Sarpur fyrir febrúar, 2009

Fréttablaðið, alltaf fyrstir með fréttirnar

Í Fréttablaðinu í dag er grein og viðtal við Magnús Ver þar sem segir: „Nafn hans þykir mjög flott úti í heimi, eins og nýlegur listi á síðunni Cracked.com ber vitni um.“

Ok wait a mintue, hold the phone! Ég var ábyggilega búinn að lesa þessa frétt einhvern tíman á hinni ágætu síðu cracked.com, en var það ekki svolítið síðan? Jú viti menn, hún er síðan í nóvember, 2007!

Er virkilega svona lítið að gerast að það þarf að endurvinna „fréttir“ frá 2007?

Megavika?

Nei hættu nú alveg! Veit Lars Ulrich af þessu?

megavika

metallica-logo

Kveðja frá heilögum Valentínusi!

Smá rómantík svona í tilefni dagsins, í boði Saturday morning breakfast cereal:

Christian Bale er algjör fucking sækópað!

Christin Bale er bilaður. Og þá er ég ekki að meina þetta á jákvæðan hátt eins og þegar maður segir að einhver sé klikkaður þegar hann er í raun bara létt flippaður gaur. Nei, gaurinn er fucking andlega vanheill. Bale var náttúrulega löngu búinn að sýna hversu nöts hans er með ótrúlegum breytingum á líkamsástandi sínum, en árið 2002 lék hann í hinni stórgóðu Equilibrium og var í frekar góðu formi, og leit svona út:

christianbale

2004 lék hann svo í The Machinist og leit þá út eins og heróínfíkill að deyja úr alnæmi, eða svona:

balejuice1

Gaurinn fór sem sagt úr einhverjum 180 pundum niðrí 120, en hann vildi sjálfur fara niður í 100! Framleiðendur myndarinnar bönnuðu honum það hins vegar því þeir voru hræddir um að hann myndi hreinilega drepast úr hor! Til að ná þessum undraverða megrunarárangri át kappinn ekkert nema eina túnfiskdós á dag og eitt epli. Ef það er ekki klikkun then there is no such thing. Hann hafði það líka á orði einhvern tíman að þessi megrun hefði hreint ekki verið svo slæm, hann hefði oft komist í hálfgerða vímu útaf henni, hvernig svo sem á því stóð.

Það sem gerir þetta allt saman enn ótrúlegra (og meira insane) er sú staðreynd að aðeins ári seinna lék Bale í hinni mögnuðu mynd Batman Begins og þá leit hann fucking svona út:

batmanbegins009Allar þessar breytingar eru náttúrulega algjörlega inhuman, þá sérstaklega á jafn stuttum tíma og raun ber vitni. Fyrir Batman sagði Chris Nolan honum að verða eins stór og hann gæti og þá skellti kappinn sér í heil 220 pund, eða 40 pundum meir en hann var „venjulega“. Þá var hann víst orðinn of „feitur“ en það var ekkert mál fyrir okkar mann, hann skóf bara af sér 20 pund eins og að drekka vatn, eða kannski vatn, túnfisk og epli?

En Bale er ekki bara geðveikur þegar kemur að líkamlegu atgervi, andlega hliðin er víst ansi óstabíl, svo ekki sé meira sagt. Fyrir einhverju síðan las ég einhverja frétt um það að hann hefði snappað á mömmu sína, eða stjúpu eða what ever, en það var lítið gert úr því atviki. Núna hins vegar er Bale búinn að spila út stóra trompinu, en við tökur á nýju Terminator myndinni sturlaðist gaurinn algjörlega og lét einhvern ljósamann heyra það óþvegið, og það í 4 mínútur nánast samfleytt öskrandi og froðufellandi. Mér skilst að hann segi fuck í það minnsta 35 sinnum á þessum 4 mínútum. Limp Bizkit væru meira að segja stoltir af slíku flæði! Atvikið náðist á upptöku, en hljóðmennirnir létu víst allt rúlla á meðan Bale hellti úr skálum reiði sinnar. Hér að neðan er upptaka af atvikinu, og þar fyrir neðan er frábært remix þar sem einhver snillingur er búinn að búa til lag úr þessu. Helvíti gott lag, þéttur taktur og grípandi texti.

What the fuck is it with you! Ekki myndi ég vilja lenda í Bale þegar hann á slæman dag. Hann minnir samt svolítið á Homer Simpson þegar hann segir „Oh good!“

 

Snemma beygist krókurinn

Ég og Soffía vorum sammála um það strax áður en Emilía fæddist að við ætluðum ekki að bjóða henni gos að fyrra bragði. Sumir foreldrar hafa gengið svo langt að setja kók í pela sem er auðvitað fáránlegt, enda skemmir það tennur hratt og ég er ekki viss um að ungabörn hafi mjög gott af koffíni. Í fyrstu gekk þetta plan mjög vel og Emilía drakk sína mjólk og sitt vatn. En svo fór mín að vilja smakka ALLT. Ef ég var að drekka gos linnti hún ekki látum fyrr en hún fékk sopa. Í fyrstu fannst henni það ekki gott, og raunar er það ennþá þannig að hún er ekkert sérstaklega hrifin af gosi með mikilli kolsýru. En gos úr vél, þar er hún komin í feitt. Um daginn kom ég við á Quiznos á leiðinni heim úr Hagkaup, og meðan Soffía keyrði heim sátum við Emilía aftur í og hámuðum í okkur Smalabita og drukkum Pepsí. Þegar heim var komið tyllti Emilía sér svo í sófann, horfði á Skrímsli Hf. og sötraði Pepsí.

pepsi

Ef að þessi unga dama er ekki drottning í ríki sínu þá veit ég ekki hvað.


Gullna hliðið

  • 26.134 æstir aðdáendur hafa gengið hratt og örugglega um gleðinnar dyr

Sjálfhverfar undirsíður

RSS Kjaftasögur úr metalheimum

  • An error has occurred; the feed is probably down. Try again later.

Flokkar