Sarpur fyrir mars, 2011

Mottu-mars er glapræðishugmynd!

Mottu-mars er ein alversta hugmynd sem skotið hefur upp kollinum á Íslandi í langan tíma. Það er einfaldlega óðs manns æði að menn nauðraki sig í einum kaldasta mánuði ársins! Þetta fann ég vel á eigin skinni síðustu tvo daga þar sem ég vann útivinnu í hríðarkófi. Væri ekki miklu nær að taka upp nýja og skemmtilegri hefði, nefnilega allskeggs-apríl. Þannig gætu íslenskir karlmenn lagt í alskegg í febrúar og mars og ornað sér í andlitinu um leið meðan kuldaboli þenur sig hvað mest. Svo vita líka allir að snyrtilegg alskegg eru miklu klæðilegra heldur en perraleg motta nokkurn tíman!

Ef að einhver grætur það mjög að mottu-mars leggist af, er einfaldlega hægt að færa motturnar fram í maí. Þar með höldum við stuðluninni á m-unum og íslenskir karlmenn geta kastað vetrarbúningnum úr andliti sínu á vormánuðum.

Ég ásamt Jack Passion, heimsmethafa í skeggvexti, og Phil Olsen, fyrirliða bandaríska skegglandsliðsins.

Auglýsingar

Gullna hliðið

  • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar