Tvær bækur, ördómar

Í sumar las ég tvær afar keimlíkar bækur. Fyrir utan það að vera í sama broti og hafa sama þýðanda, þá er forsíðumyndin í sama stíl (andlit sem er hulið að hluta) og efnið í grunninn það sama. Þær fjallar báðar um daglegt líf í lögreglu- og eftirlitsríkjum sem kenndu sig á einn eða annan hátt við kommúnisma. Annað þeirra hefur nú liðið undir lok en hitt lifir enn „góðu“ lífi. Umræddar bækur eru sum sé annarsvegar bókin „Engan þarf að öfunda“ sem fjallar um Norður-Kóreu og hins vegar „Stasíland“ sem fjallar um Austur-Þýskaland.

Stasíland er ágæt bók. Hún er skrifuð frekar nýlega, einhverjum 20 árum eftir að Berlínarmúrinn féll. Í henni er því verið að líta í baksýnisspegilinn. Hún veitir vissulega nöturlega (og áhugaverða) innsýn í starfshætti leyniþjónustunnar Stasí en hún er samt engan veginn jafn grípandi og Engan þarf að öfunda. Þar fyrir utan er stíllinn örlítið þreytandi og ruglingslegur á stundum. Höfundur blandar saman við frásögnina sínu eigin lífi meðan hún vann að heimildaöflun og stundum finnst manni eins og hún verði að hálfgerðri skáldsögu.

Kannski er það einmitt vegna þess að tímabilið sem er til umfjöllunar er liðið að bókin er ekki jafn spennandi og hin. Berlínarmúrinn er fallinn og Austur-Þýskaland er ekki lengur til. Þýskaland er líka nær okkur, bæði í menningu og bókstaflega, svo að fréttir þaðan hafa borist okkur nokkuð greiðlega síðustu ár. Það er fátt sem kemur manni á óvart í bókinni þó svo að þar komi vissulega margt mjög áhugavert fram. Austur-Þýskaland er bók sem verið er að loka meðan að N-Kórea er enn galopin, að einhverju leiti.

Þó svo að saga N-Kóreu sé enn opin er landið sjálft nokkurn veginn lokað í báðar áttir og sögurnar í bókinni eru flestar frekar nýlegar. Leyndin sem hvílir yfir öllu sem viðkemur þessu landi gerir þessa bók mun áhugaverðari aflestrar heldur en Stasíland. Oftar en ekki var ég hreinlega gapandi af undrun þegar ég las hana og ég átti oft mjög erfitt með að leggja bókina frá mér. Sérstaklega minnistæð er frásögnin af því hvernig mannaskít er safnað í fötur til þess að bera á tún og akra sem áburð.

Engan þarf að öfunda er einnig kröftugleg áminning um það hversu gott við höfum það á Vesturlöndum. Hlutir sem við göngum að sem sjálfsögðum, eins og rafmagn, er munaður víða um heim. „Þegar rafmagnið fer hverfur menningin“ stóð einhversstaðar í bókinni og þegar maður leiðir hugann að því þá áttar maður sig á því hversu alltumlykjandi rafmagn er í menningu okkar. Einfaldur hlutur eins og að lesa bók verður snúinn þegar þú getur ekki kveikt ljós til að sjá textann á blaðsíðunum.

Ég mæli hiklaust með báðum þessum bókum, þó sérstaklega þeirri síðari. Það er ekki á hverjum degi sem tíðindi berast frá Norður-Kóreu, en þarna kemur risa pakki. Bókin er öll byggð á viðtölum við fólk sem hefur flúið frá landinu enda væri ekki hægt að skrifa hana öðruvísi. Illt umtal um hið frábæra móðurland yrði aldrei liðið.

Helsta gagnrýnin á bókina hér á Íslandi beindist að þýðingunni. Bókadómurinn á dv.is er t.d. nánast alfarið um þýðinguna en ekki efni bókarinnar. Það má vissulega setja útá þýðinguna. Nokkrum sinnum stoppaði ég og las setningarnar yfir aftur því að orðaröðin var alveg útúr kú. En þetta hefur engin áhrif á heildarupplifunina og er bara smáatriði í heildarmyndinni.

Auglýsingar

0 Responses to “Tvær bækur, ördómar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
Gullna hliðið

  • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: