Og enn hækkar bensínið…

Verðið á bensíni fer hríðhækkandi dag frá degi, og er núna komið yfir 200 krónur per líter og rúmlega það. Ég man þá tíð þegar ég byrjaði að kaupa bensín að þá þótti bensínið í dýrara lagi, en þá rokkaði það á milli 80-90 kr. og þótti mönnum nóg um. Þá heyrði maður gjarnan frasann: „Bensínlíterinn kostaði nú alltaf minna en mjólkurlíterinn!“ og í þá daga kostaði mjólkurlíterinn ekki nema einhverjar 60 krónur. (Athugið að hér erum við aðeins að tala um árið 2002!) Í dag kostar mjólkurlíterinn um 100 krónur sem er auðvitað djöfulsins hellingur, en bensínið kostar tvöfalt meira.

En ég man líka þegar líterinn fór yfir 100 krónurnar. Þá varð allt brjálað, nú yrði ríkið að grípa inní og lækka verðið. Svo var þetta eitthvað að rokka frá 100-120 og heimurinn fórst ekki þrátt fyrir allt. En núna er verðið komið út fyrir allan þjófabálk, og menn hætta í umvörpum að keyra bílana sína. Ég held að við séum að koma að ákveðnum þolmörkum í bensínverði. Þolmörksverð á innfluttu munntóbaki eru í kringum 1300 krónurnar. Þegar verðið hækkaði í 1400 hættu menn einfaldlega að kaupa það. En það er ekkert svigrúm til að lækka verðið segja olíufélögin, en svo er auðvitað heldur ekkert svigrúm fyrir verðsamkeppni, aðeins verðsamráð, svo maður tekur orð þeirra mátulega trúanleg.

En ég er ekkert endilega á því að bensínlíterinn eigi að vera ódýr. Auðvitað þurfa margir að nota bílinn, þá sérstaklega þeir sem búa í dreifbýli. En fyrir okkur sem búum í höfuðborginni (burtséð frá því hvað hún er illa skipulögð) þá eigum við ekki að þurfa að nota bílinn okkar fyrir hvern einasta rúnt. Til gamans má rifja upp nokkur dæmi:

– Ég þekki stelpu sem var í Verzló og fór á bílnum þaðan og í Kringluna.

– Ég veit um mann sem keyrði á milli bygginga í Háskólanum á milli tíma.

-Ég þekki mann sem keyrði ósjaldan í skólann frá Stúdentagörðunum við Eggertsgötu.

Það þekkja allir svipuð dæmi, og hafa jafnvel staðið sjálfan sig að því að keyra einhverja álíka vitleysu. En þetta elur ekki bara á letinni í okkur, heldur eyðir maður líka fáránlegu bensíni í þessa stuttu rúnta. Það er ótrúlega lítið mál að labba þessa stuttu spotta. Maður þarf bara að koma sér af stað, og það er furðu auðvelt, maður setur annan fótinn fram fyrir hinn, og svo öfugt. Endurtakið eftir þörfum.

Auglýsingar

0 Responses to “Og enn hækkar bensínið…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: