Posts Tagged 'The Movies'

Kvikmyndadómur: La Horde (2009)

Ég horfði á frönsku dauðyflamyndina La Horde, eða Mergðin eins og ég vil kalla hana á íslensku, um helgina. Eins og alkunna er, er ég mikill aðdáandi hvers konar heimsendamynda og ég leyfði mér því að vera pínulítið spenntur fyrir þessari. Hún hafði fengið töluverða umfjöllun, trailerinn var t.d. featured video á Youtube, og mér finnst alltaf spennandi þegar einhverjir aðrir en Hollywood reyna við dauðyflageirann. Norðmenn komust t.d. snilldarlega frá honum með Dead Snow. Lítum á trailerinn:

Þessi stikla lítur alls ekki illa út, og raunar er sjónræni hlutinn lang sterkasti hluti myndarinnar. Dauðyflin eru mjög sannfærandi, það er töluverður splatter og ágætis hasaratriði inná milli, sérstaklega undir lokin. En þegar kemur að handritinu fatast Frökkunum flugið all hrapalega og lenda harkalega með andlitið á undan sér.

Myndin gerist í stórri gamalli blokk sem hefur verið yfirgefin að nafninu til. Aðeins er búið í örfáum íbúðum. Setjum okkur í spor sögupersónanna. Nú brýst út heimsendir, eða svo gott sem. Þú veist ekkert hvað er að gerast. Maður sem að þú hélst að væri dauður lifnar við og reynir að éta fólk. Fljótlega sjást fleiri slík kvikindi og þegar þú lítur útum gluggann sérðu að blokkin er umkringd dauðyflum. Í fjarska sést að borgin stendur í ljósum logum og sprengingar berast einnig þaðan. Hvert er þá næsta rökrétta skref? Ég, og flestir skynsamir menn eru sennilega sammála, myndi vígbúast í blokkinni. Það eru sennilega ekki til betri hús til að verjast dauðyflaárásum en blokkir. Þessi blokk er líka svo gott sem tóm, og í ofanálag er þar að finna helling af vopnum. Það eina rökrétta í stöðunni er að halda kyrru fyrir, þó ekki væri nema til morguns.

En það er alls ekki það sem gerist. Myndin fjallar í upphafi um uppgjör milli glæpaklíku og lögreglumanna, sem neyðast til að standa saman gegn dauðyflunum. Hópurinn hefur engan ytri hvata til að yfirgefa bygginguna og hlaupa í ginið á dauðyflum sem þrá ekkert heitara en að kjammsa á innyflum þeirra. En samt virðist þeim finnast það góð hugmynd, og raunar eini kosturinn í stöðunni.

Eins og sést á myndinni hér að ofan er ógeðslega fokking mikið af dauðyflum í þessari mynd, og það er það besta við hana. Órökréttar ákvarðanir skila áhorfendum djöfull blóðugum bardagasenum, en þær ná ekki að bæta manni upp fyrir pirringin yfir heimsku persónanna. Forsendur atriðisins hérna fyrir ofan eru t.d. fáránlegar. Sjón er sögu ríkari.

Ég get ómögulega mælt með þessari mynd nema fyrir allra hörðustu uppvakninga og dauðyflaaðdáendur.

Einkunn: 5/10

Auglýsingar

Endurgerðir í Hollywood

Ég verð alltaf pínu pirraður þegar Hollywood endurgerir myndir. Hefur fólk ekkert hugmyndaflug lengur? Ég get svo sem alveg skilið það þegar menn endurgera ævafornar myndir sem enginn man eftir (þó mér finnist það samt lame) en síðustu ár hafa menn fært sig sífellt nær nútímanum í endurgerðum og þegar kemur að endurgerðum af myndum sem eru ekki frá Hollywood, þá hafa menn einfaldlega no shame. Karlar sem hata konur er t.d. strax komin í endurvinnslu. Kaninn hatar víst textaðar myndir, þannig að það er alveg hægt að skilja gróðasjónarmiðið að baki þess að endurgera myndir sem eru ekki á ensku. En hvað er þá málið með að endurgera breskar myndir? Síðast þegar ég gáði voru þær flestar ef ekki allar á ensku.

2007 kom út ágætis mynd í Bretlandi sem nefndist Death at a funeral. Hún var að vísu ekki alveg jafn góð og ég hafði vonað, en ágætis skemmtun engu að síður. Núna 3 árum seinna er þessi mynd að koma út í Bandaríkjunum, sem endurgerð. Og til að passa sig að gera eitthvað nýtt, þá er myndin um svarta fjölskyldu í þetta skiptið! Dvergurinn er samt á sínum stað, sami dvergurinn nota bene.

Eins og svo oft með grínmyndatrailera þá er alltof mikið látið uppi um í honum, bæði um plottið og margir af bestu bröndurnum koma þarna fram. Trailerinn er svo til identical við þann breska, maður hefði haldið að þeir gætu kannski lært eitthvað af mistökunum þar, en svo er greinilega ekki. (Auðvitað er erfitt að „fela“ plottið og brandara í mynd sem er þegar komin  út, en ég geri ráð fyrir að þessi útgáfa sé stíluð inná hóp sem hefur ekki séð fyrri útgáfuna.) Framleiðendurnir mega samt eiga það að þeir eru virkilega að draga fram stóru byssurnar þarna í leikaraúrvali. Skil samt ekki af hverju Samuel L. Jackson er ekki þarna, hann er jú í öllu.

Annars eru tvær aðrar grínmyndir að detta í kvikmyndahús á næstunni sem ég held að gætu orðið góðar:

Hot tub time machine, er hægt að hafa betri grunn til að byggja grínmynd á?

Steve Carrel er bestur. Vonandi verður þessi mynd það líka.

Donnie Brasco og anti climax dauðans

Donnie Brasco, fínasta mynd. Mikið og langt build up að einhverju rosalegu bösti í endann en nei, enginn handtekinn, enginn drepinn (Lefty hugsanlega drepinn, a.m.k. átti hann von á því, en hann átti líka von á því fyrr í myndinni og lifði það ágætlega af). Þessi 500 dollara ávísun í lokin var alveg algjör frat endir. Alveg „I spent 5 years as an undercover agent and all I got was this lousy T-shirt!“

Hvílíkt og annað eins anti climax.

Forgetting Jason Segel’s penis

Sá loksins hina ágætu gamanmynd Forgetting Sarah Marshall um helgina. Sá líka alltof mikið af skaufanum á Jason Segel.

Christian Bale er algjör fucking sækópað!

Christin Bale er bilaður. Og þá er ég ekki að meina þetta á jákvæðan hátt eins og þegar maður segir að einhver sé klikkaður þegar hann er í raun bara létt flippaður gaur. Nei, gaurinn er fucking andlega vanheill. Bale var náttúrulega löngu búinn að sýna hversu nöts hans er með ótrúlegum breytingum á líkamsástandi sínum, en árið 2002 lék hann í hinni stórgóðu Equilibrium og var í frekar góðu formi, og leit svona út:

christianbale

2004 lék hann svo í The Machinist og leit þá út eins og heróínfíkill að deyja úr alnæmi, eða svona:

balejuice1

Gaurinn fór sem sagt úr einhverjum 180 pundum niðrí 120, en hann vildi sjálfur fara niður í 100! Framleiðendur myndarinnar bönnuðu honum það hins vegar því þeir voru hræddir um að hann myndi hreinilega drepast úr hor! Til að ná þessum undraverða megrunarárangri át kappinn ekkert nema eina túnfiskdós á dag og eitt epli. Ef það er ekki klikkun then there is no such thing. Hann hafði það líka á orði einhvern tíman að þessi megrun hefði hreint ekki verið svo slæm, hann hefði oft komist í hálfgerða vímu útaf henni, hvernig svo sem á því stóð.

Það sem gerir þetta allt saman enn ótrúlegra (og meira insane) er sú staðreynd að aðeins ári seinna lék Bale í hinni mögnuðu mynd Batman Begins og þá leit hann fucking svona út:

batmanbegins009Allar þessar breytingar eru náttúrulega algjörlega inhuman, þá sérstaklega á jafn stuttum tíma og raun ber vitni. Fyrir Batman sagði Chris Nolan honum að verða eins stór og hann gæti og þá skellti kappinn sér í heil 220 pund, eða 40 pundum meir en hann var „venjulega“. Þá var hann víst orðinn of „feitur“ en það var ekkert mál fyrir okkar mann, hann skóf bara af sér 20 pund eins og að drekka vatn, eða kannski vatn, túnfisk og epli?

En Bale er ekki bara geðveikur þegar kemur að líkamlegu atgervi, andlega hliðin er víst ansi óstabíl, svo ekki sé meira sagt. Fyrir einhverju síðan las ég einhverja frétt um það að hann hefði snappað á mömmu sína, eða stjúpu eða what ever, en það var lítið gert úr því atviki. Núna hins vegar er Bale búinn að spila út stóra trompinu, en við tökur á nýju Terminator myndinni sturlaðist gaurinn algjörlega og lét einhvern ljósamann heyra það óþvegið, og það í 4 mínútur nánast samfleytt öskrandi og froðufellandi. Mér skilst að hann segi fuck í það minnsta 35 sinnum á þessum 4 mínútum. Limp Bizkit væru meira að segja stoltir af slíku flæði! Atvikið náðist á upptöku, en hljóðmennirnir létu víst allt rúlla á meðan Bale hellti úr skálum reiði sinnar. Hér að neðan er upptaka af atvikinu, og þar fyrir neðan er frábært remix þar sem einhver snillingur er búinn að búa til lag úr þessu. Helvíti gott lag, þéttur taktur og grípandi texti.

What the fuck is it with you! Ekki myndi ég vilja lenda í Bale þegar hann á slæman dag. Hann minnir samt svolítið á Homer Simpson þegar hann segir „Oh good!“

 

I’ve got these cheeseburgers man!

Það er ekki laust við að þessi frétt: http://www.dv.is/frettir/2008/11/26/unglingar-veita-kynlifsthjonustu-i-skiptum-fyrir-hamborgara/ minni mig á þetta atriði:

Who’s fuckin’ Matt Damon?

Það er amk ekki Sarah Palin. Skemmtilegt viðtal og kostuleg samlíking við lélega Disney mynd. Kannski fáum við að sjá svona mynd á föstudagskvöldi á Rúv eftir nokkur ár.


Gullna hliðið

  • 25,670 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar