áfengið flæddi líka, Sirrý gaf mér koníak, Otti, Siggi og Viddi Jack Daniels og Andri rauðvín. Og ég sem er eiginlega hættur að drekka nema til einhverra málamiðlanna hér og þar!

En höfðinglegastur af öllum var þó pabbi gamli, sem splæsti bara í haglara fyrir litla strákinn sinn! Það er meira en að segja það að kaupa byssu, og hvað þá að kaupa byssu á nafni einhvers annars, en hann fékk sem sagt lögreglustjórann heima til að endurútgefa byssuleyfið mitt með byssunni í og skrifa uppá leyfi um að hann mætti kaupa þessa byssu. Þannig að nú er manni ekkert að vanbúnaði fyrir gæsina í haust. Byssan sem um ræðir er Remington 870 Express Synthetic og lítur sirka bát svona út:

Maður getur ekki annað en verið í skýjunum með jafn rausnarlega gjöf!

Auglýsingar

1 Response to “Aldarfjórðungsgamall!”


  1. 1 Kristinn febrúar 11, 2010 kl. 11:34 e.h.

    Til hamingju með kvart-öldina gamli! Og til hamingju með morðvopnið, nú skal fiðurféð vara sig 😉

    Annars virðist vera hægt að skjóta á Daffy Duck endalaust með svona haglara, hann missir bara fjaðrirnar í smá stund af stélinu í hvert sinn…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: