Stóra hómópathíusvindlið

Þar til tiltölulega nýlega hafði ég ekki minnsta grun um hvað nákvæmlega fólst í hómópathíu, eða smáskammtalækningum eins og þetta heitir á íslensku. Raunar hélt ég alltaf að þetta væri einhverskonar grasalækningar, og væru eflaust gagnlegar fyrir einhverja, og lét ég þetta mig litlu skipta. En svo komst ég að því að smáskammtalækningar eru sennilega mesta svindl sem fundið hefur verið upp!

Smáskammtalækningar eru ekki grasalækningar, langt í frá. Smáskammtalækningar snúast um að lækna líkt með líku, en bara í smáum skömmtun. Raunar svo smáum að hlutföllin eru fáránleg. Horfum á þetta kynningarmyndband með hinum mæta fræðimanni Richard Dawkins, okkur til uppfræðslu og yndisauka.

Þar hafið þið það. Hlutföllin eru svo fáránleg að „lyfin“ eru ekkert annað en vatn! Og þetta borgar fólk fyrir! Smáskammtalækningar hafa blessunarlega ekki náð mikilli fótfestu á Íslandi, en í Bandaríkjunum og Bretlandi er þetta bisness sem veltir milljörðum. Í Bandaríkjun eru menn svo farnir að teygja svindlið enn lengra, með því að merkja t.d. kvefmeðul, með orðunum „Homeopathic remedy“ þrátt fyrir að innihaldið sé eins langt frá því að vera útþynntur smáskammtur og hugsast getur. En bara með því að skella hómópathíu á merkimiðann, er hægt að rukka 70% meira en fyrir sambærilegt „alvöru“ lyf! Þetta er auðvitað ekkert annað en vörusvik, en fyrir þessu fellur auðtrúafólk í hrönnum.

Smáskammtalækningar eru vatn. Einu mögulegu áhrifin eru lyfleysuáhrif, en fólk ætti að geta fengið þau án þess að eyða fúlgum fjár til þess eins að láta svindla á sér.

Að lokum skulum við horfa á þetta frábæra uppistand með Dara O’Briain þar sem hann tætir í sig hómópatha og aðra svindlara eins og næringarþerapista.

Að lokum, varist svindlara og kuklara eins og pestina. Takið öllu sem þið heyrið (líka þessum pistli) með fyrirvara. Á Íslandi er einn svindlari búinn að koma sér vel fyrir og græðir vel á því að blekkja fólk og selja því lyfleysuáhrif. Þessi einstaklingur heitir Jónína Benediktsdóttir.

Auglýsingar

0 Responses to “Stóra hómópathíusvindlið”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: