Miami halda áfram að drulla uppá bak

Horfði á fyrri hálfleikinn af viðureign Boston og Miami Heat í nótt. Hvílík skelfling. Miami voru gjörsamlega úti að skíta. Það verður reyndar að gefa Celtics það að þeir spiluðu ansi vel. En það var bara vont að horfa uppá Heat spila, þeir hittu EKKERT. Vonleysið skein úr andlitinu á D-Wade, greyið kallinn. Ég kíkti svo á highlights áðan á nba.com og ósköpin héldu bara áfram í seinni hálfleik, en Boston tóku 42-8 run! Ég held að ef að Miami taki sig ekki saman í andlitinu og vinni 3. leikinn (sem þeir eiga á heimavelli) þá sé þessi sería einfaldlega búin.

Sá ekki Suns – Portland, kíkti bara á highlights. Suns völtuðu einfaldlega yfir Portland í þessum leik og voru ekkert að láta fyrsta leikinn slá sig útaf laginu. Þegar Suns skora 120 stig (119 reyndar) þá held ég að Portland geti einfaldlega ekki haldið í við þá. Og þegar hinn 37 ára gamli Grant Hill skorar 20 stig og hittir úr 10/11 skotum, þá er voðinn vís fyrir andstæðinga Suns.

Tveir leikir í kvöld, Magic vs. Bobcats kl. 11, en vesturdeildin auðvitað alltof seint eins og vanalega, Dallas vs. Spurs kl. 01:30.

Auglýsingar

0 Responses to “Miami halda áfram að drulla uppá bak”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: