Að læra af sögunni

Hverja einustu próftíð síðan ég byrjaði í háskólanámi stend ég frammi fyrir sömu stöðunni. Ég þarf að frumlesa ca 80% alls kennsluefnisins. Auðvitað næ ég svo aldrei að lesa nándar nærri allt efnið, og einkunnirnar endurspegla það sennilega. Þó þær séu reyndar með ágætum, gætu þær alveg verið betri, og það böggar mig pínu að vita það. Mórallinn yfir einkunnunum er þó takmarkaður, því eins og ég segi þá eru þær með ágætum, og með þessu móti hef ég fengið meiri frítíma, tíma til að eyða með fjölskyldunni, og tíma til að eyða í allskonar vitleysu, eins og tölvuleiki og sjónvarpsgláp, sem er auðvitað ómissandi hluti af lífi hvers manns.

Það sem pirrar mig eiginlega mest er að hverja einustu próftíð rek ég mig á það að finnast margt lesefnið (alls ekki allt) bæði áhugavert og spennandi, og finnst frekar svekkjandi að hafa ekki lesið það fyrir tímana og fengið þannig tækifæri til að ræða það við mér fróðari  menn. Hverja einustu próftíð segi ég líka við sjálfan mig: „Nei, nú gengur þetta ekki lengur, næstu önn les ég allt jafnóðum og lendi ekki í þessum vanda.“ Svo er bara alltí einu aftur kominn prófatíð og ég ólesinn. Alveg óskiljanlegt.

Það er stundum sagt að sá sem læri ekki af söguni sé dæmdur til þess að endurtaka hana. Sem verðandi sagnfræðingur get ég vottað að þessi orð eru 100% sönn. Næstu önn ætla ég líka að lesa allt námsefnið jafnóðum.

Auglýsingar

0 Responses to “Að læra af sögunni”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: