Hamborgarafabrikkan, taka 2

Eins og alþjóð veit er ég mjög hrifinn af hamborgurum. Ég myndi ekki segja að þeir væru uppáhalds maturinn minn, en segi gjarnan að þeir séu uppáhalds fæðuflokkurinn minn. Ég var því alveg nokkuð spenntur þegar ég heyrði að Simmi og Jói ætluðu að opna nýjan hamborgarastað, en um leið svolítið pirraður yfir öllu hæpinu og hvað þeir fengu fáránlega mikið af fríu plöggi í gegnum 365 miðla, ekki bara í sjónvarpi, heldur líka í blöðum og útvarpi. En sem sannur hamborgaraáhugamaður lét ég það ekki á mig fá og ákvað að gera mér ferð á Hamborgarafabrikkuna við fyrsta tækifæri. Það tækifæri gekk þó ekki betur en svo að ég þurfti frá að hverfa þar sem að það var klukkutíma bið eftir borði! Síðan þá hef ég borðað hjá þeim tvisvar og jafnframt snúið mér annað (Vitabar) einu sinni sökum þess að það var fullt útúr dyrum. Vinsælir þurfa þó ekki alltaf að þýða gæði og ég reiknaði nú kannski með að eitthvað myndi draga úr vinsældum staðarins eftir að nýjabrumið væri að mestu horfið en þegar ég kom þarna í gær klukkan 2 eftir hádegi á virkum degi var engu að síður nánast fullt hús. Það er því greinilegt að Simmi og Jói eru að gera eitthvað rétt, og það er auðvitað bara frábært að það gangi vel hjá nýju fyrirtæki á þessum síðustu og verstu.

En að matnum. Í fyrra skiptið var ég alls ekki ánægður. Ég pantaði mér Mortens (sjá matseðil á heimasíðu Fabrikkunnar). Hamborgarinn var ofeldur, næstum brenndur, grænmetið takmarkað og bernaise sósan bragðdauf. Ég var samt tilbúinn að gefa þeim annan séns. Það eru margir spennandi borgarar á matseðlinum, og þjónustan er bæði hröð og góð, eitthvað sem alltof margir skyndibitastaðir mættu taka sér til fyrirmyndar.

Í þetta skiptið ákvað ég að prófa lambaborgarann, en á honum er bernaise sósa (en ekki hvað?), ostur og hvítlauksristaðir sveppir. Í stuttu máli sagt var ég mjög sáttur með þennan borgara. Í þetta skiptið fann maður virkilega gott bragð af sósunni og sveppunum, sem ég gat varla greint að væru á Mortens borgaranum. Það eina sem ég get sett útá er grænmetið sem er á öllum borgurum, kál, tómatar og rauðlaukur, en það var aðeins sýnishorn af grænmeti á borgaranum. Ein tómatsneið og ca eitt gramm af rauðlauk. Svona stórir borgar kalla á að minnsta kosti þrjár tómatsneiðar, og eins og eina skífu af lauk (sem er btw sennilega ódýrasta grænmetið á markaðnum). Í fyrri heimsókn minni spurði Simmi mig hvernig hefði smakkast og ég benti honum að sjálfsögðu á að hamborgarinn hefði verið ofeldaðar. Hann brást við eins og allir veitingahúsaeigendur eiga að gera. Fór beint inní eldhús og las yfir kokknum. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hann taki grænmetisábendingu líka vel, það getur varla verið stefna staðarins að spara svona rosalega í grænmetinu. Fyrir 1.395 krónur (og þá á eftir að borga fyrir drykk) vil ég fá eitthvað fyrir peninginn. Annars fer ég bara á besta hamborgarastað landsins og fæ mér beikonborgara með meira grænmeti og gos fyrir 990 krónur. Þar fylgir kokteilsósan líka frítt með, en kostar 95 krónur á Fabrikkunni.

Heilt yfir var ég mjög sáttur eftir þessa heimsókn og borgarinn smakkaðist afbragðs vel. Eins og ég sagði þá eru margir spennandi borgarar á matseðlinum og ég mun án vafa verða reglulega gestur á Hamborgarafabrikkunni.

Auglýsingar

6 Responses to “Hamborgarafabrikkan, taka 2”


 1. 1 Aggi júní 2, 2010 kl. 3:59 e.h.

  Ég er búinn að fara 3 á fabrikkuna. Fyrsta skiptið mitt fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Reyndar brjálað að gera.

  Ekki rétta sósa á borgaranum, hamborgarinn var kaldur, fékk ekki kokteilsósuna sem ég pantaði, gleymdist að láta okkur fá hnífapörin, gleymdist að koma með bjór sem við pöntuðum ofl.

  Annað skiptið sem ég kom var þjónustan líka í fokki en það var sennilega því við vorum 8 drukknir drengir að versla ógrynni af bjór og öðru áfengi.

  þriðja heimsóknin, fékk ég mér lambaborgarann. Hann var vaangefið góður og mér finnst drykkirnir ódýrir.

  Ég er farinn að éta reglulega á drekanum, enda er hann við hliðina á mér. En að líkja þessum stöðum saman er eins og að líkja saman eplum og appelsínum þrátt fyrir að báðir staðir eru þekktir fyrir hamborgarana sína 🙂

 2. 2 siggeir júní 2, 2010 kl. 4:04 e.h.

  Það er vissulega rétt Aggi að þessir staðir eru gjörólíkir. En þeir bjóða báðir uppá hamborgara, og meðan að Drekinn getur boðið uppá betur vel útilátinn borgara fyrir undir 1000 krónur þá hljóta Simmi og Jói að geta splæst í tveir tómatsneiðar í viðbót og ögn af lauk.

 3. 3 almar júní 2, 2010 kl. 10:08 e.h.

  Ég fór einmitt á Fabrikkuna fyrir mánuði síðan. Þá var þjónustan í ruglinu. Við fengum ekki heldur hnífapör, vorum fjögur. Eftir að við báðum um þau þá kom þjónninn með þau í einni hrúgu og skellti bara á mitt borðið 😉 Matseðlarnir voru ekki teknir og við sáum gosið okkar bíða á barnum í 15 mín áður en það kom til okkar. Einn borgarinn var hrár, annar brunninn en allir frekar bragðlausir. Ég fékk mér fabrikkuborgarann og hann var ágætur, ekkert frábær. Held mér finnist engir hamborgarar vondir 😉 en maður sá allt í kringum sig fólk að kvarta yfir vitlausum borgara og það vantaði hitt og þetta. Svo var fólk á undan okkur í röðinni að borga líka að kvarta yfir hráu kjöti, og þjónninn var bara með derring og sagði að það þurfi að láta vita strax ef það á að gera eitthvað í því.. sem er nú sennilega rétt. Ég ætla samt að fara aftur þegar þjónarnir verða búnir að læra þjóna og vonandi búið að setja bragð í kjötið 😉

 4. 4 siggeir júní 5, 2010 kl. 2:02 e.h.

  Já það er greinilega ekki sama hvort að maður er Jón eða Séra Jón á Fabrikkunni. Í bæði skiptin sem ég hef komið þarna hefur Simmi spjallað við mig persónulega, kannski er mynd af mér á bakvið þar sem stendur: „Komið extra vel fram við þennan mann og passið að þjónustan sé tipp topp! Hann er nefnilega veitingahúsrýnir. Og líka algjör topp náungi.“ Kannski ekki.

  Ég tók samt eftir því í síðustu heimsókn hvað það voru rosalega margir þjónar á vakt, þeir hafa eflaust gert skurk í þjónustinni eftir fyrstu vikurnar, ég efast um að nokkur maður, þar á meðal þeir sjálfir, hafi gert ráð fyrir svona gríðarlegri traffík.

 5. 5 Gunnar ágúst 10, 2010 kl. 3:31 f.h.

  Í þetta eina skipti sem ég fór (með Siggeiri) þá leið mér eins og ég væri í fucking fjölskyldu og húsdýragarðinum.Umkringdur barnaafmælum.Ég man ekkert hvernig börgerinn var sem þýðir að hann hafi ekki verið góður né vondur bara lala.Og síðan þegar við vorum hálfnaðir með börgerinn kom í hátalarakerfinu að Linda ósk ætti 13 ára afmæli og hafi beðið um óskalag með sálinni,hefði gengið út hefði ég ekki verið hálfnaður með börgerinn.Ógeðslegur staður.

  Og það eina sem Simmi sagði við Siggeir var eitthvað út af því að þeir voru báðir afmyndaðir af því að vera með bagg í vörinni.

  Simmi og Siggeir avlöru Baggabræður hehe

 6. 6 siggeir ágúst 10, 2010 kl. 9:54 f.h.

  Hahaha, rólegur bitri Babar.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: