NBA og ég

Ég hef fylgst betur með NBA í ár en ég hef gert síðan örugglega 1998 eða þar um bil. Reyndar hefur áhugi minn einkum beinst að besta liðinu í deildinni, Houston Rockets, og flestir leikir sem ég hef séð hafa verið með þeim. Svo hefur maður kíkt á einn og einn með Cavs og Heat, því það er hrein unun að horfa á LeBron James og D-Wade spila körfubolta, þó það geti reyndar verið ansi frústerandi að horfa á Wade spila með þessum aumingjum sem eru með honum í liði. En LeBron er náttúrulega bara fáránlegur, og stundum held ég að hann trúi því varla sjálfur hvað honum tekst að töfra fram inná vellinum. Undrunarsvipurinn á honum eftir að hann þeytist í gegnum vörnina og tekur einhver fáránleg spin move og leggur hann svo í spjaldið öfugu megin miðað við hvaðan hann stökk upp, segir allt sem segja þarf. Eins og Keli orðaði það, „þetta er einsog í NBAlive þegar maður býr til kall sem er með 99 í fokking öllu! hann tekur eitt létt drippl og treður síðan yfir nokkra gaura einsog þeir séu þarna til skrauts.“ LeBron tók einmitt til sinna ráða á móti Bulls í gær og kláraði leikinn. Þegar hann spilar eins og í gær er ekkert lið að fara að stoppa Cavs, og ef að þeir fara ekki alla leið í ár verður það ekkert annað en skandall, segi ég og skrifa.

Eins og ég sagði þá nær þekking mín á NBA liðunum ekki langt út fyrir Houston Rockets, en ég ætla svona til gamans, og aðallega fyrir sjálfan mig, að setja upp spá fyrir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu þar sem ég held með Rockets, en ég hef sterkar taugar til James og félaga í Cavs, þeir verða mínir menn í ár. Byrjum á austrinu.

Austrið

Cavs (1) vs. Bulls (8) (Staðan er 2-0 fyrir Cavs)

Cavs voru langsamlega langbestir í vetur. James fáránlegur í nánast hverjum einasta leik og hinir og þessir minni spámenn stigu upp stundum (en spiluðu líka eins og aumingjar þess á milli). Shaq er í rosalegu formi, sérstaklega fyrir mann sem er 38 ára og 150 kíló. Hann er svo flottur á vellinum að það nær ekki nokkurri átt. Ég held að hann sé síðasti bitinn í púsluspilið sem vantaði í þetta Cavs lið, hann og Jamison. Raunar er hópurinn hjá Cavs orðinn svo breiður að þeir geta róterað mjög grimmt. Eins og ég segi, skandall ef þeir fara ekki alla leið. Athugið líka að í gær rúlla Cavs á 10 leikmönnum, meðan Bulls eru bara á 8. Cavs byrjuðu 3. leikhluta meira að segja með James á bekknum.

Bulls eiga enga möguleika. Þeir eru samt með flotta leikmenn, sérstaklega Rose, og og Noah er flottur í hösslinu, sem er einmitt eitthvað sem Cavs eru ekki nógu duglegir í. Shaq er of gamall til að standa í miklu hössli, og Ilgauskas kann ekki lengur að hoppa. Varejao getur reyndar unnið töluverða rusl vinnu, en í leiknum í gær voru Bulls að hamsa þá í baráttunni um lausa bolta. En hvað sem því líður þá var það James sem skoraði 40 stig (og 70% skotnýtingu!), tók 8 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og blokkaði 2 skot. Bulls eiga einfaldlega ekkert svar við James. Cavs voru líka með 50% þriggja stiga nýtingu, 10 af 20. Bulls gera sitt besta og vinna kannski 2 leiki, en að lokum fer þetta 4-2 fyrir Cavs.

Magic (2) vs. Bobcats (7)

Magic er lið sem ég skil ekki alveg. Þeirri besti leikmaður, er einnig ofmetnasti leikmaður deildarinnar, Dwight Howard. Þú getur fengið rosalega leiki frá honum, þar sem hann rífur niður 20 fráköst, blokkar 5 skot og skorar 15-20 stig. En svo færðu leiki eins og fyrsta leikinn á móti Bobcats þar sem hann skorar 5 stig og tekur 7 fráköst. Að vísu blokkaði hann 9 skot sem er helvítis hellingur, en hann var non factor sóknarmegin. Það er líka merkilegt hvað hann er léleg vítaskytta, miðað við hvað hann getur hitt sitjandi á bekknum eða út við miðju, í upphitun nota bene. Ég held að það sem Howard skorti sé almennilegur þjálfari. Ewing hefur verið að reyna að kenna honum, en hver var það sem skólaði Ewing til í úrslitarimmunni 94? Jú, Hakeem Olajuwon. Til að búa til alvöru center, þarftu að fá alvöru center til að þjálfa hann, ekki einhvern second class nobody sem vann aldrei meistaratitil. Howard á líka í vandræðum með villur og var heppinn að fá ekki 6. villuna á móti Bobcats, hefði réttilega átt að fá hana fyrir að lemja Wallace í hausinn. Svo fékk hann líka einhverjar 16 tæknivillur í vetur, sem er fáránlegt. Eins og ég segi, það þarf einhver að skóla strákinn til, Ewing er augljóslega ekki starfi sínu vaxinn!

Annar vafasamur leikmaður í Magic er Vince Carter, sem var einu sinni geðveikur leikmaður sem ógnaði mjög og gat troðið í smettið á öllum, en er núna burnout sem þorir ekki að drive en leitar í staðinn að skotum sem hann kann varla að hitta úr (4-19 á móti Bobcats).

Bobcats er svo sem ekki sterkasta liðið, en þeir eru með tvo mjög flotta leikmenn, Wallace og Jackson, og á góðum degi geta þeir hleypt þessari rimmu uppí eitthvað sprell, en ég hallast að Magic sigri, 4-3.

Hawks (3) vs. Bucks (6)

Scott Skiles er þjálfari ársins að mínu mati, reiknaði einhver með því að Bucks myndi enda í 6. sæti fyrir þetta tímabil? Annars held ég að sigurgöngu þeirra ljúki núna. Hawks eru ekki besta liðið í NBA, en þeir eru betri en Bucks. Bogut er líka úti það sem eftir lifir tímabils, og Jennings er bara ekki jafn góður og menn voru að vona í upphafi tímabils. Hann er líka ekki nógu góður í að finna samherja sína (ég meina, 34 stig, en bara 2 stoðsendingar er afleitur árangur hjá leikstjórnanda).

Hawks taka þetta, 4-2.

Boston (4) vs. Heat (5)

Boston er nú meira liðið. 3 „bestu“ leikmennirnir eru allir á hraðri leið á elliheimili, og einn þeirra tók líka uppá því að fara í bann fyrir slagsmál! (Kannski til að fá smá hvíld?) Rondo heldur þessu liði á floti, og gömlu mennirnir pitcha smá inn þegar þeim endist þol til. Rasheed Wallace er líka fáránlegt ólíkindatól, sem nennir ekki lengur að spila körfubolta og vill  bara fá launaseðilinn sinn. En hvað sem öllu þessu líður þá er Heat skelfilegt lið og athugið að þetta er liðið sem vann titilinn 2006! Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það er enginn góður í liðinu nema Wade (sem er samt geðveikur), O’Neal er á svo háum samningi að það er ekki hægt að signa neina aðra, Beasley er mjög óstabíll, basically er ekkert varið í þetta lið nema Wade, og þegar hann er ekki í stuði tapar liðið. Samherjar hans vita EKKERT hvað þeir eiga að gera ef hann finnur sig ekki.

Persónulega vona ég innilega að Heat taki þetta, en ég held að það sé ekki séns í helvíti. Ég spái þessu 4-1 fyrir Boston, 4-2 ef að Heat taka leikinn í nótt þar sem KG er í banni.

Vestrið

Lakers (1) vs. OKC (8)

Fyrir þetta tímabil gerði ég mér engar væntingar um árangur Rockets. Yao og T-Mac báðir meiddir, þannig að örlögin voru í höndum kjúklinganna. Já og svo má ekki gleyma að liðið spilaði með starting center sem er 6’6! En Adelman náði að kreysta ótrúlegan árangur útúr þessu liði, og oft á tíðum ótrúlegan karakter. Fyrir tímabilið hefði ég verið mjög sáttur með 50% árangur, en eftir á að hyggja er ég eiginlega örlítið svekktur að liðið hafi ekki náð í úrslitakeppnina og þá væri ég núna að skrifa um Lakers vs. Rockets, en ekki Oklahoma City Thunder.

Þessi sería er nánast örugg Lakers í hag, þó svo að Kobe sé farinn að eldast, þá á hann ennþá töluvert eftir á tanknum. OKC eiga ekkert í hann, og svo er Gasol líka stöðug ógnun, og það er heldur ekkert þægilegt að dekka Bynum. Svo hafa Lakers líka Artest sem er sóðalega góður varnarmaður þegar hann nennir því, og í fyrsta leiknum náði hann að loka vel á Durant. Ef að Durant skorar ekki 30+ stig eru OKC í vanda. Ég tel engar líkur á upsetti í þessari seríu, og Lakers taka þetta 4-2. Jafnvel 4-0 ef þeir bara nenna því, sem ég held að þeir geri ekki.

Dallas (2) vs. Spurs (7)

Hvað eiga þessi tvö lið sameiginlegt? Jú það eru gamlir kallar í aðalhlutverkum í þeim báðum. Stabílasti leikmaður áratugarins, Tim Duncan, er alveg að klára tankinn sinn. Að vísu er Manu búinn að vera í rosa stuði hjá Spurs, meðan að Parker hefur valdið vonbrigðum. Nowitzki og Kidd eru á síðustu metrunum hjá Dallas en hafa þó báðir verið djöfull sprækir á tímabilinu. Dirk hefur verið sjóðandi heitur, og þó að hann taki ekki mörg fráköst, þá skorar hann 20+ í hverjum einasta leik. Hann var með 12 af 14 í síðasta leik, og 12-12 í vítum! (Hann hefur ekki klikkað úr víti síðan 29. mars og þá skaut hann 16/17!). Ég er að renna svolítið blint í sjóinn með þessa seríu, en ég segi Dallas 4-3, eftir hetjulega baráttu frá Manu og Duncan.

Suns (3) vs. Portland (6)

Fyrirfram sennilega sú sería sem flestir reiknuðu með að væri auðveldast að spá fyrir um. Suns fóru inní keppnina með 3 sigra á bakinu, meðan að Portland eru að spila án síns besta manns, Brandon Roy. En Portland tókst að girða í brók í fyrsta leik og unnu 5 stiga sigur. Ég sá ekki leikinn svo ég veit ekki hvernig á að útskýra þetta. Kæruleysi hjá Suns vs. brjáluð baráttu hjá Portland? Annað hvort stefnir í huge upset í þessari seríu, eða að Suns bíta í skjaldarrendur í næsta leik og taka þetta 4-2. Ég þori ekki að spá um á hvorn veginn það fer.

Denver (4) – Utah (5)

Utah jöfnuðu í nótt, believe that or not! Fyrirfram hefði ég reiknað með nokkuð þægilegum sigri hjá Denver í þessari rimmu, en kannski gerðu þeir það líka? Ég held samt að þeir klári þetta, 4-2 fyrir Denver.

Þar hafið þið það! Öll input um þessa fagmannlega unnu spá eru hjartanlega velkomin.

Auglýsingar

15 Responses to “NBA og ég”


 1. 1 Björgvin, a.k.a. RescueFriend apríl 20, 2010 kl. 12:48 e.h.

  Ef Jermaine O´neal spilar ekki eins og tveggja dala hóra, þá á Miami sjéns. En hann spilar eins og 2 dala hóra….þannig að þetta er hálf vonlaust. fjandakornið.

  Af hverju ertu svona viss um að Cavs vinni þetta? Hefurðu séð mannskapinn hjá Lakers? Ef bynum meiðist ekki, þá er Lebron ekki að fara að keyra eins auðveldlega í gegn hjá þeim, plús að artes mun líklega dekka hann.

  Ég spái einu upsetti í 1.umferð (eða vona öllu heldur) og það er að Bobcats slái Orlando út. Mjög ólíklegt en mér finnst Orlando hundleiðinlegir að horfa á. Howard er leikmaður sem manni finnst aldrei leggja sig alveg fram, Carter er kelling og J-Reddick gæti ekki hitt almennilega þó hann þyrfti að bjarga lífi sínu. Það var allavega þannig í fyrra, nenni ekki að eyða orku í að fylgjast með honum núna.
  Steven Jackson er töffari dauðans, og hann gæti motiverað þetta lið áfram. Plús að MJ er á bakvið tjöldin, væri ekki verra fyrir hann að vinna þessa seríu. Hmm þetta comment meikaði ekkert sense. allavega, ÁFRAM MIAMI (wade, hinir eru aukakallar frá helvíti)

 2. 2 Keli apríl 20, 2010 kl. 12:52 e.h.

  LeBron er óþolandi góður! (Gaman að það sé kvótað í mann í svona umræðu). Það eru bara Celtics (óskhyggja) og Lakers (með Artest og Bynum) sem geta stoppað þetta lið. Cavs taka þetta 4-1.

  Athyglisvert að segja að Dwight Howard sé ofmetinn, hann það kannski sóknarlega, en alls ekki varnarlega. Hann er nú samt ekki alveg inni í topp5 hjá mér: LBJ, KB24, D-Wade, CP3 og Durant eru allir betri. Haha, Patrick Ewing second class nobody! Dream var reyndar mun betri leikmaður í alla staði, og er örugglega hæfileikaríkasti center í sögunni. Hann er líka betri að segja fólki til, því hann hjálpaði Yao og Bryant með póstmúvin sín. Svo er Jabbar líka klassa góður í leiðsögn, sjá Andrew Bynum. Howard er kannski bara búnað uppfylla sitt potential sóknarlega, hann er og verður ekkert góður post-leikmaður. Stephen Jackson verður líklega ekki heill í rimmunni, því hann „hæperextendaði“ á sér hnéð í fyrsta leiknum. Bobcats vinna bara einn leik held ég: 4-1.

  Scott Skiles er fínn kandídat í þjálfara ársins, en ég held að nafni hans Brooks fái titilinn. Ég held síðan að Hawks sópi Milwaukee Bucks: 4-0.

  Boston-Heat serían endar 4-2 held ég, hugsanlega 4-3. Celtics þurfa að vera með „bakið uppað veggnum“ til að spila alvöru körfubolta. Sérstaklega menn einsog Pierce og Rasheed Wallace.

  Lakers-Thunder er SWEEP, no doubt in my mind! Það væri samt gaman að sjá góðan sigurleik hjá Thunder, en mér sýnist Durant ekki vera alveg tilbúinn í þetta. Westbrook er að responda miklu betur í úrslitakeppninni.

  Sammála með Texas einvígið og ég vona sannarlega að það fari 4-3 fyrir öðruvhoru liðinu, sem ég spái að sé Mavericks. Þeir eru síðan eina liðið vestanmegin sem geta skákað Lakers.
  Suns taka Blazers 4-2, ég held að Portland yrðu alveg pakksaddir ef þeir taka einn leik í viðbót.

  Sammála Utah-Denver 4-2. EF allir væru heilir hjá Utah myndu þeir geta unnið, því vegna þess að Denver eru ekki jafn andlega sterkir og þeir voru í vetur með Coach Karl. En Denver eru með betra lið þó þeir séu oft svoldið klikkaðir.

 3. 3 siggeir apríl 20, 2010 kl. 12:59 e.h.

  Hehehe, þetta skot á Ewing er kannski óverðskuldað, en það er ekkert gaman að svona umræðum nema menn taki svolítið djúpt í árinni! Ég held að Howard þurfi bara að taka aðeins til í hausnum á sér, og kannski verða svolítið grimmari. Ef hann fer að skila constant 15-15-5 leikjum, svona ca, verð ég ánægður með hann.

  En ég hef svo sem engin haldbær rök fyrir því að Cavs fari alla leið með þetta í ár, en það er samt það sem ég hef á tilfinningunni. Ég á von á að sjá Cavs og Lakers í úrslitum, og reikna ekki með öðru en að það verði hörkurimma. Annað hvort það eða að LeBron choke-ar og Lakers taka þetta tiltölulega létt!

 4. 4 siggeir apríl 20, 2010 kl. 1:01 e.h.

  20-15-5 átti þetta að vera. Og sleppir því að fá 16 tæknivillur og vera sífellt í villuvandræðum.

 5. 5 siggeir apríl 20, 2010 kl. 1:06 e.h.

  Svo er líka bara spurning hvort að það þurfi ekki að byggja upp öðruvísi lið í kringum hann, hann er sennilega ekki rétti maðurinn til að ætlast til að bera lið sóknarlega á bakinu.

 6. 6 Bergmann apríl 20, 2010 kl. 2:22 e.h.

  Það verður gaman að sjá hvað Larry Brown gerir í næsta leik. Það er ekkert svo erfitt að stoppa Dwight Howard. Ef Bobcats ætla að vinna þá mega þeir alls ekki tvídekka hann, heldur nota þessa 3 centera sem þeir hafa(Ratliff, Chandler og Mohammed) og þeirra 18 villur samanlagt. Ef þeir senda Howard(Sem er að skjóta rétt yfir 60% í FG og rétt undir 60% í vítum) 12 sinnum á línuna að skjóta 24 skotum, yrðu 10-14 stig mjög ásættanlegt. Halda „inn-út“ spilinu þeirra niðri, því í hvert skipti sem hann fer á línuna er þriggja stiga skytta EKKI að skjóta. Bobcats þurfa svo bara að halda eigin sóknarleik gangandi, sem yrði ekkert sérlega erfitt með Wallace og Jackson inná, og Brown á hliðarlínunni.

  Varðandi leik 2 í Cavs – Bulls. Lebron James ÞURFTI að galdra fram 40 stig til að ná fram sigri á Derrick Rose og Joakim Noah…

  Ég segi það og skrifa, mér hefur alltaf þótt Cavs vera ofmetið lið! Sóknarleikurinn þeirra byggir algerlega á Lebron James, og þegar Bulls eru að fá hann til að skjóta 20 feta jumpera með leikinn á línunni, er eitthvað að hirðfíflunum með kónginum. Illa þjálfaðir „Role-players“ sem hengja haus og standa kyrrir þegar Lebron tekur boltann upp. Svona eins og Heat, í sparifötum. „Sing for the King…“

  Ég er einnig nokkuð viss um að Lakers séu að fara að sweepa Thunder. Það er því miður ekki mikið annað í þessu liði en Durant. Hins vegar virðist allt liðið leggja sig alla fram í þetta, sem er frábært, en þeir eru bara ekki nógu góðir fyrir Lakers. Gefum þeim samt 2 ár, og sjáum þá svo í Western Conf. Finals.

  Að öðrum Sweepum, Atlanta sweepar Bucks.

  Wade nær 2 leikjum gegn Celtics, einfaldlega afþví að Celtics spila körfubolta með 5 manns inná í einu, ekki 1 og 1/2.

  Ég er hræddur við Portland, sem eitilharður Suns maður. Þeir hafa of góða hávörn, sem getur spilað sig niður og dekkað bakverði í nokkur dripl. Suns átta sig samt á því sem betur kann að fara og rúlla inn nokkrum 120 stiga leikjum sem Portland einfaldlega geta ekki elt.

  Miðað við hvernig bekkurinn hjá Nuggets er að spila ná þeir ekki lengra en í næstu umferð. Ef að vængbrotið Utah lið með 3 leikhæfa menn vinnur þig á heimavelli, þá þarftu að fara að skoða þín mál betur. JR Smith var skugginn af sjálfum sér, með 3-10 í skotum, og þarf af 1-6 frá þriggja! Eina vopnið þeirra af bekknum er að skjóta illa, og erfitt er að stóla á nýliða. D-Will getur galdrað fram fleiri svona 30+ stiga leiki án þess að svitna, því jú, hann er bara það góður. Ég tala nú ekki um þegar hann er að kreista fram 14 stoðsendingar með þessum stigum, þá eru Utah til alls líklegir. Ég finn vondan fnyk af upseti hérna!

 7. 7 Bergmann apríl 20, 2010 kl. 2:22 e.h.

  Ég ætla „out on a limb“ og segja 4-1 fyrir Dallas. Þori ekki að segja sweep, en meðan vörnin þeirra heldur, hafa Spurs bara ekki nógu mörg svör við Kidd, Dirk og Butler. Tala nú ekki um öll þau kombo sem þeir geta telft fram. Svo virðist sem Dallas geti stýrt tempóinu hvernig sem þeir vilja.

 8. 8 Bergmann apríl 20, 2010 kl. 2:25 e.h.

  Maður teflir að sjálfsögðu með „F“ á undan „L“…

 9. 9 siggeir apríl 20, 2010 kl. 2:33 e.h.

  Já ég er ekki alveg sammála þér með Cavs. Vissulega stoppuðu meðspilarnir svolítið þegar James komst í þennan ham í gær, en hann hitti líka eins og mother fucker. Svo má ekki gleyma því að hann gaf líka 8 stoðsendingar, svo framlag hans í þessum leik er frekar magnað. Mér fannst eiginlega verra að horfa á liðið þegar þeir fundu Shaq niðri á póstinum, þá stoppaði ALLT. En Shaq spilaði reyndar ekki nema 15 mínútur. Ég veit það ekki, ég hef góða tilfinningu fyrir þessu Cavs liði í ár, ég held að þetta sé að smella hjá þeim.

  Varðandi Dallas og Spurs þá hef ég bara ekki séð nógu mikið til þeirra í vetur til að vera með stóra spádóma, en ég yrði ekkert hissa þó svo að þín spá myndi ganga eftir.

 10. 10 Pétur Ingi apríl 20, 2010 kl. 5:26 e.h.

  Ég segi að við fáum úrslitarimmuna sem við áttum að fá í fyrra. Lakers-Cavs. Kobe vs. LeBron. Ég held að nú sé komið að því að Cavs taki þetta. leBron er búinn að vera of nálægt því undanfarin ár að komast í úrslitin en ekki tekist. Nú er hann bara með of sterka meðspilara til að komast ekki í úrslitin. En að sjálfsögðu fer hann svo til NYK í sumar þegar hann hefur lokið sínu ætlunarverki í Cleveland.

 11. 11 siggeir apríl 20, 2010 kl. 5:46 e.h.

  Hahaha, ég held að það sé óskhyggja hjá þér Pési minn. En við skulum sjá til, aldrei að segja aldrei.

 12. 12 Otti Sigmarsson apríl 20, 2010 kl. 5:59 e.h.

  Haha, skemmtileg orð um Patrick Ewing. Hakeem Olajuwon væri klárlega maðurinn í að þjálfa þennan skemmtikraft ef svo má að orði komast, það er eins og Dwight Howard hafi meira gaman af sýningunni heldur en leiknum, er það ekki bara það sem einkennir troðslukónga?

  Orlando liðið virðist alltaf ganga þrátt fyrir nokkuð slakann hóp eins og þú segir. En þeir komu svolítið á óvart í fyrra með því að fara erfiðu leiðina og leggja bæði Boston og svo Cleveland. Ég vonaði þá að þeir myndu klára þetta Lakers lið sem ég einhverra hluta vegna þoli ekki.
  Munaði þó minnstu að Houston hefði lagt Lakers í rimmunni í fyrra, endaði 4-3 að mig minnir, þá hefði Houston farið alla leið, sérstaklega gegn Orlando í úrslitum, haha 🙂

  Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist. Ég er nokkuð sammála þessari spá þinni. En hver heldur þú að verði meistari?

  Ég setti minn pening á Cleveland í fyrra, ég ætla að gera það aftur. Ég hef enga trú á því að Boston og Lakers haldi þetta út.
  Tel reyndar Dallas eiga möguleika á að fara í úrslitin en ekki alla leið.

  Ég segi Cleveland – Dallas í úrslitum

 13. 13 siggeir apríl 20, 2010 kl. 9:25 e.h.

  Já, ég þoli heldur ekki Lakers, og ég vona heitt og innilega að þeir verði slegnir út af Dallas, en ég sé það ekki gerast. Mínir peningar eru á Cavs.

 14. 14 Viðar Kristinsson maí 20, 2010 kl. 7:04 e.h.

  Ég held að þið ættuð báðir að setja peningana ykkar í eitthvað annað en NBA. 🙂

 15. 15 siggeir maí 21, 2010 kl. 12:45 f.h.

  Haha, Dallas var auðvitað ekkert nema óskhyggja.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: