Berdreyminn?

Ég geng aldrei með peninga á mér nema í einhverjum algjörum undantekningartilfellum. Ég nota alltaf kort. Á ekki einu sinni seðlaveski. En í nótt dreymdi mig að ég hefði týnt kortinu mínu en fyrir einhverja ótrúlega guðslukku var ég með 500 kall í kortaveskinu mínu sem ég gat notað til að borga í sjoppunni í MA. (Þar var Björn Magnús einnig staddur og söng hátt ‘Skál og syngja’ og ég bað hann vinsamlegast um að halda kjafti.) Þetta dreymdi mig bara rétt áður en ég vaknaði í morgun. Ég vakna og staulast inná bað, ekki enn kominn með fulla sjón í allri birtunni, og þar sem ég stend við klósettið verður mér litið á þvottavélina mér á vinstri hönd og sé í fjarska að það er hvítur og rauður miði klesstur inná glerið á vélinni. Þegar ég færði mig svo nær til að skoða miðann betur sá ég að þetta var hvað? Jú, 500 króna seðill!

Freeeeekar spúkí stöff, ég verð að spyrja James Randi út í þetta í kvöld.

Auglýsingar

0 Responses to “Berdreyminn?”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: