Blygðunarlausar bitlingsstöðuveitingar

Ég skoða gjarnan vefinn starfatorg.is, þó svo að ég sé ekki í leit að starfi, aðallega til þess að skoða framboð á störfum fyrir framhaldsskólakennara, þar sem ég geri mér vonir um að verða einn slíkur næsta haust. Í dag rak ég augun í starf sem mér þótti nokkuð spennandi. Það er nálægt minni heimasveit, og ég hugsaði með mér að e.t.v. myndi það henta sjálfum mér vel í framtíðinni ef ég léti verða af því að sækja meistaranám í safnafræðum. Umrætt starf er sem sagt: Forstöðumaður – Háskóli Íslands, Stofnun fræðasetra – Sandgerði.

Hvaða kröfur skyldi ríkið gera til umsækjenda? Meðal verkefna forstöðumanns eru:

Forstöðumaður hefur umsjón með starfsemi setursins, fjármálum þess og daglegum rekstri. Meginverksvið er skipulagning rannsókna- og samstarfsverkefna, áætlanagerð og yfirumsjón með fjáröflun. Forstöðumaður þarf að geta tekið að sér að leiðbeina háskólanemum í framhaldsnámi og séð um aðra kennslu á háskólastigi.

Gott og vel, stjórnun og kennsla í bland. Hér þarf eflaust vel menntaðan mann með reynslu af bæði kennslu og rannsóknum. Sjáum hvaða kröfur ríkið setur um menntun:

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í eiturefnavistfræði, með áherslu á rannsóknir á lífverum sjávar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi stundað sjálfstæðar rannsóknir á þessu sviði og tekið virkan þátt í alþjóðasamstarfi

Eiturefnavistfræði? Hvað er eiturefnavistfræði? Þessi krafa hlýtur að dæma ansa marga umsækjendur sjálfkrafa úr leik. Og gott betur en það, þessi krafa virðist þrengja hópinn mjög mikið niður, raunar svo mikið að ég get ekki betur séð en að aðeins einn maður komi til greina, og það er þessi maður hér, Eiríkur Stephensen.

Eiríkur þessi virðist í fljótu bragði vera eini Íslendingurinn sem uppfyllir þær menntunarkröfur sem gerðar eru til forstöðumanns þessa fræðaseturs (athugið að útlendingar dæmast sjálfkrafa úr leik enda krafa um góða íslenskukunnáttu). Einnig er gerð krafa um gott vald á einu Norðurlandatungumáli, en það vill svo skemmtilega til að Eiríkur vann doktorsritgerð sína í Svíþjóð, og ætti því að vera a.m.k. mellufær í sænsku.

Mikið hlýtur það að vera þægilegt þegar störf eru smíðuð svona fyrir mann.


Auglýsingar

6 Responses to “Blygðunarlausar bitlingsstöðuveitingar”


 1. 1 Jóhannes ágúst 18, 2010 kl. 2:37 e.h.

  Eiturefnavistfræði er undirgrein vistfræði og vistfræði er undirgrein líffræði. Því gætu aðrar doktorsritgerðir verið skráðar undir annarri hvorri þeirra greina eða jafnvel undir efnafræði.

 2. 2 Eric dos Santos ágúst 18, 2010 kl. 7:58 e.h.

  Í rauninni eru þá alla vega 2 íslendingar sem eru með PhD í eiturefnavistfræði því einn kunningi minn lauk doktórsprófið við Háskóla Íslands í eiturefnavistfræði fyrir tveimur árum. En, flestir íslendingar eru færir í að minnstu kosti eina norðalandatungumál.

 3. 3 siggeir ágúst 18, 2010 kl. 8:26 e.h.

  Mætti ég spyrja hvað vinur þinn heitir, svo ég geti séð hvernig próf hans er flokkað í kerfinu. Ef að fjöldi Íslendinga er með þessa menntun á bakinu fellur gagnrýni mín auðvitað um sjálfa sig og dreg ég hana auðmjúklega til baka!

  • 4 Eric dos Santos ágúst 18, 2010 kl. 8:44 e.h.

   Hann heitir Halldór Pálmi Halldórsson. Ég held að þetta er ekki algengt próf á íslandi. Það er rétt hjá þér að þessi krafa þrengir að fjölda fólks sem kemur til greina að starfa þar. Ég biðst velvirðingar og von að þú finnur gott starf og það fljótt. En, ég hef unnið í háskólasetrinu og skil alveig af hverju þeir gera kröfuna. Háskólasetrið í Sandgerði er sérhæft fyrir eiturefnavistfræði vegna þess að þar er fullkomlega hreinn sjór tekinn upp úr borholu undir húsinu. Þessi sjór gerir stöðina einsdæmi í heiminum. Sérfræðingar koma frá öllum heimshornum til að vinna verkefni hérna út af þessu. Þeir gera allskonar sérkennilegar kröfur fyrir tæki og kunnáttu um hvað þeir eru að gera er algjörlega nauðsýnlegt til þess að geta aðstoðað þá og gert ráð fyrir hvað er hægt og hvað ekki.

 4. 5 siggeir ágúst 18, 2010 kl. 8:41 e.h.

  Samkvæmt þessum lista hér: http://www3.hi.is/pub/lif/miniweb/doktors.htm (sem virðist ekki hafa verið uppfærður síðan 2005) er amk einn Íslendingur í viðbót með doktorspróf í eiturefnavistfræði, og það er Halldóra Skarphéðinsdóttir http://doktor.bok.hi.is/manneskja.php?id=0000553 en hún er þó skráð sem líffræðingur í gagnagrunninn. Það virðast því vera nokkrir sem koma til greina í stöðuna, en þeir eru þó sennilega teljandi á fingrum annarrar handar. Maður hlýtur að spyrja sig hvort að ekki hefði verið nóg að afmarka skilyrðin við doktorspróf í líffræði með áherslu á lífríki sjávar, en miðað við orð Rögnvalds Ólafssonar vantar þeim nákvæmlega eiturefnavistfræðing og ekkert annað: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/okkur-vantar-bara-svona-folk-forstodumadur-leitar-logandi-ljosi-ad-eiturefnavistfraedingi

 5. 6 siggeir ágúst 18, 2010 kl. 8:56 e.h.

  Svo það sé alveg á hreinu þá er það misskilningur að ég sé að leita að starfi eða hafi sótt um þetta tiltekna starf 🙂 Ég er búinn að senda Víkurfréttum tölvupóst og biðja þá um að leiðrétta þessa misfærslu.

  En það er mjög gott að fá þessa útskýringu á starfi setursins í Sandgerði og setur þessar þröngu kröfur vissulega í betra samhengi!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,652 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: