Sarpur fyrir febrúar, 2010

Sarah Palin er svo mikill fokking retharður!

Bandaríkin eru ótrúlegt land. Það eru ekki mörg lönd í heiminum þar sem stjórmálamönnum er legið á hálsi fyrir þær sakir að vera vel gefnir. En þannig er staðan í Bandaríkjunum í dag, Bandaríkjamenn virðast búa í forheimskunarlandi og Repúlíkanaflokkurinn og Faux News fara þar fremst í flokki forheimskunnar, en margt virðist benda til þess að Repúlíkanaflokkurinn sé orðinn ekkert annað en költ. Það er einu orði sagt fáránlegt að horfa uppá þróunina í flokknum: Sarah Palin er að verða helsta vonarstjarna flokksins! Í síðustu kosningabaráttu varð það deginum ljósara að Sarah Palin er heilalaus hálfviti og ég var nokkuð viss um að hún myndi hverfa aftur til Alaska eftir kosningarnar, og helst týnast þar í einhverjum snjóskafli.

En nei, í staðinn hefur þessum bjána verið hampað sem næsta forsetaframbjóðanda Repúlíkana! Og núna heldur hún ræður á stærstu fávitasamkomum Bandaríkjanna, þ.e. hjá Tepokurunum, og fær fyrir það hundrað þúsund dollara á skiptið! Einn af útgangspunktunum í gagnrýni á Obama hefur verið sú staðreynd að hann notist við skrifaðar ræður og lesi þær af telepromter. Ég veit það ekki, ég er persónulega hrifnari af vel skrifuðum hnitmiðuðum ræðum sem eru lesnar upp heldur en innihaldslausu þvaðri um allt og ekki neitt sem Palin tekst að draga útúr rassgatinu á sér fyrir 100.000 dollara. En Palin tók sig nú samt til og skrifaði smá niður um daginn, nánar tiltekið í lófann á sér! Síðast þegar ég skrifaði eitthvað í lófann á mér var ég illa undirbúinn fyrir próf í tónfræði. Ég held að ég hafi verið 10 ára. Mamma sá þetta og lét mig þrífa á mér lófann og hlýddi mér svo yfir. Kannski þarf mamma hennar Palin aðeins að siða stelpuna sína til.

En þegar þetta mál kom upp var það deginum ljósara að Stephen Colbert myndi gera sér mat úr því. Colbert tók upp hanskann fyrir Palin og sagði að hann skrifaði oft sjálfur minnisatriði í lófann á sér. Sjáið bara sjálf:

http://www.colbertnation.com/the-colbert-report-videos/264042/february-08-2010/sarah-palin-uses-a-hand-o-prompter

WordPress eyðir alltaf html kódanum fyrir þetta myndband út þannig að ég get ekki birt það á síðunni. Ef einhver kann að birta myndbönd frá comedy central á wordpress má hann benda mér á aðferðafræðina.

Uppgefinn eftir draumfarir!

Einu sinni heyrði ég sögu af manni sem leitaði til læknis vegna þess að hann var alltaf svo þreyttur þegar hann vaknaði á morgnanna. Hann sagði lækninum að á hverri nóttu dreymdi hann sama drauminn, að hann væri að ýta á hurð sem opnaðist þó aldrei. „Áhugavert“ segir læknirinn, „stendur eitthvað á hurðinni?“ Maðurinn svaraði að bragði: „Já, togið!“

Mér varð hugsað til þessarar sögu þegar ég vaknaði í morgun, því mig dreymdi þreytandi draum í nótt. Ég var á leiðinni í mánudagskörfubolta og var alltof seinn, og komst lítt áleiðis því það var svo mikill snjór. Ég neyddist á endanum til að labba þar sem bíllinn minn var fastur í snjóskafli og mæti alltof alltof seint, eða klukkan 21:15, en tíminn okkar klárast 20:30. Á leiðinni lenti ég í miklum vandræðum, hitti marga og þurfti að legga ýmislegt á mig til að komast á leiðarenda. Ástæðan fyrir því að ég snéri ekki við var að strákarnir voru að spila við stelpur, og ekki bara einhverjar stelpur, heldur mjög fáklæddar stelpur í þröngum spandex fötum. Þegar ég loksins mætti á staðinn hugsaði ég með mér „Ó fucking já! Djöfull verður þetta sweet!“ Ég labbaði inná völlinn, stillti mér upp á móti fáklæddri stelpu með stór og þrýstin brjóst og þá heyrði ég kallað: „Pabbi! Vaka!“

Aldarfjórðungsgamall!

Þann 29. janúar síðastliðinn átti ég meint stórafmæli, en þá var aldarfjórðungur liðinn frá því að ég kom í heiminn. Hugsa sér, eftir aðeins 3 svona tímabil til viðbótar verð ég orðinn 100 ára! Þá fyrst getum við farið að ræða um stórafmæli. En þar sem daginn bar nú uppi á föstudegi, og ég hafði ekki haldið neitt almennilegt partý síðan við fluttum í Grýtubakkann fannst mér nú eiginlega ekki annað hægt en að blása til veislu. Ég bauð fullt af fólki og margir mættu og það var mikið grín og mikið gaman. Í ljósi efnahagsástandsins gerði ég ekki ráð fyrir neinum gjöfum, svo má heldur ekki gleyma því að þetta eru víst verstu VISA mánaðarmót ársins, en það stoppaði þó ekki vini mína í að bera á mig gjafir. Það sem stóð uppúr var tvímænalaust beikonið frá Gumma og Pantera á VHS frá Ottó og Eddu. Ernir færði mér Big Lebowski á DVD, en ég átti hana, meira að segja ennþá í plastinu, svo að nú á ég tvö eintök í plasti! Áfengið flæddi líka, Sirrý gaf mér koníak, Otti, Siggi og Viddi Jack Daniels og Andri rauðvín. Og ég sem er eiginlega hættur að drekka nema til einhverra málamiðlanna hér og þar!

En höfðinglegastur af öllum var þó pabbi gamli, sem splæsti bara í haglara fyrir litla strákinn sinn! Það er meira en að segja það að kaupa byssu, og hvað þá að kaupa byssu á nafni einhvers annars, en hann fékk sem sagt lögreglustjórann heima til að endurútgefa byssuleyfið mitt með byssunni í og skrifa uppá leyfi um að hann mætti kaupa þessa byssu. Þannig að nú er manni ekkert að vanbúnaði fyrir gæsina í haust. Byssan sem um ræðir er Remington 870 Express Synthetic og lítur sirka bát svona út:

Maður getur ekki annað en verið í skýjunum með jafn rausnarlega gjöf!


Gullna hliðið

  • 26.134 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

RSS Kjaftasögur úr metalheimum

  • An error has occurred; the feed is probably down. Try again later.

Flokkar