Draumfarir

Mig dreymdi skrítna drauma í nótt, og samkvæmt Soffíu stóð ég tvisvar upp úr rúminu og ætlaði að fara fram (kannski er það þess vegna sem ég er alltaf online á msn á morgnanna þó svo að ég hafi skráð mig út kvöldið áður?)

Mig dreymdi að ég hefði tekið að mér að leikstýra klámmynd til að drýgja tekjurnar. Ég ætla nú samt ekki að fara útí nein smáaatriði á þessum vettvangi, en ég get upplýst það að ég fékk Burt Reynolds til að taka að sér lítið Cameo hlutverk.

Svo dreymdi mig að ég væri niðrí bæ að skemmta mér með félögunum mínum að norðan, þegar ég sé Dadda frænda alltí einu á hlaupum fyrir utan ásamt nokkrum gaurum, og þeir voru að elta Nonna frænda og ætluðu að lemja hann! Ég hljóp á eftir þeim og gekk á milli, en Daddi stoppaði strax þegar hann fattaði hvern þeir voru að elta. En um leið og ég hafði stillt til friðar sá ég að maðurinn var ekki Nonni heldur Davíð Oddsson! Djöfull sá ég eftir því að hafa stillt til friðar þá. Íhugaði að ganga sjálfur í verkið en þá var hann búinn að forða sér á hlaupum.

Auglýsingar

0 Responses to “Draumfarir”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: