Samdráttur og ofþensla

Egill Helgason fjallaði í gær um þann mikla samdrátt sem hefur orðið í smásölu á Íslandi, eða um 15% frá árinu 2007. Þetta er auðvitað gríðarleg minnkun í veltu, og Egill veltir upp eftirfarandi spurningu um mergð íslenskra verslanna:

Maður furðar sig enn á því hvað eru margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Sumar matvörubúðir virðast alveg óþarfar. Enginn þar að kaupa neitt.

Það er eiginlega merkilegt að verslunum skuli ekki hafa fækkað meira – maður spyr sig til dæmis hvort Smáralindinni sé ekki ofaukið í þessu árferði.

Nú hef ég sjálfur unnið töluvert á þessu svonefnda smásölusviði frá árinu 2006 og eitt er að minnsta kosti alveg ljóst. Veltan 2006-2007 var ekki komin til að vera og því ekki nema eðlilegt að einhver samdráttur verði.  Margar verslanir hafa lokað. BT er t.d. nánast búið að þurrkast út og í sama bransa er Max skroppin saman. Bólan er augljóslega sprungin. Ég hef frá upphafi haft miklar efasemdir um Smáralindina og í dag er hún nánast bara ein risastór fatabúð. Ég hef hins vegar fulla trú á að hún tóri, en það hefur svo sem gerst áður að verslunarmiðstöðum hefur verið lokað. En þó svo að Smáralindin tóri er turninn sem byggður hefur verið við hana (eða er í byggingu) glöggt merki um stórmennskubrjálæði ofþensluáranna.

Það sem kom mér hins vegar mest á óvart sumarið eftir hrun (2008 þ.e.), þegar ég vann hjá Sony Center í Kringlunni, voru atvinnuauglýsingarnar útum alla Kringlu. Önnur hver fataverslun virtist vera að leita eftir starfsmönnum, og svo man ég líka eftir frétt þar sem einhver verslunareigandi sagðist ekki geta mannað verslun sína. Fatamarkaðurinn á Íslandi virðist nefnilega vera rekinn með ótrúlegri álagningu, sem sést best á 50% útsölum sem eru orðnar normið í mörgum verslunum. Ef þú getur rekið blómlega verslun og veitt reglulega helmings afslátt held ég að þú þurfir ekki að óttast 15% samdrátt frá metsöluári.

En ég get hins vegar tekið undir orð Egils um matvöruverslanirnar. Í mínu hverfi er t.d. 10/11 búð sem er alltaf tóm þegar maður kemur þar. Ég hef samt tekið eftir því að hólfið þar sem kortaafritin eru geymd er alltaf smekk full, svo að kannski er meiri velta þarna en maður gerir sér grein fyrir? Annars er það auðvitað sorglegt hvernig Mjóddin virðist gleypa alla verslun og þjónustu í Breiðholtinu meðan að verslanakjarnar í hverfunum standa svo til auðir og eyðilegir.

Einhverjar verslanir hljóta að hopa af markaði í þessu árferði, annað er óumfljýjanlegt. Af stórum kjörnum myndi ég telja Krepputorgi gjörsamlega ofaukið. Þar stendur hinn fullkomni minnisvarði um óráðsíu síðustu ára. Stundum er eins og menn hafi alveg gleymt að taka það með í reikninginn að Íslendingar eru bara 300.000.

Auglýsingar

0 Responses to “Samdráttur og ofþensla”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,674 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: