Að ná sér í bíómynd (eða, allt sem er að internetinu)

Um daginn keypti ég DVD mynd handa dóttur minni. Áður en við gátum horft á myndina þurftum við að samt að horfa á auglýsingu sem ekki er hægt að spóla yfir.

Fyrir það fyrsta er auðvitað alveg óþolandi að þurfa að horfa á svona helvítis áróður þegar maður er búinn að borga fyrir myndina. Eða eins og Dara O’Briain sagði, það besta við að horfa á stolnar myndir er að maður þarf ekki að horfa á viðvörunina um að stela ekki myndum. En svona þar fyrir utan er þessi auglýsing um það bil eins heimskuleg og hugsast getur, og þeir sem bjuggu hana til vita EKKERT um það hvernig torrent heimurinn virkar. Þarna sjáum við hip og cool hóp af fólki sem hefur haft fyrir því að kaupa hard copy af bíómynd, og svo fylgjumst við með þeim njóta ávaxta erfiðis síns þar sem þau horfa á myndina í topp gæðum, borða popp og hafa gaman.

Á meðan er vondi kallinn einn og yfirgefinn í myrku herbergi að rembast við að downloada mynd á litla laptoppinn sinn, en auðvitað tekst það ekki hjá honum. Hið góða og bjarta sigrar alltaf hið vonda og dimma, þannig virka öll ævintýri og ég get ekki betur séð en að stjórnendur kvikmyndaveranna búi einmitt í ævintýralandi. Að minnsta kosti á þessi auglýsing ekkert skilt við raunveruleikann.

Raunveruleikinn er nefnilega sá að það er ótrúlega auðvelt og þægilegt að sækja sér mynd á netið. Meira að segja í topp gæðum, og margir eru búnir að tengja tölvur/spilara við stóru sjónvörpin sín og heimabíó og fá nákvæmlega sömu upplifun heim í stofu og þeir sem hafa fyrir því að kaupa myndir með öllu því umstangi (og peningaaustri) sem því fylgir.

Tökum nærtækt dæmi af sjálfum mér. Fyrir nokkrum dögum síðan vildi ungur frændi minn ólmur horfa á eins og eina góða zombie mynd. Í hillunni hjá okkur fann hann Land of the Dead á DVD (já, eintak sem ég BORGAÐI peninga fyrir!) en ég stakk uppá því að við myndum frekar horfa á Dawn of the Dead. Svo að ég kíkti á Leiguna hjá Vodafone, en hún var auðvitað ekki til þar. Það tók mig samt dágóða stund að komast að því, því að notendaviðmótið hjá þeim er gjörsamlega handónýtt. Svo að ég skellti mér bara á Dei**u.net og náði í myndina með íslenskum texta á u.þ.b. 3 mínútum.

Vandamálið sem kvikmyndaverin glíma við er ekki að menn vilji stela myndum (jú auðvitað líka). Vandamálið er að fólk sem vill borga fyrir efnið, getur það ekki, og í þau fáu skipti sem það getur á annað borð borgað er erfitt að nálgast efnið, leigutíminn takmarkaður, gæðin léleg eða verðið of hátt. Jafnvel allir þessir gallar í einum pakka. Og þetta er ekkert að fara að breytast í nánustu framtíð. Stóru kallarnir í Hollywood eru ekki í neinum tengslum við neytendur, þeir vilja bara kreysta eins margar krónur og þeir mögulega geta útúr hverri einustu mynd. Við getum alveg gleymt því að þeir bakki eitthvað í sinni afstöðu.

Þangað til munu torrent síðurnar lifa góðu lífi og allir halda áfram að borga núll krónur fyrir sína afþreyingu.

Auglýsingar

2 Responses to “Að ná sér í bíómynd (eða, allt sem er að internetinu)”


 1. 1 Arnar Gísli ágúst 3, 2012 kl. 2:37 e.h.

  Þetta er alveg æðisleg auglýsing! Ég hef aldrei verið svona ánægður að horfa á bíómynd í dvd gæðum allavega…

 2. 2 Gummi Bergmann ágúst 3, 2012 kl. 6:55 e.h.

  Nú hef ég einmitt sótt kvikmyndir af netinu sem ég á uppi í skáp á DVD formi einfaldlega vegna þess að hitt formið, tölvutæka, er meðfærilegra í alla staði. Í dag horfi ég á 30 Rock í símanum mínum vegna þess! Íslenskar sjónvarpsstöðvar eru að taka skref fram á við með netþjónustu, sbr. Netfrelsi Skjásins. Það eitt og sér þykir mér stórt stökk fram á við. En svo virðist sem kvikmyndaheimurinn sé enn að hjakkast á sömu formúlunni sem hefur gengið svo vel undanfarin ár. Markaðurinn finnur sína „Bestu leið“ og þetta er gott dæmi um það.

  Annars vil ég skjóta fram fleygri setningu sem ég fann í grein af http://www.smais.is :

  „Benda má á að hvorki eiturlyf né vændi var fundið upp af glæpahringjum en fæstir efast um tengsl þeirra við þær tilteknu iðjur í dag.“


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

 • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: