Fleyg orð úr skýrslunni

Pressan.is hefur tekið saman nokkuð fleyg ummæli úr skýrslunni og birt á vefnum. Mörg ummælin þarna eru afar upplýsandi, sum grafalvarleg og önnur sprenghlægileg en eitt er þó frekar undarlegt og nokkuð samhengislaust:

„Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“

Össur Skarphéðinsson um dramatískan fund með Landsbankamönnum rétt fyrir hrun.

Fyrst skildi ég þetta þannig að það hefði komið hönd og kippt snúðnum útúr Sigurjóni og meinað honum að graðga honum í sig. Síðan var mér bent á að líklega væri verið að draga Sigurjón sjálfan útúr herberginu. En svo er það þriðji möguleikinn, en það að „kippa honum út“ er vel þekktur frasi um þann verknað að vippa út getnaðarlimnum, og ég er eiginlega farinn að hallast að þeirri skýringu. Hvað í ósköpunum gekk eiginlega á á þessum fundi?!?

Auglýsingar

0 Responses to “Fleyg orð úr skýrslunni”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: