Endurgerðir í Hollywood

Ég verð alltaf pínu pirraður þegar Hollywood endurgerir myndir. Hefur fólk ekkert hugmyndaflug lengur? Ég get svo sem alveg skilið það þegar menn endurgera ævafornar myndir sem enginn man eftir (þó mér finnist það samt lame) en síðustu ár hafa menn fært sig sífellt nær nútímanum í endurgerðum og þegar kemur að endurgerðum af myndum sem eru ekki frá Hollywood, þá hafa menn einfaldlega no shame. Karlar sem hata konur er t.d. strax komin í endurvinnslu. Kaninn hatar víst textaðar myndir, þannig að það er alveg hægt að skilja gróðasjónarmiðið að baki þess að endurgera myndir sem eru ekki á ensku. En hvað er þá málið með að endurgera breskar myndir? Síðast þegar ég gáði voru þær flestar ef ekki allar á ensku.

2007 kom út ágætis mynd í Bretlandi sem nefndist Death at a funeral. Hún var að vísu ekki alveg jafn góð og ég hafði vonað, en ágætis skemmtun engu að síður. Núna 3 árum seinna er þessi mynd að koma út í Bandaríkjunum, sem endurgerð. Og til að passa sig að gera eitthvað nýtt, þá er myndin um svarta fjölskyldu í þetta skiptið! Dvergurinn er samt á sínum stað, sami dvergurinn nota bene.

Eins og svo oft með grínmyndatrailera þá er alltof mikið látið uppi um í honum, bæði um plottið og margir af bestu bröndurnum koma þarna fram. Trailerinn er svo til identical við þann breska, maður hefði haldið að þeir gætu kannski lært eitthvað af mistökunum þar, en svo er greinilega ekki. (Auðvitað er erfitt að „fela“ plottið og brandara í mynd sem er þegar komin  út, en ég geri ráð fyrir að þessi útgáfa sé stíluð inná hóp sem hefur ekki séð fyrri útgáfuna.) Framleiðendurnir mega samt eiga það að þeir eru virkilega að draga fram stóru byssurnar þarna í leikaraúrvali. Skil samt ekki af hverju Samuel L. Jackson er ekki þarna, hann er jú í öllu.

Annars eru tvær aðrar grínmyndir að detta í kvikmyndahús á næstunni sem ég held að gætu orðið góðar:

Hot tub time machine, er hægt að hafa betri grunn til að byggja grínmynd á?

Steve Carrel er bestur. Vonandi verður þessi mynd það líka.

Auglýsingar

8 Responses to “Endurgerðir í Hollywood”


 1. 1 Stebbi Gje mars 26, 2010 kl. 11:04 f.h.

  Æi þetta er fáránlegt. Death at a funeral er svo stútfull af breskum húmor. Fannst hún æði.

  Er ekki að sjá að sá húmor gangi upp með svörtum Bandaríkjamönnum.

  Spái floppi.

 2. 2 BjéKá mars 26, 2010 kl. 11:09 f.h.

  Hver voru mistök Death at a funeral 1?

 3. 3 siggeir mars 26, 2010 kl. 12:19 e.h.

  Engin mistök beint, fannst hún bara ekki rísa alveg nógu hátt, kannski hafði ég bara of háar væntingar.

 4. 4 siggeir mars 26, 2010 kl. 12:24 e.h.

  Ég held að það hafi hugsanlega skemmt mikið fyrir mér að sjá trailerinn. Allt plottið og megnið af bröndurunum er í honum.

 5. 5 Bergmann mars 27, 2010 kl. 10:26 e.h.

  Nú talaðiru vel um ábreiðum hér um daginn, hvað hefur breyst?

 6. 6 Bergmann mars 27, 2010 kl. 10:27 e.h.

  Það er einu „m“-i ofaukið í þessari setningu minni. Í stað þess á að sjálfsögðu að standa „r“

 7. 7 siggeir mars 28, 2010 kl. 1:14 f.h.

  Haha góður punktur Gummi, en hér er ólíku saman að jafna, eða það þykir mér amk. En ég get samt vel séð að menn vilji leggja þetta að jöfnu, og get vel skilið það sjónarmið ef menn kunna vel að meta hvoru tveggja.

 8. 8 Bergmann mars 31, 2010 kl. 10:06 e.h.

  Ég er nú samt sammála þér hvað þetta varðar. Kvikmyndir eru öllu stærri verk en lög(Gefið að hljómsveitir séu ekki að „ábreiða“ heilu plöturnar)

  Þrátt fyrir að vera markaðsmaður mikill, þá finnst mér þetta vægast sagt kjánalegt að endurgera myndir. Ein besta afsökunin fyrir endurgerðum þykir mér tungumál, þeas þegar kaninn byrjaði að endurgera ALLAR asískar stórmyndir. Ég verð að segja mér þótti það ágætt, en hef þó séð flest allar frumgerðirnar. Það að endurgera gamlar myndir þykir mér hins vegar vera vanvirðing…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: