Sarpur fyrir desember, 2010

Kannast ekki allir við þennan nemanda?

Auglýsingar

Blogg í kennslu?

Spurt er, er hægt að nota blogg í námi og kennslu?

Svar mitt er já. Bæði nemendur og kennarar ættu að geta nýtt sér kosti þess. Kennarar t.d. geta miðlað námsefni í gegnum það og ég sé fyrir mér að blogg frá kennara gæti nýst vel í fjarnámi. Nemendur geta svo skilað inn allskonar verkefnum, eins og t.d. lestrardagbókum, en gallinn við bloggkerfið er að hver og einn nemandi hefur fulla stjórn yfir sinni síðu, og getur þ.a.l. fegrað verk sín eftir á. Umræður geta líka farið fram á bloggsíðum, en það gerist fyrir algjörlega opnum dyrum, og aftur geta skapast vandamál tengd ritskoðun.

Annar stór ókostur er að blogg eru oftar en ekki persónuleg málgögn þeirra sem þau rita. Ég er þess vegna ekki viss um að það sé æskilegt að tengja einkabloggsíður (eins og þessa) við nám sitt, hvort sem maður er kennari eða ekki. En það er auðvitað enginn vandi að stofna nýtt blogg, þó svo að ég hafi ekki nennt því í þetta skiptið.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar