Sarpur fyrir júní, 2008

Bensínbrjálæði

Höfðingjarnir hjá Atlantsolíu buðu í dag uppá 4 króna afslátt á stöðinni sinni í Njarðvík (ef maður borgaði með dælulykli allt svo). 4 krónur af 174 (sem er fullt verð hjá AO) eru um 2,2%, sem er auðvitað svo lítill afsláttur að það er hlægilegt. Engu að síður rauk ég til og fyllti á báða bílana og sparaði mér þar með um 320 krónur allt í allt. Það safnast jú þegar saman kemur.

Ég held að þessi litla dæmisaga beri þess glögglega vitni hversu fáránlegt bensínverð er orðið í dag, þegar menn rjúka til og taka bensín í massavís á 170 krónur vegna þess að á morgun eða hinn gæti líterinn kostað 180 krónur, eða þeim mun meira. Eflaust er þess ekki langt að bíða að verðið skríði yfir 200 krónur, og þá munum við hugsa til baka til þeirra ljúfu tíma þegar bensínið kostaði nú ekki „nema“ 150 krónur.

Nú er ég ekkert sérstaklega gamall og það eru ekki nema 6 ár síðan ég fékk bílpróf. Engu að síður man ég tímana tvenna í bensínbúskap. Þegar ég fékk bílpróf kostaði líterinn eitthvað um 80 krónur, og þótti mönnum nú nóg um. Aðeins fáum árum áður var lítraverð á bensíni lægra en lítraverð á mjólk, en nú er þess ekki langt að bíða að bensínið verði dýrara en bjór, og þykir bjórinn nú ekkert sérstaklega ódýr á Íslandi! Ég man nú líka þegar bensínið fór að hækka og stefndi í 100 krónurnar, þá fór um margan bíleigandann. Svo lagaðist þetta aftur og lengi dansaði þetta á milli 78 króna og 87. Svo lenti skíturinn á viftunni og síðan þá höfum við ekki litið til baka. Hver hækkunin rekur aðra á fætur annarri. Það hafa komið smá pásur inná milli þar sem menn hafa fengið tækifæri til að draga andann, jafnvel fengið smá bjartsýnisglampa í augun þegar örlækkanir hafa átt sér stað en svo fellur allt í sama farið aftur. Nú er svo komið að ef fram heldur sem horfir sjá eflaust margir fram á að þurfa að leggja bílunum sínum.

Ég lít samt ekki á þetta sem alslæma þróun, við höfum gott af því að ganga meira, hjóla og nýta almenningssamgöngur. En staðreyndin er engu að síður sú að olían í heiminum er að klárast. Eftirspurnin hefur tekið fram úr framboðinu sem þýðir ekkert annað en big trouble in little China. Þess vegna ríður á, nú meir en nokkurn tíman áður, að menn drattist til að finna leiðir til að nýta aðra orkugjafa. Það færi þá aldrei svo að maður fjárfesti í metanbíl á næstu árum?

Eitt sem mig langar að bæta við í lokin.

Á Íslandi er eitt hæsta eldsneytisverð sem fyrirfinnst í heiminum. Það er ekki nóg með það að bensín sé að verða fuck ass dýrt almennt, heldur borgum við óþægilega mikið fyrir það (eins og nánast allt annað). Þess vegna versla ég alltaf við Atlantsolíu, jafnvel þó svo að þeir séu ekki alveg alltaf ódýrastir, þá eru þeir eina sjálfstæða bensínstöðin. Öll hin „ódýru“ olíufyrirtækin eru ekkert annað en leppstöðvar fyrir stóru olíufélögin, félögin sem hafa tekið þjóðina ósmurt svo lengi sem elstu menn muna, og eru enn að.

En ég er samt ekki nógu sáttur við Atlantsolíu, af hverju eru þeir ekki MUN ódýrari en þeir eru? 2 krónur er enginn munur, það er varla uppí nös á ketti! Atlantsolía hefur allar forsendur til að bjóða uppá mun lægra eldsneytisverð heldur en stóru stöðvarnar. Launakostnaðurinn ætti aðeins að vera brot af því sem hann er á mönnuðum stöðvum, og sömuleiðis viðhalds- og leigukostnaður þar sem þeir eiga engin stöðvarhús. Hvar liggur þá kostnaðurinn? Ég held að það séu aðeins tveir möguleikar í stöðunni.

A) Stóru olíufélögin hafa hótað forsvarsmönnum Atlantsolíu líkamsmeiðingum ef þeir eru með stæla.

B) Forsvarsmenn Atlantsolíu eru gráðug svín sem vilja einfaldlega okra eins og þeir komast upp með og hámarka þannig gróða sinn.

Því miður þykir mér valmöguleiki B mun líklegri en A. Þannig er bara Ísland í dag.

Auglýsingar

Hollendingar úr leik!

Ja hérna. Þetta Evrópumót heldur áfram að vera frábær skemmtun. Tyrkirnir náttúrulega búnir að vera fáránlegir, og hafa sýnt það tvisvar að það þýðir ekkert að gefast upp þó svo að maður sé undir því leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. En svo var það leikurinn í kvöld, Holland – Rússland, ja hérna hér!

Rússarnir hreinlega pökkuðu Hollendingum saman, yfirspiluðu þá gjörsamlega og hefðu í raun átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Hollendingum tókst að lauma inn einu marki rétt fyrir leikslok. Hollendingar sem rúlluðu upp „dauðariðlinum“ ógurlega mættu bara engan veginn tilbúnir í leikinn og voru teknir í kennslustund af Rússum. Ég sagði það reyndar þegar mótið var að byrja að Rússar yrðu spútnik lið þessa móts, og það virðist vera að rætast. Guus Hiddink er náttúrulega kraftaverkamaður þegar kemur að landsliðum, árangur hans með Ástralíu og S-Kóreu segir í raun allt sem segja þarf. Hann nær einhvern veginn að draga fram það langbesta í meðalliðum sem enginn hefur einhverjar væntingar til. Hann hefur samt aldrei náð að slá almennilega í gegn með stærri lið, spurning hvort það sé ekki farið að kitla hjá honum að reyna það aftur?

Spurning með hverjum maður á að halda núna, Hollendingar úr leik, sem og Portúgalar (sem ég tippaði víst á að færu alla leið).  Ég held ég verði bara að uppfæra spútnikliðs dóminn og segja að Rússar taki þetta. Ef þeir spila eins og í kvöld þá held ég að það séu nú bara ágætis líkur á því!

Freysinn

Las það á póstkössunum frammi áðan að Andri Freyr er fluttur í húsið. Ég varð mjög spenntur en svo strax í kjölfarið mjög leiður þegar ég sá að hann var ekki Viðarsson.

Parkour hvað!?!

Parkour er so yesterday! Þetta er málið í dag:

Mannvonska!

Nei! Mér var stungið í steininn í 4 tíma í Mob Wars á facebook. Hvað á ég núna að gera í allan dag? Kannski neyðist ég til að vinna í vinnunni.


Gullna hliðið

  • 25,682 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

Flokkar

Auglýsingar