Kontóristinn

Ég sór þess eið fyrir margt löngu að byrja aldrei að drekka kaffi. Mér þótti kaffi vont og það er alkunna að þeir sem á annað borð byrja að drekka kaffi lenda í vítahring koffínfíknar. Svo leið og beið, ég komst í gegnum menntaskóla án þess að byrja að drekka kaffi, og í gegnum 3 sumur af sjómennsku án þess að halla mér að kaffikönnunni. En síðan eru liðin mörg ár. Ég fór að fikta við kaffidrykkju eftir að ég byrjaði í háskólanum, en þó aldrei af neinni alvöru. Drakk bara latté eins og kettlingur, og aldrei nema einn og einn bolla.

Í haust ákvað ég svo að stíga skrefið til fulls og keypti kaffivél inn á heimilið. Keypti Senseo vél af Vidda (þar sem hann átti tvær), lagði ekki í það að kaupa vél sem hellir uppá heilar könnur, enda eins og áður sagði, linur kaffidrykkjumaður fram að þessu tímapunkti. Vélin var töluvert notuð í vetur, en þó alls ekki á hverjum degi og enn var ég nokkuð hófsamur drykkjumaður.

En nú er öldin önnur. Ég er orðinn skrifstofumaður, og á skrifstofu verður maður að drekka kaffi. Það er bara þannig. Maðurinn sem ætlaði aldrei að byrja að drekka kaffi er núna orðinn maðurinn sem hellir uppá kaffið á kaffistofunni á morgnanna! Enn finnst mér kaffi samt ekkert sérstaklega gott.

En mig langar samt alltaf í annan bolla.

Auglýsingar

2 Responses to “Kontóristinn”


  1. 1 Kristinn júní 19, 2010 kl. 12:24 f.h.

    Kaffi er góður ósiður. Heimskulegur en meinlaus. Kósý stöff.

  2. 2 Siggeir júní 20, 2010 kl. 8:45 e.h.

    Meinlaus alveg þangað til að maður fær blæðandi magasár 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: