Sarpur fyrir mars, 2010

Endurgerðir í Hollywood

Ég verð alltaf pínu pirraður þegar Hollywood endurgerir myndir. Hefur fólk ekkert hugmyndaflug lengur? Ég get svo sem alveg skilið það þegar menn endurgera ævafornar myndir sem enginn man eftir (þó mér finnist það samt lame) en síðustu ár hafa menn fært sig sífellt nær nútímanum í endurgerðum og þegar kemur að endurgerðum af myndum sem eru ekki frá Hollywood, þá hafa menn einfaldlega no shame. Karlar sem hata konur er t.d. strax komin í endurvinnslu. Kaninn hatar víst textaðar myndir, þannig að það er alveg hægt að skilja gróðasjónarmiðið að baki þess að endurgera myndir sem eru ekki á ensku. En hvað er þá málið með að endurgera breskar myndir? Síðast þegar ég gáði voru þær flestar ef ekki allar á ensku.

2007 kom út ágætis mynd í Bretlandi sem nefndist Death at a funeral. Hún var að vísu ekki alveg jafn góð og ég hafði vonað, en ágætis skemmtun engu að síður. Núna 3 árum seinna er þessi mynd að koma út í Bandaríkjunum, sem endurgerð. Og til að passa sig að gera eitthvað nýtt, þá er myndin um svarta fjölskyldu í þetta skiptið! Dvergurinn er samt á sínum stað, sami dvergurinn nota bene.

Eins og svo oft með grínmyndatrailera þá er alltof mikið látið uppi um í honum, bæði um plottið og margir af bestu bröndurnum koma þarna fram. Trailerinn er svo til identical við þann breska, maður hefði haldið að þeir gætu kannski lært eitthvað af mistökunum þar, en svo er greinilega ekki. (Auðvitað er erfitt að „fela“ plottið og brandara í mynd sem er þegar komin  út, en ég geri ráð fyrir að þessi útgáfa sé stíluð inná hóp sem hefur ekki séð fyrri útgáfuna.) Framleiðendurnir mega samt eiga það að þeir eru virkilega að draga fram stóru byssurnar þarna í leikaraúrvali. Skil samt ekki af hverju Samuel L. Jackson er ekki þarna, hann er jú í öllu.

Annars eru tvær aðrar grínmyndir að detta í kvikmyndahús á næstunni sem ég held að gætu orðið góðar:

Hot tub time machine, er hægt að hafa betri grunn til að byggja grínmynd á?

Steve Carrel er bestur. Vonandi verður þessi mynd það líka.

Auglýsingar

Og enn hækkar bensínið…

Verðið á bensíni fer hríðhækkandi dag frá degi, og er núna komið yfir 200 krónur per líter og rúmlega það. Ég man þá tíð þegar ég byrjaði að kaupa bensín að þá þótti bensínið í dýrara lagi, en þá rokkaði það á milli 80-90 kr. og þótti mönnum nóg um. Þá heyrði maður gjarnan frasann: „Bensínlíterinn kostaði nú alltaf minna en mjólkurlíterinn!“ og í þá daga kostaði mjólkurlíterinn ekki nema einhverjar 60 krónur. (Athugið að hér erum við aðeins að tala um árið 2002!) Í dag kostar mjólkurlíterinn um 100 krónur sem er auðvitað djöfulsins hellingur, en bensínið kostar tvöfalt meira.

En ég man líka þegar líterinn fór yfir 100 krónurnar. Þá varð allt brjálað, nú yrði ríkið að grípa inní og lækka verðið. Svo var þetta eitthvað að rokka frá 100-120 og heimurinn fórst ekki þrátt fyrir allt. En núna er verðið komið út fyrir allan þjófabálk, og menn hætta í umvörpum að keyra bílana sína. Ég held að við séum að koma að ákveðnum þolmörkum í bensínverði. Þolmörksverð á innfluttu munntóbaki eru í kringum 1300 krónurnar. Þegar verðið hækkaði í 1400 hættu menn einfaldlega að kaupa það. En það er ekkert svigrúm til að lækka verðið segja olíufélögin, en svo er auðvitað heldur ekkert svigrúm fyrir verðsamkeppni, aðeins verðsamráð, svo maður tekur orð þeirra mátulega trúanleg.

En ég er ekkert endilega á því að bensínlíterinn eigi að vera ódýr. Auðvitað þurfa margir að nota bílinn, þá sérstaklega þeir sem búa í dreifbýli. En fyrir okkur sem búum í höfuðborginni (burtséð frá því hvað hún er illa skipulögð) þá eigum við ekki að þurfa að nota bílinn okkar fyrir hvern einasta rúnt. Til gamans má rifja upp nokkur dæmi:

– Ég þekki stelpu sem var í Verzló og fór á bílnum þaðan og í Kringluna.

– Ég veit um mann sem keyrði á milli bygginga í Háskólanum á milli tíma.

-Ég þekki mann sem keyrði ósjaldan í skólann frá Stúdentagörðunum við Eggertsgötu.

Það þekkja allir svipuð dæmi, og hafa jafnvel staðið sjálfan sig að því að keyra einhverja álíka vitleysu. En þetta elur ekki bara á letinni í okkur, heldur eyðir maður líka fáránlegu bensíni í þessa stuttu rúnta. Það er ótrúlega lítið mál að labba þessa stuttu spotta. Maður þarf bara að koma sér af stað, og það er furðu auðvelt, maður setur annan fótinn fram fyrir hinn, og svo öfugt. Endurtakið eftir þörfum.

Vetrarólympíuleikarnir loksins afstaðnir

Vetrarólympíuleikarnir eru merkilegt fyrirbrigði. Það er alltaf umdeilt hvaða greinar eiga heima á ólympíuleikum. Íslendingar hafa t.d. reynt að pitch-a íslenskri glímu en hefur orðið lítið ágengt. Árið 1998 var curling, eða krulla, tekin upp á arma ólympíuhreyfingarinnar sem ég einfaldlega skil ekki. Af hverju er þá ekki keppt í Bochia á sumarleikunum? Greinarnar sem mér þykja þó einna undarlegastar eru þær sem ganga eingöngu út á það að renna sér. Hvernig fær það staðist að það sé hægt að keppa á ólympíuleikum í því að renna sér? Hvað er bobsled annað en STIGA-sleði fyrir fullorðna? Mér þætti gaman að vita hvort að þeir sem keppa í þessu séu atvinnumenn, ef svo er, hvar sæki ég um?!? Bobsled er eitt, en luge, hvað er það! Eins og Seinfeld sagði, þá er luge sennilega eina íþróttagreinin í heiminum þar sem það skiptir engu máli hvort að sá sem tekur þátt gerir það sjálfviljugur eða er einfaldlega hent í brautina og ýtt af stað. Involuntary luge eins og hann kallaði það.

Ofantaldar greinar eiga það eitt sameiginlegt, fyrir utan það að vera ótrúlega kjánalegar, að maður hefur það á tilfinningunni að nánast hver sem er geti stundað þær (ég meina, Jamaica eru með bobsled lið!). En það er ein grein sem ber höfuð og herðar yfir allar aðrar kjánalegar greinar, og það er skíðaskotfimi. Þar er þó komin alvöru líkamleg íþrótt, í bland við aðra erfiða íþrótt sem útheimtir miklar æfingar til að ná árangri, skotfimi. En að blanda þessu tvennu saman? Hverjum í ósköpunum datt þessi vitleysa í hug? Minnir mig svolítið á pönnukökuhlaup, og ég meina, myndi einhverjum detta í hug að keppa í því á ólympíuleikum?

Spólið á 5:10 fyrir skíðagrínið.

Kynlegir kvistir II

Ég hef áður bloggað um skrítið fólk sem ég hef kynnst í gengum störf mín. Þá talaði ég þó eingöngu um fólk úr Kringlunni og Sony Center, en kúnnar Sony Center eiga ekkert í kúnnahóp BT. Jesús Pétur hvað það rúlluðu margir furðufuglar inní BT.

Allir sjóaðir starfsmenn BT þekkja þá félaga Jay og Silent Bob. Reyndar eiga þeir ekkert sameiginlegt með kvikmyndapersónunum tveimur nema það að annar segir aldrei orð meðan hinn talar. Sá segir þegir gerir það líkast til vegna þess að hann er útlendingur, og sá sem talar gerir það eflaust vegna þess að hann er eitthvað andlega vangefinn og veit ekki hvenær hann á að þegja. Sá málgefni hefur pirrað starfsmenn BT í Skeifunni svo lengi sem ég man eftir. Oftar en ekki er daufur hlandþefur af honum, sem gerði heimsóknir hans enn skemmtilegri. Hann er miðaldra, rauðbirkinn, feitlaginn maður, sem eflaust býr enn hjá mömmu sinni. Hann verslaði ALDREI neitt. Hann þurfti bara aðeins að fá að komast á netið. Við leyfðum honum það aldrei en þegar hann komst á það af einhverjum ástæðum var hann alltaf að skoða einhverjar absúrd síður. Hann þurfti ekki að komast á netið per se, ekki í heimabankann eða eitthvað álíka, hann þurfti bara að fá að drepa tímann, þvælast fyrir og svæla út alvöru kúnna. Í hvert skipti sem hann rakst á starfsmann sem hafði ekki lent í honum áður náði hann að líma sig á þann starfsmann í 15-20 mínútur og láta hann segja sér allt um fartölvur, því hann var alltaf að fara að kaupa sér eina. Þegar ég hætti í BT eftir 3 ára starf hafði hann enn ekki keypt sér fartölvu, og raunar hafði ég aldrei séð hann kaupa einn einasta hlut í búðinni. Silent Bob keypti þó eina og eina DVD mynd.

Aðrir tveir kostulegir kappar sem flestir starfsmenn BT kannast við eru rónarnir tveir, sem komu mjög reglulega bæði í Skeifu og Smáralind. Annar var RISA stór og feitur, með sítt skegg og sítt hár (þó kom hann alltaf reglulega vel snyrtur, eflaust eftir mánaðarmót þegar bæturnar skiluðu sér), hinn var lítill og feitur, og með rödd eins og kona. Gunni vill meina að sá sé brennuvargur og hafi búið í bíl með mömmu sinni og stundað reglulega með henni samræði. Ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Þrátt fyrir að þeir félagar væru augljóslega miklir ógæfumenn og gengju sennilega ekki alveg heilir til skógar, þá hafði ég samt meira þol fyrir þeim en Jay og Silent Bob, því þeir komu þó oft og keyptu hluti! Sá stóri keypti oft síma handa þessum litla. Einu sinni heyrði ég þá tala saman og þá segir sá stóri: „Viltu þennan? Þú mátt þá ekki selja hann eins og alla hina sem ég er búinn að kaupa handa þér!“ Litli: „Nei, æj, ég þarf ekkert síma.“ Stóri: „Jú, ég kaupi hann!“ Og svo keypti hann símann, þann þriðja á þremur mánuðum eða svo. Einu sinni keypti sá stóri sér líka fartölvu. Tók lán fyrir henni. Mikið kom það mér á óvart þegar heimildin gekk í gegn. Svo nokkrum vikum seinna mætti sá litli með tölvuna í búðina og bað mig um að kenna sér á hana. Sá stóri var þá víst dottinn í pillurnar, og hafði ætlað að selja tölvuna fyrir 5000 krónur, þannig að hann tók tölvuna bara af honum! Sá stóri hafði einmitt ráfað inní Skeifuna eitt sinn, löngu áður reyndar, í mikilli vímu, hvort sem það var áfengis- eða lyfjavíma, með gifs á fætinum. Sú ferð endaði með því að hann datt um prentarastæðu og Egill og Guðjón Elmar, tveir fullvaxnir karlmenn, þurftu að drösla honum á fætur, og rétt réðu við það. Eins og ég segi, miklir ógæfumenn þessir félagar.

Við sem unnum í BT Smáralind á gullaldarárum hennar þekktum líka nokkra ógæfumenn alltof vel. Bjarni kynntist t.d. sauðdrukkinni miðaldra konu alltof vel þegar hún neitaði að yfirgefa búðina. Hann ætlaði sér að „bera“ hana út en reyndist svo ekki geta haggað kvikindinu. Hún kom svo reglulega í búðina, ýmist drukkin eða edrú, en alltaf jafn leiðinleg. Leiðinlegasti kúnninn var nú samt róninn í netabolnum. Sá hafði keypt af okkur Office pakkann, ég man nú ekki hvort að tölvan var frá okkur, og lenti í einhverju register veseni. Hann kom þrisvar til okkar, þar af var hann mættur tvisvar fyrir opnun, til að heyra sama hlutinn: Þetta var hugbúnaðarvandamál sem við hvorki bárum ábyrgð á né höfðum nein ráð til að leysa. Gaurinn var svo fucking ógeðslegur. Hann var alltaf í netabol, já netabol, innan undir úlpunni sinni, að sjálfsögðu með rennt niður, og með pela í bandi utan um hálsinn. Hann var viðbjóðslega tenntur og andfúll eftir því, með þriggja daga skeggrót og rysjótt hár. Úff, bara tilhugsuninn um þennan mann lætur mig fá hroll. Eftir að hafa aðstoðað hann tvo daga í röð faldi ég mig inná lager þann þriðja þegar ég sá að hann beið fyrir utan hliðin í skítuga netabolnum sínum, til þess eins að meðtaka ekki orð af því sem við sögðum við hann. Góðir tímar.

En ástæðan fyrir því að ég ákvað að rifja upp sögurnar af þessu fólki er einn kúnni sem kom reglulega í BTSM. Hann keypti aldrei neitt en skoðaði mikið og spurði ótrúlega heimskulegra spurninga, sem ég svaraði auðvitað öllum með brosi á vör, enda fór 90% af tíma mínum í BT í það að svara heimskulegum spurningum (annað en í Sony Center þar sem kúnnarnir eru oftar en ekki sérfróðari heldur en ég!) Þessi ágæti maður var svo sem ekkert sérstaklega eftirminnilegur, og eflaust væri ég búinn að gleyma honum í dag ef væri ekki fyrir þá staðreynd að dóttir hans er með Emilíu á deild á leikskólanum!

Ég læt allt við þennan mann fara í taugarnar á mér. Það sem er eftirminnilegast er náttúrlega svitalyktin, sem er alltaf af honum. ALLTAF. Enda er það svo sem ekkert skrítið, hann er alltaf í sömu fötunum. Ég veitti þessu athygli einn daginn þegar ég fann þessa óbærilegu lykt enn einn morguninn (en hann virðist vera ótrúlega naskur á að koma með dóttur sína á sama tíma og ég). Þá tók ég eftir því að hann var í sömu flíspeysu og daginn áður, og gott ef ekki daginn þar áður, þannig að ég ákvað að hafa auga með þessu næstu daga, og viti menn, ég hef aldrei séð hann í annarri peysu en þessari, og til að vera alveg viss um að lyktin hverfi aldrei þá sýnist mér hann meira að segja vera alltaf í sama ljósbláa bolnum innan undir. Þessi maður á, ótrúlegt en satt, konu. Nú vil ég ekki sýnast vera fordómafullur maður, en auðvitað á hann tælenska konu, sem hann talar við á verstu ensku sem ég hef á ævinni heyrt. Kannski eru þau innilega ástfanginn og kannski finnst henni hann vera ótrúlega kynþokkafullur en ég efast. Hann er nefnilega ekki bara illa þefjandi, heldur líka alltaf á svipinn eins og hann sé örlítið þroskaheftur, með gleraugu eins og perrvertinn í Sódómu Reykjavík, og rödd eins og hann sé mongólíti (no disrespect to all my retarded readers!). Svo er hann líka svo fucking heimskur. Eins og um daginn þegar hann fór að rausa um það að dóttir hans hefði aldrei sofið úti í vagni, því Reykjavík væri mengaðasta borg í Evrópu, og jafnvel mengaðari en margar borgir í Ameríku og Asíu. Og hvaðan hafði hann þennan fróðleik? Jú hann lærði þetta í Fjölbrautarskólanum, og ekki viljum við efast um kennarana í Fjölbrautarskólanum. (Hugsanlega var kennarinn hans að tala um svifryksmengun, sem vissulega er mikið vandamál í Reykjavík, en að segja að Reykjavík sé mengaðasta borg í Evrópu er bara heimskulegt, en auðvitað nennir enginn að rökræða við þennan mann svo það hummuðu þetta allir bara fram af sér, þó svo að hann segði þetta svona 5 sinnum).

Ég hitti þennan ágæta mann enn einu sinni í morgun, ég sá hann labba inn þegar ég renndi í hlað og hugsaði með mér, „Æj nei! Jæja, vonum að hann sé a.m.k. búinn að þvo peysuna sína.“ En auðvitað var hann ekki búinn að því. Hann fór extra mikið í taugarnar á mér í morgun, hann var alltaf eitthvað að gaspra á dóttur sína (raunar talar maðurinn ekki, hann gasprar allt sem hann segir) og ég fékk á tilfinninguna að kannski væri hann drukkinn (hann labbaði a.m.k. á leikskólann með hana) en ég gat því auðvitað ekki fundið neina áfengislykt af honum, til þess var svitalyktin einfaldlega of megn.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar