Kvikmyndadómur: La Horde (2009)

Ég horfði á frönsku dauðyflamyndina La Horde, eða Mergðin eins og ég vil kalla hana á íslensku, um helgina. Eins og alkunna er, er ég mikill aðdáandi hvers konar heimsendamynda og ég leyfði mér því að vera pínulítið spenntur fyrir þessari. Hún hafði fengið töluverða umfjöllun, trailerinn var t.d. featured video á Youtube, og mér finnst alltaf spennandi þegar einhverjir aðrir en Hollywood reyna við dauðyflageirann. Norðmenn komust t.d. snilldarlega frá honum með Dead Snow. Lítum á trailerinn:

Þessi stikla lítur alls ekki illa út, og raunar er sjónræni hlutinn lang sterkasti hluti myndarinnar. Dauðyflin eru mjög sannfærandi, það er töluverður splatter og ágætis hasaratriði inná milli, sérstaklega undir lokin. En þegar kemur að handritinu fatast Frökkunum flugið all hrapalega og lenda harkalega með andlitið á undan sér.

Myndin gerist í stórri gamalli blokk sem hefur verið yfirgefin að nafninu til. Aðeins er búið í örfáum íbúðum. Setjum okkur í spor sögupersónanna. Nú brýst út heimsendir, eða svo gott sem. Þú veist ekkert hvað er að gerast. Maður sem að þú hélst að væri dauður lifnar við og reynir að éta fólk. Fljótlega sjást fleiri slík kvikindi og þegar þú lítur útum gluggann sérðu að blokkin er umkringd dauðyflum. Í fjarska sést að borgin stendur í ljósum logum og sprengingar berast einnig þaðan. Hvert er þá næsta rökrétta skref? Ég, og flestir skynsamir menn eru sennilega sammála, myndi vígbúast í blokkinni. Það eru sennilega ekki til betri hús til að verjast dauðyflaárásum en blokkir. Þessi blokk er líka svo gott sem tóm, og í ofanálag er þar að finna helling af vopnum. Það eina rökrétta í stöðunni er að halda kyrru fyrir, þó ekki væri nema til morguns.

En það er alls ekki það sem gerist. Myndin fjallar í upphafi um uppgjör milli glæpaklíku og lögreglumanna, sem neyðast til að standa saman gegn dauðyflunum. Hópurinn hefur engan ytri hvata til að yfirgefa bygginguna og hlaupa í ginið á dauðyflum sem þrá ekkert heitara en að kjammsa á innyflum þeirra. En samt virðist þeim finnast það góð hugmynd, og raunar eini kosturinn í stöðunni.

Eins og sést á myndinni hér að ofan er ógeðslega fokking mikið af dauðyflum í þessari mynd, og það er það besta við hana. Órökréttar ákvarðanir skila áhorfendum djöfull blóðugum bardagasenum, en þær ná ekki að bæta manni upp fyrir pirringin yfir heimsku persónanna. Forsendur atriðisins hérna fyrir ofan eru t.d. fáránlegar. Sjón er sögu ríkari.

Ég get ómögulega mælt með þessari mynd nema fyrir allra hörðustu uppvakninga og dauðyflaaðdáendur.

Einkunn: 5/10

Auglýsingar

0 Responses to “Kvikmyndadómur: La Horde (2009)”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: