Sarpur fyrir apríl, 2010

Hámark kaldhæðninnar?

Þessar auglýsingar hanga nú uppi útúm allan bæ í strætóskýlum borgarinnar. Það er eitthvað svo innilega misheppnað við það að senda frá sér auglýsingu um nám sem hefur augljóslega ekki verið prófarkarlesin. (Smellið á myndina til að sjá hana í fullum gæðum)

Nema að þetta sé nám í ölskólanum? Eða kannski er auglýsingin listræn túlkun á þeim vinnubrögðum sem viðgengust hjá sumum verktökum við nýbyggingar síðustu ára? Maður spyr sig.

Auglýsingar

Miami halda áfram að drulla uppá bak

Horfði á fyrri hálfleikinn af viðureign Boston og Miami Heat í nótt. Hvílík skelfling. Miami voru gjörsamlega úti að skíta. Það verður reyndar að gefa Celtics það að þeir spiluðu ansi vel. En það var bara vont að horfa uppá Heat spila, þeir hittu EKKERT. Vonleysið skein úr andlitinu á D-Wade, greyið kallinn. Ég kíkti svo á highlights áðan á nba.com og ósköpin héldu bara áfram í seinni hálfleik, en Boston tóku 42-8 run! Ég held að ef að Miami taki sig ekki saman í andlitinu og vinni 3. leikinn (sem þeir eiga á heimavelli) þá sé þessi sería einfaldlega búin.

Sá ekki Suns – Portland, kíkti bara á highlights. Suns völtuðu einfaldlega yfir Portland í þessum leik og voru ekkert að láta fyrsta leikinn slá sig útaf laginu. Þegar Suns skora 120 stig (119 reyndar) þá held ég að Portland geti einfaldlega ekki haldið í við þá. Og þegar hinn 37 ára gamli Grant Hill skorar 20 stig og hittir úr 10/11 skotum, þá er voðinn vís fyrir andstæðinga Suns.

Tveir leikir í kvöld, Magic vs. Bobcats kl. 11, en vesturdeildin auðvitað alltof seint eins og vanalega, Dallas vs. Spurs kl. 01:30.

NBA og ég

Ég hef fylgst betur með NBA í ár en ég hef gert síðan örugglega 1998 eða þar um bil. Reyndar hefur áhugi minn einkum beinst að besta liðinu í deildinni, Houston Rockets, og flestir leikir sem ég hef séð hafa verið með þeim. Svo hefur maður kíkt á einn og einn með Cavs og Heat, því það er hrein unun að horfa á LeBron James og D-Wade spila körfubolta, þó það geti reyndar verið ansi frústerandi að horfa á Wade spila með þessum aumingjum sem eru með honum í liði. En LeBron er náttúrulega bara fáránlegur, og stundum held ég að hann trúi því varla sjálfur hvað honum tekst að töfra fram inná vellinum. Undrunarsvipurinn á honum eftir að hann þeytist í gegnum vörnina og tekur einhver fáránleg spin move og leggur hann svo í spjaldið öfugu megin miðað við hvaðan hann stökk upp, segir allt sem segja þarf. Eins og Keli orðaði það, „þetta er einsog í NBAlive þegar maður býr til kall sem er með 99 í fokking öllu! hann tekur eitt létt drippl og treður síðan yfir nokkra gaura einsog þeir séu þarna til skrauts.“ LeBron tók einmitt til sinna ráða á móti Bulls í gær og kláraði leikinn. Þegar hann spilar eins og í gær er ekkert lið að fara að stoppa Cavs, og ef að þeir fara ekki alla leið í ár verður það ekkert annað en skandall, segi ég og skrifa.

Eins og ég sagði þá nær þekking mín á NBA liðunum ekki langt út fyrir Houston Rockets, en ég ætla svona til gamans, og aðallega fyrir sjálfan mig, að setja upp spá fyrir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu þar sem ég held með Rockets, en ég hef sterkar taugar til James og félaga í Cavs, þeir verða mínir menn í ár. Byrjum á austrinu.

Austrið

Cavs (1) vs. Bulls (8) (Staðan er 2-0 fyrir Cavs)

Cavs voru langsamlega langbestir í vetur. James fáránlegur í nánast hverjum einasta leik og hinir og þessir minni spámenn stigu upp stundum (en spiluðu líka eins og aumingjar þess á milli). Shaq er í rosalegu formi, sérstaklega fyrir mann sem er 38 ára og 150 kíló. Hann er svo flottur á vellinum að það nær ekki nokkurri átt. Ég held að hann sé síðasti bitinn í púsluspilið sem vantaði í þetta Cavs lið, hann og Jamison. Raunar er hópurinn hjá Cavs orðinn svo breiður að þeir geta róterað mjög grimmt. Eins og ég segi, skandall ef þeir fara ekki alla leið. Athugið líka að í gær rúlla Cavs á 10 leikmönnum, meðan Bulls eru bara á 8. Cavs byrjuðu 3. leikhluta meira að segja með James á bekknum.

Bulls eiga enga möguleika. Þeir eru samt með flotta leikmenn, sérstaklega Rose, og og Noah er flottur í hösslinu, sem er einmitt eitthvað sem Cavs eru ekki nógu duglegir í. Shaq er of gamall til að standa í miklu hössli, og Ilgauskas kann ekki lengur að hoppa. Varejao getur reyndar unnið töluverða rusl vinnu, en í leiknum í gær voru Bulls að hamsa þá í baráttunni um lausa bolta. En hvað sem því líður þá var það James sem skoraði 40 stig (og 70% skotnýtingu!), tók 8 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og blokkaði 2 skot. Bulls eiga einfaldlega ekkert svar við James. Cavs voru líka með 50% þriggja stiga nýtingu, 10 af 20. Bulls gera sitt besta og vinna kannski 2 leiki, en að lokum fer þetta 4-2 fyrir Cavs.

Magic (2) vs. Bobcats (7)

Magic er lið sem ég skil ekki alveg. Þeirri besti leikmaður, er einnig ofmetnasti leikmaður deildarinnar, Dwight Howard. Þú getur fengið rosalega leiki frá honum, þar sem hann rífur niður 20 fráköst, blokkar 5 skot og skorar 15-20 stig. En svo færðu leiki eins og fyrsta leikinn á móti Bobcats þar sem hann skorar 5 stig og tekur 7 fráköst. Að vísu blokkaði hann 9 skot sem er helvítis hellingur, en hann var non factor sóknarmegin. Það er líka merkilegt hvað hann er léleg vítaskytta, miðað við hvað hann getur hitt sitjandi á bekknum eða út við miðju, í upphitun nota bene. Ég held að það sem Howard skorti sé almennilegur þjálfari. Ewing hefur verið að reyna að kenna honum, en hver var það sem skólaði Ewing til í úrslitarimmunni 94? Jú, Hakeem Olajuwon. Til að búa til alvöru center, þarftu að fá alvöru center til að þjálfa hann, ekki einhvern second class nobody sem vann aldrei meistaratitil. Howard á líka í vandræðum með villur og var heppinn að fá ekki 6. villuna á móti Bobcats, hefði réttilega átt að fá hana fyrir að lemja Wallace í hausinn. Svo fékk hann líka einhverjar 16 tæknivillur í vetur, sem er fáránlegt. Eins og ég segi, það þarf einhver að skóla strákinn til, Ewing er augljóslega ekki starfi sínu vaxinn!

Annar vafasamur leikmaður í Magic er Vince Carter, sem var einu sinni geðveikur leikmaður sem ógnaði mjög og gat troðið í smettið á öllum, en er núna burnout sem þorir ekki að drive en leitar í staðinn að skotum sem hann kann varla að hitta úr (4-19 á móti Bobcats).

Bobcats er svo sem ekki sterkasta liðið, en þeir eru með tvo mjög flotta leikmenn, Wallace og Jackson, og á góðum degi geta þeir hleypt þessari rimmu uppí eitthvað sprell, en ég hallast að Magic sigri, 4-3.

Hawks (3) vs. Bucks (6)

Scott Skiles er þjálfari ársins að mínu mati, reiknaði einhver með því að Bucks myndi enda í 6. sæti fyrir þetta tímabil? Annars held ég að sigurgöngu þeirra ljúki núna. Hawks eru ekki besta liðið í NBA, en þeir eru betri en Bucks. Bogut er líka úti það sem eftir lifir tímabils, og Jennings er bara ekki jafn góður og menn voru að vona í upphafi tímabils. Hann er líka ekki nógu góður í að finna samherja sína (ég meina, 34 stig, en bara 2 stoðsendingar er afleitur árangur hjá leikstjórnanda).

Hawks taka þetta, 4-2.

Boston (4) vs. Heat (5)

Boston er nú meira liðið. 3 „bestu“ leikmennirnir eru allir á hraðri leið á elliheimili, og einn þeirra tók líka uppá því að fara í bann fyrir slagsmál! (Kannski til að fá smá hvíld?) Rondo heldur þessu liði á floti, og gömlu mennirnir pitcha smá inn þegar þeim endist þol til. Rasheed Wallace er líka fáránlegt ólíkindatól, sem nennir ekki lengur að spila körfubolta og vill  bara fá launaseðilinn sinn. En hvað sem öllu þessu líður þá er Heat skelfilegt lið og athugið að þetta er liðið sem vann titilinn 2006! Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það er enginn góður í liðinu nema Wade (sem er samt geðveikur), O’Neal er á svo háum samningi að það er ekki hægt að signa neina aðra, Beasley er mjög óstabíll, basically er ekkert varið í þetta lið nema Wade, og þegar hann er ekki í stuði tapar liðið. Samherjar hans vita EKKERT hvað þeir eiga að gera ef hann finnur sig ekki.

Persónulega vona ég innilega að Heat taki þetta, en ég held að það sé ekki séns í helvíti. Ég spái þessu 4-1 fyrir Boston, 4-2 ef að Heat taka leikinn í nótt þar sem KG er í banni.

Vestrið

Lakers (1) vs. OKC (8)

Fyrir þetta tímabil gerði ég mér engar væntingar um árangur Rockets. Yao og T-Mac báðir meiddir, þannig að örlögin voru í höndum kjúklinganna. Já og svo má ekki gleyma að liðið spilaði með starting center sem er 6’6! En Adelman náði að kreysta ótrúlegan árangur útúr þessu liði, og oft á tíðum ótrúlegan karakter. Fyrir tímabilið hefði ég verið mjög sáttur með 50% árangur, en eftir á að hyggja er ég eiginlega örlítið svekktur að liðið hafi ekki náð í úrslitakeppnina og þá væri ég núna að skrifa um Lakers vs. Rockets, en ekki Oklahoma City Thunder.

Þessi sería er nánast örugg Lakers í hag, þó svo að Kobe sé farinn að eldast, þá á hann ennþá töluvert eftir á tanknum. OKC eiga ekkert í hann, og svo er Gasol líka stöðug ógnun, og það er heldur ekkert þægilegt að dekka Bynum. Svo hafa Lakers líka Artest sem er sóðalega góður varnarmaður þegar hann nennir því, og í fyrsta leiknum náði hann að loka vel á Durant. Ef að Durant skorar ekki 30+ stig eru OKC í vanda. Ég tel engar líkur á upsetti í þessari seríu, og Lakers taka þetta 4-2. Jafnvel 4-0 ef þeir bara nenna því, sem ég held að þeir geri ekki.

Dallas (2) vs. Spurs (7)

Hvað eiga þessi tvö lið sameiginlegt? Jú það eru gamlir kallar í aðalhlutverkum í þeim báðum. Stabílasti leikmaður áratugarins, Tim Duncan, er alveg að klára tankinn sinn. Að vísu er Manu búinn að vera í rosa stuði hjá Spurs, meðan að Parker hefur valdið vonbrigðum. Nowitzki og Kidd eru á síðustu metrunum hjá Dallas en hafa þó báðir verið djöfull sprækir á tímabilinu. Dirk hefur verið sjóðandi heitur, og þó að hann taki ekki mörg fráköst, þá skorar hann 20+ í hverjum einasta leik. Hann var með 12 af 14 í síðasta leik, og 12-12 í vítum! (Hann hefur ekki klikkað úr víti síðan 29. mars og þá skaut hann 16/17!). Ég er að renna svolítið blint í sjóinn með þessa seríu, en ég segi Dallas 4-3, eftir hetjulega baráttu frá Manu og Duncan.

Suns (3) vs. Portland (6)

Fyrirfram sennilega sú sería sem flestir reiknuðu með að væri auðveldast að spá fyrir um. Suns fóru inní keppnina með 3 sigra á bakinu, meðan að Portland eru að spila án síns besta manns, Brandon Roy. En Portland tókst að girða í brók í fyrsta leik og unnu 5 stiga sigur. Ég sá ekki leikinn svo ég veit ekki hvernig á að útskýra þetta. Kæruleysi hjá Suns vs. brjáluð baráttu hjá Portland? Annað hvort stefnir í huge upset í þessari seríu, eða að Suns bíta í skjaldarrendur í næsta leik og taka þetta 4-2. Ég þori ekki að spá um á hvorn veginn það fer.

Denver (4) – Utah (5)

Utah jöfnuðu í nótt, believe that or not! Fyrirfram hefði ég reiknað með nokkuð þægilegum sigri hjá Denver í þessari rimmu, en kannski gerðu þeir það líka? Ég held samt að þeir klári þetta, 4-2 fyrir Denver.

Þar hafið þið það! Öll input um þessa fagmannlega unnu spá eru hjartanlega velkomin.

Fleyg orð úr skýrslunni

Pressan.is hefur tekið saman nokkuð fleyg ummæli úr skýrslunni og birt á vefnum. Mörg ummælin þarna eru afar upplýsandi, sum grafalvarleg og önnur sprenghlægileg en eitt er þó frekar undarlegt og nokkuð samhengislaust:

„Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“

Össur Skarphéðinsson um dramatískan fund með Landsbankamönnum rétt fyrir hrun.

Fyrst skildi ég þetta þannig að það hefði komið hönd og kippt snúðnum útúr Sigurjóni og meinað honum að graðga honum í sig. Síðan var mér bent á að líklega væri verið að draga Sigurjón sjálfan útúr herberginu. En svo er það þriðji möguleikinn, en það að „kippa honum út“ er vel þekktur frasi um þann verknað að vippa út getnaðarlimnum, og ég er eiginlega farinn að hallast að þeirri skýringu. Hvað í ósköpunum gekk eiginlega á á þessum fundi?!?

Rannsóknarskýrslunni frestað!

Samkvæmt nýjustu heimildum sem ég hef úr innsta hring á Alþingi hefur verið ákveðið að fresta útkomu rannsónknarskýrslunnar enn einu sinni. Dagurinn í dag þykir einfaldlega ekki henta nógu vel, enda þykir það ljóst að þorri almennings, eða sá hluti sem enn hefur vinnu í það minnsta, mun ekki geta meðtekið efni skýrslunnar í dag. Það eina rökrétta í stöðunni er því að fresta útgáfunni til 1. maí, sem er jú tvöfaldur frídagur. Áður höfðu heyrst nokkrar óánægjuraddir í samfélaginu með að 1. maí lendi á laugardegi og að launþegar landsins tapi þannig dýrmætum frídegi. Með þessu móti er hægt að nýta 1. maí til hins ýtrasta, og allir geta lesið skýrsluna án þess að vinna í fyrirtækjum landsins raksist.

Opinberar tilkynningu frá ríkisstjórninni er að vænta klukkan 10, fylgist spennt með.

Draumfarir

Mig dreymdi skrítna drauma í nótt, og samkvæmt Soffíu stóð ég tvisvar upp úr rúminu og ætlaði að fara fram (kannski er það þess vegna sem ég er alltaf online á msn á morgnanna þó svo að ég hafi skráð mig út kvöldið áður?)

Mig dreymdi að ég hefði tekið að mér að leikstýra klámmynd til að drýgja tekjurnar. Ég ætla nú samt ekki að fara útí nein smáaatriði á þessum vettvangi, en ég get upplýst það að ég fékk Burt Reynolds til að taka að sér lítið Cameo hlutverk.

Svo dreymdi mig að ég væri niðrí bæ að skemmta mér með félögunum mínum að norðan, þegar ég sé Dadda frænda alltí einu á hlaupum fyrir utan ásamt nokkrum gaurum, og þeir voru að elta Nonna frænda og ætluðu að lemja hann! Ég hljóp á eftir þeim og gekk á milli, en Daddi stoppaði strax þegar hann fattaði hvern þeir voru að elta. En um leið og ég hafði stillt til friðar sá ég að maðurinn var ekki Nonni heldur Davíð Oddsson! Djöfull sá ég eftir því að hafa stillt til friðar þá. Íhugaði að ganga sjálfur í verkið en þá var hann búinn að forða sér á hlaupum.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar