Vetrarólympíuleikarnir loksins afstaðnir

Vetrarólympíuleikarnir eru merkilegt fyrirbrigði. Það er alltaf umdeilt hvaða greinar eiga heima á ólympíuleikum. Íslendingar hafa t.d. reynt að pitch-a íslenskri glímu en hefur orðið lítið ágengt. Árið 1998 var curling, eða krulla, tekin upp á arma ólympíuhreyfingarinnar sem ég einfaldlega skil ekki. Af hverju er þá ekki keppt í Bochia á sumarleikunum? Greinarnar sem mér þykja þó einna undarlegastar eru þær sem ganga eingöngu út á það að renna sér. Hvernig fær það staðist að það sé hægt að keppa á ólympíuleikum í því að renna sér? Hvað er bobsled annað en STIGA-sleði fyrir fullorðna? Mér þætti gaman að vita hvort að þeir sem keppa í þessu séu atvinnumenn, ef svo er, hvar sæki ég um?!? Bobsled er eitt, en luge, hvað er það! Eins og Seinfeld sagði, þá er luge sennilega eina íþróttagreinin í heiminum þar sem það skiptir engu máli hvort að sá sem tekur þátt gerir það sjálfviljugur eða er einfaldlega hent í brautina og ýtt af stað. Involuntary luge eins og hann kallaði það.

Ofantaldar greinar eiga það eitt sameiginlegt, fyrir utan það að vera ótrúlega kjánalegar, að maður hefur það á tilfinningunni að nánast hver sem er geti stundað þær (ég meina, Jamaica eru með bobsled lið!). En það er ein grein sem ber höfuð og herðar yfir allar aðrar kjánalegar greinar, og það er skíðaskotfimi. Þar er þó komin alvöru líkamleg íþrótt, í bland við aðra erfiða íþrótt sem útheimtir miklar æfingar til að ná árangri, skotfimi. En að blanda þessu tvennu saman? Hverjum í ósköpunum datt þessi vitleysa í hug? Minnir mig svolítið á pönnukökuhlaup, og ég meina, myndi einhverjum detta í hug að keppa í því á ólympíuleikum?

Spólið á 5:10 fyrir skíðagrínið.

Auglýsingar

2 Responses to “Vetrarólympíuleikarnir loksins afstaðnir”


  1. 1 Bergmann mars 9, 2010 kl. 1:29 e.h.

    Já, vetrarólympíuleikarnir voru svo sannarlega skemmtilegir!

    Skíðaskotfimi er nú rómuð fyrir að vera ein sú allra erfiðasta íþróttagrein sem maðurinn getur lagt stund á, og fyrir það þykir mér hún aðdáunarverð. Ég verð hins vegar að vera sammála þér með sleðana, og satt að segja, allar „einvíðar“ íþróttagreinar. Með „einvíðar“ á ég við greinar þar sem íþróttamenn þurfa bara að vera góðir í einhverju einu, til að vera góðir í þeirri grein. T.a.m. spretthlaup, skíðaganga og fleira í þeim dúr. Íþróttir þar sem þú ert ekki að svara neinu áreiti. Þessar íþróttagreinar skil ég ekki. Ef Usain Bolt gæti sparkað í bolta, pældu í því hversu góður fótboltamaður hann gæti orðið, eða ef hann gæti skotið körfubolta!

  2. 2 siggeir mars 10, 2010 kl. 2:19 e.h.

    Já ég get nú alveg tekið undir það að skíðaskotfimi er eflaust drullu erfið grein, enda eru þeir ekki að skíða neinar smá vegalengdir í þessu. Blandan er bara svo fáránleg að ég kemst ekki yfir það.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: